Frækorn - 17.02.1903, Page 7
FR FKOR N .
23
Eg slepp ekki svo væglega. Því sá
sem ekki hefur lifað eins og hann, fær
heldur ekki að deyja eins og hann. En
auðnan verður að ráða, hvað að hönd-
um ber. Eg vona að eg afberi það.
Því þá að klaga og kvarta ? Allt
jafnar sig og verður hljótt og rótt.
»Sá þitt okið sæta ber,
»síðan öðlast mun hjá þér
»unaðsemdar eilíf notin,
»eftir raunasporin þrotin,«
syngja þeir hér. Oþarfir voru þeir
mannkyninu, sem bjuggu til hinn þunga
drauminn um annað líf. Og hatur ber
eg til skálds þess, er í heiminum kveikti
hinn sjúka efa: hvort mun sá svefninn
með draumum eður eigi ?
Mér hefur ekki liðið vel í heiminam, og
vel mun mér ekki líða það sem eftir er,
En væri um annað líf að ræða, þá yrði
hagur minn enn verri þar. Því þar er
allt óendaniegt. Og ætíð hið sama. Ávallt
gott eða ávallt illt. Þessvegna er það
von mín og trú, að þó allt annað í heim-
inum sé lygi, þá sé þó dauðinn þaðsem
hann þykist vera.
Af heilum huga samtagna eg þér, gamli
félagi, sem nú hefur lokið stríði þfnu,
og innan skamms kem eg á eftir.
XXXIX.
Eg finn að eg sakna »Sankti Páls,«
bróður míns
Þreyttur kom hann frá vinnu sinni;
þolinmóður sat hann hjá Hávarði gamla
og las og söng fyrir bann. Karltetrið
skildi fátt, en trúði. Síðan sat bróðir
minn hjá mér og svaraði spurningum
mínum.
Honum fylgir heill, og friður stafar af
honum; eg varð öruggari þegar hann sat
hjá mér. Margt sagði hann líka, er eg
varð að athuga og ígrunda. Og einnig
í því var hjálp innifalin, því þá útsleit
eg síður sjálfum mér. Og eg svaf bet-
ur þær næturnar.
Hann er draumlyndur eins og Meistari
hans. Fengi þessi kristindómur veg og
völd, þá yrðu menn að segja skilið við
heiminn, og landið mundi eyðileggjast.
Það gerir það hvort eð er. Því það er
gamalt og himinsjúkt og inniheldur fáa
og smáa frjóanga til framfara. En meiri
himinsýki mundi flýta fyrir feigðinni, og
fengi bróðir minn fjöldann með sér,
þá mundi hann verða einn af þeim hættu-
legustu.
En það fær hann ekki. Draumlyndið
hans er milt og meinlaust. Nema fyrir
hann sjálfan. Því af sjálfum sér krefst
hann mikils. Hann drepur sig. Hefði
hann lifað á öðrum tíma, þá hefði hann
verið spámaður. Hann hefði verið gjörð-
ur að Messíasi eða Búdda. Og prest-
arnir hefðu líflátið hann og síðan skorið
sér lífsviðurværi af dyggðum hans.
En St. Páll hirðir ekki um að vera
spámaður. Hann leggur Ie:ð sína með-
al bófa og skottulækna og annara mis-
! indismanna og fórnar Iífi sfnu án þess
nokkur veiti því eftirtekt. Þetta er hinn
sanni kristindómur. Enn sannur krist-
indómur er ópraktiskur krist ndómur, sem
] aldrei nær völdum.
En eg sakna bróður míns. Eg er
farinn að hafa trú til hans. Og í því
er hjálpræði innifalið. Því beri maður
J traust til manns, þá er það eitthvað
j æðra og göfugra en hið almenna mann-
lega, sem maður setur traust s;tt t 1.
J Eg er farinn að trúa því, að hér sé eitt-
j hvað, er trúandi sé á, Eitthvað gott,
eitthvað áreiðanlegt, eitthvað, sem eltki
er skrum. Hann fær mig til að trúa á
hið góða. Ekki með orðum, heidur með
breytni. Og trúin á hið góða er frels-
andi kraftur. »Trúir þú á hið góða, þá
trúir þú á guð«, segir sankti Páll.
Því sé hér að ræða um nokkuð, sem
er gott, nokkuð sem fórnar sjálfu :ér,
án þess að ætlast til launa, þá er það
yfirnáttúrlegt. Nýtt ríki, göfugri lög.
Og þá er heimurinn ekki lengur h'ð
auða og óbyggða hús, þar sem eðlur og
eiturslöngur, völskur og urðarkettir eiga
í banvænum brösum.
Bróðir minn verður að koma aftur. Því
me'ra sem af mér dregur, því frekar
þarfnast eg hans.