Frækorn - 10.07.1903, Blaðsíða 8

Frækorn - 10.07.1903, Blaðsíða 8
104 FRÆKO RN. standa nokkur orð, sem vér höfum tekið eftir, að geta orðið misskilin, og viljum vér því gera oiurlítið betur grein fyrir þeim. Vér sögðum: „Rit þetta er að mörgu leyti betur ritað en flestir þeir munu gera sér í hugarlund, er Lárus þekkja". Lárus er nefnilega alveg óskólageng- inn maður. Og því er furða, að lesa þessa bók hans, svo vel rituð er hún. Lárus skrifar líka betur, en hann prédikar. Enn fremur sögðum vér: „Hefði einhver lútherskur prestur ritað nákvaemlega hið sama — og varla er neitt í bókinni, sem iútherskur, kreddutrúar prestur hefði ekki getað sagt - þá hefði bókin vafalaust vakið mikla eftirtekt; þetta verður nú líklega samt ekki, því Lárus á ekkert nafn og ekkert álit, og er hans eigin fram- koma auðvilað orsök í því.“ Þessi orð höfum vér ritað um Lárus sem ríthöfund og trúboða eingöngu ; en um mannorð hans eru þau eigi rituð. Vér höfum aldrei eitt augnablik viljað kasta skugga á mannorð hans, enda er engin ásteða til þess. Lárus kemur stöðugt fram sem góður, mjög siðavand- ur og trúaður, kristinn maður, og í því á hann sannarlega bæði álit og nafn. Hafi nokkur skilið orð vor svo, að hann ekkert álit hafi í þessum efnum, þá er það mikill misskilningur. En þótt ein- hver maður sé hinn bezti í öllu slíku, sem hér er upp talið, þá er þó ekki þar með sagt, að hann eigi nafn sem prédikari, guðfræðingur og rithöfundur; og þá skoðun höfum vér, að Lárus hafi einmitt með prédikunaraðferð sinni drcg- ið úr áliti sínu sem rithöfundur; fyrir það verður gert minna úr bók hans, en hún á skilið. Og vér segjum enn: Bókin er að mörgu Ieyti vel rituð. S'ð (2Tö Jramfarakröfur og kristin trú. A vorum dögum finnur þjóðfélagið, að eina ráðið til að bæta úr böli þess, er sjálfsafneitunin. Fyrrum höfðu verkveit- endurnir töglin og hagldirnar. En nú geta verkþiggjendur ekki flúið undan því oki eyðslu og eftirspurnar, sem nú beygir hvortveggja und'r sig, og drepur dáðina úr verkþiggjendunum, af því að þeir eru veikari. Ef vér eigum að þreyta áfram fram- faraskeið þjóðmenningarinnar, þá verður það að vera dálítill þáttur úr lífi hvers manns — að láta nokkuð af hendi við aðra, af því sem vér höfum rétt til ; þá fyrst verður þjóðmenningin til blessunar; en það var þá ekki eftir neinum ákveðn- um lögum, og þá gátu menn losað sig. En þá er líka auðsætt, að hallirnar og skemmtiskúturnar, allur munaður og prjál er of snemma reist og búið til, — ölt munaðar-listaverkin og varnaðurinn. Þeg- ar allir hafa fengið það, sem þeir þurfa við, þá geta menn fyrst veitt sér það, sem menn ekki þurfa, en ekki fyr. Kyn- slóðin stcndur á bröttiim sjávarbakka. Sumir eru komnir til að nema landið. En, áður en þeir ráða til uppgöngu ætlu þeir að hjálpa bræðrum sínum, sem eiu alls ekki einfærir um landgönguna. Það ríður meira á að veita barni þvottakonu þinnar rjóðar k'nnar, en kaupa hjólhesta handa börnum þínum. Það ríður meira á, að þú re:sir tvö heibergi í staðinn fyrir eitt handa verkamanni þínum og börnum Iians, en að þú reisir skrautsa! handa þér með forn-norsku byggingar- lagi búinn h;num fegu: sta búnaði. Borð- aðu heldur gamalt brauð á hvildai dögun- um, heldur en að taka hvíldardaginn frá bakarasveini þínum. Hver á að kenna oss að bjarga sjálf- um oss og þjóðfélaginu með sjálfsafneit- un? Sá einn sem sagði og segir enn: »Sá, sem ekki tekur kross á sig og fylgir mér eftir, er ekki tninn lærisveinn.« („For Kirke og Kultur.") Miölnir, i. og 2. hefti. — Útg.: stúkan »Hlín« no. 33. Verð 12 au. pr. hefti. Rit þetta er útgefið til eflingar bindindi og er það einarðlega og vel ritað að mörgu leyti. Til sölu hjá útg. „Fræk“. r1 D /p I/riP W HEIMILISBLAÐ MEÐ MYNDUM, 1 n/Ul\Unli7 24 blöð á ári auk jólablaðs, — kostar liér á landi 1 kr. 50 au. um árið; til Vesturhcims 50 cents. Borgist fyrir 1. okt. Ursögn ógild nema kontin sé til útg. fyrir 1. okt. og blaðið sé fullu borgað fyrir það ár. David Ostlund. útg. PRENTSMIDJA SEYÐISFJARÐAR.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.