Frækorn - 17.02.1903, Blaðsíða 1

Frækorn - 17.02.1903, Blaðsíða 1
FRÆKORN HEIMILISBLAÐ MEÐ MYNDUM. *m- RITSTJÖRI: DAVID ÖSTLUND. 4. árzangur. Seyðisfirðl, 17. febr. 1903. 3. tölublað. TÝNDUR OQ FUNDINN. f"að vantaði einn af hundraðs hjörð, sem við húsin undi kát; bara' einn, sem veðrin velktu hörð og varga fyrirsát. Svo fjærri var hirðir, hjálp og ráð, hann hlaut að verða dauðans bráð. »Þú enn átt ní'tíu og níu til, þó nú sé horfinn einn « En hirðirinn sagði: „Eg víst ei vil, að villist frá mé nein n. í»ó bíði mín frost og fár og nauð, eg fer að heimta minn týnda sauð.« Ó, hver fær sagt, þó að heimtist heim, hvað hirðirinn góði leið, í villumyrkrum, um voðans geim, yfir vötn og klungrin breið! Hann heyrði kallað á hjálp í nauð, hann heyrði gjörla sinn týnda sauð. Hvað þýða þeir dropar, sú dreyruga slóð, ó, Drottinn, þá köldu leið? >Fyrir sauðkind mína eg sel mitt blóð; hún var sokkinn í dauðans neyð." »Hví er hönd og fótur með svöðu sár?« »Þar særði mig þyrnanna hvassi ljár.« í*á flaug um jörðina fegins-óp, þó full sé með sorg og nauð, í fjöllunum gullu við gleái-hróp: »Ó, gleðjist, eg fann minn sauð!« og ljóssins englar við æðri sól það endurtóku við Drottins stól. (Matthías Jochumsson þýddi úr ensku.) „Láttu þyrnana vera." Margir þeirra, sem ganga á lífsins vegi, hafa hugann jafnan á yfirsjónum sínum, tilraunum sínum, er misheppnast hafa, og vonbrigðnm sínum, og hjörtu þeirra fyllast harmi og hugleysi. Þegar eg var í Evrópu, fékk eg bréf frá trú- systur minni einni, er þetta hafði gjört, og var mjög áhyggjufull. Hún bað mig að skrifa sér eitthvað, til að örfa sig og hugga. Nóttina eftir að eg las bréf hennar, dreymdi mig, að eg væri stödd í ald- ingarði, og þótti mér maður, sem virt- ist vera eigandi garðsins, leiða mig um hann. Eg tíndi blóm og gladdist af ilm þeirra. Þá benti systir mín, sem mér þóttí hafa gengið við hlið mína, mér á nokkra ljóta þyrna, sem voru í vegi fyrir henni, Þarna stóð hún, full sorgar og áhyggju. Hún fór ekki götuna, sem leiðsögumaðurinn gekk, heldur gekk hún meðal þyrnanna og þistlanna. Hun kvart- aði: »Æ, er það ekki sorglegt, að þyrn- arnir skuli spilla þessum fagra garði?« Þá sagði leiðtoginn: »Láttu þyrnana vera; þeir særa þig aðeins, ef þú átt við þá. Les þú rósir, liljur og negulblóm.«

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.