Frækorn - 19.03.1903, Blaðsíða 6

Frækorn - 19.03.1903, Blaðsíða 6
FRÆKORN. 38 Eg þagnaði og hugsaði, Hann stóð fram við gluggann og horfði á blómið, sem óx svo ört. »Heyrðu mig,« mælti hann, »hefur blómið sagt þér frá nokkru?« »Heimurinn hefur sál, segir blóm- ið mér.« »Sama segir það mér líka. Og með þessu er mikið sagt!« XLIV. »Hinn gamli guð var einvaldsherra, sjálfs sín vegna strangur í öllum kröf- um. Sjálfs sín vegna krafðist hann hlýðni og lotningar. Og væri honum sýndur mótþrói, þá reiddist hann, og með blóði varð að blíðka hinn hefni- gjarna. En Meistarinn kenndi oss að þekkja guð, sem vor vegna krefst hlýðni. Guð, sem bryggist þegar vérsyndgum. Hrygg- ist sjálfra vor vegna. En þegar vér snúum oss frá sjálfsglötun og synd, þá gleðst hann og gleymir öllu sem á und- an er gengið. Og þar er hvorki spurt um fórn né friðþægingarblóð; sjálfur siátrar hann alikálfinum; sjálfur heldur hann veizlu syndaranum, sem til baka er snúinn. Með þessari kenningu leysti Meistar- inn heiminn úr fjötrum langrar og pín- andi hræðslu. En heimurinn gat ekki verið fjötralaus og frjáls. Gleðiboðskap- urinn, að guð væri mannanna góði fað- ir, hann var p rður að trúarkröfu. Ef þú ekki trr' að guð sé góði faðirinn, þá kar' hann þér í brennandi bál! Og .xdrei hefur óttinn myndað annað eins regindjúp milli guðs og vor eins og nú. Þú segist ekki finna föðurinn. Því trúi eg vel. Hinn gamli blótguð á bú- stað í þér. Innst inni í þínu hrellda hugskoti situr hann, sveipaður hræðslu þinni og hjartakvöl eins og dökku skýi. En heitir þú nú upp hugann og segð- ir : eg hef gengið á glapstigum; en nú vil eg snúa aftur og vinna þér; tak þú við mér sem einum af þjónum þínum,— þá fengir þú að sjá. Ef til vill hvorki meira né minna en sjálfan föðurinn!« »Eg er ekki skrýddur veizluklæðum,« svara eg. »Sinnaskiftin eru nauðsynleg,« segir hann, »heil og hrein sinnaskifti,» XLV. Eg spyr hann, hvort hann finni sam- hengi og samræmi í ritningunni. Hann svarar: »Meistarinn kenndi oss ekki heimspeki, heldur þá list að lifa. Hann kom ekki með nýungar handa hinum forvitnu, held- ur með læknismeðöl handa hinumsjúku; hann stofnaði engan sértrúnað, en hann vísaði oss til vegar. Og sá vegur er auðrataður hverjum þeim sem rata vill. En leitir þú eftir fræðikerfi hjá honum, þá verður þú að búa þér það til sjálf- ur eins og guðfræðingarnir. Látum munkana rífast um breytni og trú! Vér trúum Meistaranum og breyt- um eftir honum. Látum draumöramenn þræta um himnaríki og helvíti. Vérefl- um guðs ríkf með kærleika og friði; og helvítis loga slökkvum vér, ?ð svo miklu leyti sem vér getum, með friðarins orð- um og hjálpsömum höndum. Látum draumóramenn og leigusveina predika einlífi, meinlætalifnað og rétta trú! Hin rétta trú fæðir af sér hatur og morð; hið rétta líf eflir guðsríki. En hinir öfundsjúku, þeir sem elska lystisemdir heimsins og sækjast eftir þeim, en cr vísað á bug, — látum þá predika hatur til heimsins! Frjálsireig- um vér að vera og hátt upp hafnir yfir heiminn, yfir alla hans ávinninga og von- brigði; og á þennan hátt leystir undan oki heimsins eigum vér að elska hann, eins og auðlegð, sem hamingjan hefur gefið oss til þess að gera gott með, eins og efni til þess að vinna úr, til þess að skapa oss úr líf, fullt friðar og ánægju. En lífið sjálft skulum vér fela umsjá hins æðsta, svo að vér ekki lengur fjötr- umst af ótta við dauðann. En þrekið og kraftinn höfum vér frá guði, sem er hið innsta í oss sjálfum,

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.