Frækorn - 19.02.1904, Síða 1
Páfadæmið.
6- Konstantínus mikli 03: kirkjan.
A ríkisstjórnarárum Konstantínusar mikla
varð kristnin gerð að ríkistrú, og þar
sem keisari þessi hefur haft mjiig mikla
þýðingu í tilliti til mjmdunar páfakirkj-
unnar, á vel við að geta hans með nokkr-
urn orðum
Afstaða kirkjunnar til ríkisins breytt-
ist til muna á st|órnarárum hans. Frá
postulanna dögum höfðu kristnir menn
næstum því stöðuglega fengið að kenna
á ofsóknum af hendi heiðingjanna, en
skæðast geysaði ofsóknin á stjórnartíma
Diokletianusar. Hann vildi endurli'fga
heiðnina og þreytti því strið upp á líf
og dauða við kristnina. Arið 304 gaf
hann út þau lög, að allir kristnir menn
skyldu með öllu móti neyðast til að færa
guðum Rómaríkis fórnfr, og ofsóknin stóð
yfir þangað til árið 311, þá er Kon-
stantínus og Liciníus voru orðnir svo
voldugir að þeir gátu gefið út sína mik-
ilvægu tilskipun um trúarbragðafrelsi, sem
gerði það að verkum, að kristindómur-
inn fékk jafnrétti við hin heiðnu trúar-
brögð Rómaríkis. Frá þeim tíma leið
heldur ekki á löngu, fyr en kristindóm-
urinn náði valdi yfir hin gömlu ríkistrú-
arbrögð, enda stuðlaði Konstantínus á
margan hitt til þess. Hann varð vernd-
ar- og fremdarmaður kristindómsins, en,
vel að merkja, eins og hann þá var orð
inn : — veraldlegur og ummyndaður frá
því, sem hann var, er hann kom frá hin-
Um mikla höfundi sínum, því að hlut-
fallslega voru þeir fáir, sem á þessum
tíma héldu sér stöðuglega við »þá trú,
sem heilögum einu sinni var kennd.«
Mikið hefur verið talað og skrifað um
»kristnitöku« Konstantínusar. — Eigum
vér áð skoða hann sannkristinn og afstöðu
haris gagnvart kristninn: sannarlega gæfu-
sama fyrir málefni fagnaðarerindisins?
Það bezta sem hægt er að segja um
hann, eftir því, sem sagan vitnar, virð-
ist vera, að hann að líkindum hafi álitið
kristindóminn betri, skynsamari og gxtn-
ari en heiðindóminn, um leið og hann
eflaust hafi álitið . — eins og fleiri á hans
tíma, að heiðni og kristindómur gætu
undurvel staðið jafnhliða. Sagnaritarinn
Gibbon segir um hann:
»Samkvæmt hinum strángasta dómi
kirkjunnar var.sá fyrstí af hinum kristnu
keisurum allt til h:ns síðasta augnabliks
lífs síns óverðugur tii að bera þetta nafn ;
því það var eigi fyr én í banalegu
sinni, að hann, sem nýuppfræddur í krist-
indóminum, undirgekkst handa-uppálegg-
ingu og með skírninni innvígðist í tölu
hinna trúuðu. . . . Slægðarlega hélt hann
von og ótta þegna sinna í. jafnvægi með
tveimur tilskipunum, sem hann gaf út á
einu ári (321). I annari ákvað hann
helgihald sunnudagsins, í hinni sagði
hann fyrir um það, að leita ráða hjá
þeim, sem spáðu í inníflum dýra (aru-
spices) . . . En Konstantínus beindi að-
allega dýrkun sinni til anda sólarinnar,
til Apollós hinnar grísku og rómversku
goðafræði. . . Ölturu Apollos fylltust
af fórnargjöfum Konstantínusar.« —‘De-
cline and Fall of The Roman Empire,
IV., 20. kap.