Frækorn - 17.02.1903, Blaðsíða 8

Frækorn - 17.02.1903, Blaðsíða 8
24 FRÆKORN. Kirkjumál os biudindism ál. Það gleður oss að sjá, að einn af frambjóðendunum til þíngmennsku hér i Norður-Múia-sýslu, herra Jón Jónsson frá Sleðbrjót, fylgir nákvæmlega fram SÖmu stefnu í ofannefndum málum, og »Frækorn« hafa alltaf gjört. Vér leyfum oss að setja hér kafla úr grein eftir hann í síðasta tbi. Austra, og finnst oss hon- um farast þar svo vel orð, að vér getum fyllilega gjört þau að vorum : í kirkjumálum hef eg svo oft áður lýst yfir J>ví, að eg fylgi því eindregið að ríki og.kirkja verði sem allra fyrst skilin að, og eg vil að öll afskifti þings og þjóðar af þeim málum stefni í þá áttina; þarafleiðandi er eg þvert á móti því að launa prestum úr landssjóði, því það er að mínu áliti að bæta einum hlekk í þá keðju, sem fjötrar saman ríki og kirkju. Mín skoðun er sú, að af því sambandi leiði ógagn eitt, bæði fyrir ríkið og ekki síður fyrir kirkjuna. Eg vil að rfkiogkirkja vinni hvort fyrir sig, sem sjáifstæð félög, að sið- menning þjóðarinnar og taki höndum saman þar sem þess þarf með, t. d, að vinna að menntun alþýðu, og styðji bvort annað sem sjálfstæð félög. Eg vantreysti þjóðkirkjufyrir- komulagínu og öllum anda þjóðkirkjunnar, til að glæða hið hálfkulnaða trúarlíf vort. Og eg skal prestunum til huggunar Iýsa yfir því, að eg segi þetta sem trúroaður, en ekki sem trúleysingi. Hvað binindismálið snertir, segir sama blað frá því, að herra Jón Jónsson á þingmálafundi Vopnfirðinga, sem haldinn var á kyndilmessu síðastl., hafi tekið það fram, að hann »væri fylgjandi vín- sölubanni, en vildi jafnframt veita héruð- um samþyktava'd um aðflutningsbann, og þá fyrst setja lög um aðflutningsbann fyrir land allt, er mikill hluti landsins hefði aðhyllst það.« Vér teljum það góðs vísir,að jafnhygg- inn og góður þingmaður og herra J. J. er, fylgi þessari stefnu. Vér vonum, að þeir verði sem flcstir, þeir þingmenn, sem skipi sér á bekk með honum í þessum tveimur ofangreindu stórmálum. Um Björnstjerne Björnson hélt herra Helgi Valtýsson fyrirlestur hér á sunnudagskvöldið var. Fyrirlestuiinn var bæði fróðlegur og einkar skemmtilegur. Gott boð Stórmerkileg sögubók eftir frœgan norskan höfund, verð í Noregi kr. 1,80, fæst á íslenzku ókeypis. Þetta þykir ótrúlegt, en er þó satt. — Nýir áskrifendur að Frækorn, IV. árg., 1903, sem senda borgun fyrir blaðið, kr. 1,50, fá ekki einasta blaðið allt árið, heldur líka, senda sér hina stórmerkilegu bók: „Týndi faðirinn“ eftir Árna Qarbori?. , Bók þessi er vandlega þýdd úr nýnorsku. Útgáfa hetinar vönduð og lagleg. Pappír fínn og prent skýrt. Mynd af höfundinum fylgir. Hér er því ekki að ræða um lélega kattp- bætisskrtiddji, eins og stttn dagblöð bjóða nýjunt kaupendum, heldur utn fyrirtaks rit- verk, sem allir geti haft gagn af að lesa. Upplagið er lítið, cn eftirspurnin verður að líkindum mikil. Því eru menn hvattir til þess að nota tækifærið sem allra fyrst. David Östlund, adr, Seyðisfirði. BÆKUR. SPÁDÓMAR FRELSARANS og uppfyllittg þein'a samkvæml ritningunni og mannkyns sögunni. Eftir J. Q. Matteson. 200 bls. stóru 8 bl. broti. Margar ntyndir. I skrautb kr. 2 50. VEQURINN TIL KRISTS. Eftir E. Q. White. 159 bls. Innb. i skrautb. Verð: kr. 1,50. ENDURKOMA JESÚ KRISTS. Eftir James White. 31 bls. Heft. Verð: 0,15. HVÍLDARDAQUR DROTTINS OQ HELQI- HALD HANS FYR, OQ NÚ. Eftir David Östlund. 31 bls. í kápu. Verð: 0,25. VERÐI LJÓS OG HVÍLDAR DAGURINN. Eftir David Östlund. 88 bls. Heft. Verð 0,25. HVERjU VER TRUUM. Eftir David Ostlund 16 bls. Heft. Verð: 0,10. Ti sölu í PrentsniiBju SeyöisfjarBar. CDÆI/flCH HEIMILISBLAÐ MEÐ MYNDUM, > fl/Cil\Uni“j 24 blöð á ári auk jólablaðs, — kostar liér á landi 1 kr. 50 au um árið; til Vestur- heims 50 cents. Borgist fyrir 1. okt. Ursögn ógild, nema komin sé til utg. fyrir 1. okt. og.blaðið sé að fullu borgað fyrir það ár. D. Ostlund. litg. Sýnið kunningjum yðar Frækorn og segið beim frá hinu góða boði.sem bau auglýsa! Prentsmiðja Seyðisfjarðar.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.