Frækorn - 19.03.1903, Blaðsíða 4

Frækorn - 19.03.1903, Blaðsíða 4
36 FRÆKORN. »Eg met það tjón.« Eftir Nils Andersson. »En það, sem var mér ávinningur, met eg nú tjón sakir Krists, já, eg álít allt fyrir tjón hjá því ágæti að fá þekkingu á Jesú Krísti, drottni mínum, fyrir hvers sakir eg hef mist allt og met það ekki meir en sorþ, svo eg ávinni Krist." Fif, 3, 7. 8. Hér kemur það greinilega fram, að Páll hefur skift skoðunum. Það var skeð breyting á hugarfari hans. Hann segir: ,, Pað, sem var mér ávinningur, met eg nú tjón.'1 Páll hafði tekið sinnaskiftum. Pað, sem hann nefndi ávinning, var það, er hann setti traust sitt og von sína til og áleit að hafa mundi eilíft líf í för með sér. Á undan þeim orðum, sem eg hef tilfært, tekur hann það fram, sem hann áður taídi ávinning. Hann varnefnilega ,,um- skorinn á áttunda degi, var af kyni ísraels og Benjamíns ættkvísl, . . . með tilliti til lögmáls- ins farísei, ofsóknari safnaðarins og í ráðvendni eftir lögmálinu óstraffanlegur." Með því að Páil treysti á allt þetta, varð það honum til tjóns. Það aftraði honum frá að sjá andlegar þarfir sínar, aftraði honum frá að sjá þörf sína á Jesú. Og þetta, að sjá ekki þessa miklu þörf, var orsökin til þess, að hann svo lengi var án Krists; það varð honum tjón. Sem farísea var það honum ávinningur að vera um- skorinn, en gagnvart frelsun sálar sinnar var það honum tjón, og frá því að hann lærði að meta umskurnina þannig, kappkostaði hann af alhuga að koma öðrum mönnum í skilning um það, að það væri að eins tjón að treysta henni. Hann segir t. d. við Oalatamenn, að ef þeir létu umskera sig, þá gagnaði Kristur þeim ekki. Hann hafði treyst því að hann væri af ísraels kyni. Ekki var þetta minnsta tjónið fyrir hann. Þetta var eins og stórt fjall, sem varð að niðurlægjast. Mér finnst það vera slík fjöll, sem Jóhannes skírari taldi hlutverk sitt að Iægja með því að predíka sinnaskifti. Hann sagði: „Segið ekki af sérþótta með sjálfum yður: Vér eigum Abraham fyrir föð- ur." Að þeir treystu Abraham kemur einn- ig fram, þegar þeir segja: „Vér erum Abra- hams niðjar (Jóh. 8,33), Abraham ervorfaðir" (vers 39). Þeir treystu líka Móses og sögðu, að þeir væru hans lærisveinar Oóh. 9, 28). Hin samverska kona virðist að hafa treyst á, að forfeður hennar hefðu tilbeðið á fjallinu og líklega hefðu Oyðingar treyst því, að Jerúsalem væri staðurinn að tilbiðja. En hvað hjartað jafnan verður tómt af þvi að menn einung- is hafa slíkt ytra traust! Jesús sýnir hcnni, að það er nokkuð meira í guðsþjónustunni en eintómt nafn og ytri mynd af tilbeiðslu. En eins og Jesús segir til Nikódemusar, að ef maðurinn fæðist ekki af vatni og anda, getur hann ekki fengið inngöngu í guðsríki, svo byrjaði hann líka að tala við hina samversku konu um hið lifandi vatn, ogsegirenn fremur: „Sá tími kemur og er nú þegar kominn, að sannir tíl’oiðjendur munu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika, því faðurinn leitar þeirra, sem þannnig tilbiðja hann. Guð er andi og þeir, sem hann tiíbiðja, eiga að tilbiðja hann í anda og sannleika." Þegar guð er andi, þá eiga þeir sem til- biðja hann, að frambera honum andlega fórn, frambera hjartans fórn, þeir eiga að gefa honum hjarta sitt. I Sal. Dav. 51, 17 er sagt: „Sundurkraminn andi er guði þægileg fórn. Harmþrungið og sundurkramið hjarta muntu, guð, ekki fyrirlíta." " Frh. Sönn orð um víslndin. „Saga vísindanna er að miklu leyti sagamann- legrar villu, því að vér skiljum að eins að nokkru leyti (1 Kor. 13, 9.). Samt sem áður eru vísindin vissasti vegurinn til að þekkja mörg sannindi. Og í einu er blessun fólgin: Þótt vísindin syndgi, þá fá þau þó aldrei að deyja í syndum sínum. Villurnar ieiðréttast, og allt endar vel." — Dr. Chr. A. Bugge, (9 örð’o)

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.