Frækorn - 19.02.1904, Blaðsíða 6
ii
FRÆKORN.
landi og annarstaðar. í*ví árnar hafa vana-
lega sínar uppsprettur á fjöllum og hálendi
eins og sést á landkortinu. Hvað það snertir að
fjöllin geta gefið afrennsli fyrir ár, er vegna
þess, að nægilega mikið vatnsmagn flyzt þang-
að úr skýjunum sem snjór eða regn.
Það er kuldinn, sem brevtir vatn' í snjó og
þannig gjörir það mögulegt að færa upp á
fjöllum næstum ótæmanlegan forða af vatni í
þeim sjávarfúlgum, er safnast þar á vetr-
um. Maður getur þannig sagt, að um vetr-
artímann gengur áin frá sjónum til fjallanna
og sumartímann frá fjöllunum til sjávarins.
Það eru lika árnar, sem koma inörgum af
vorum hieyfivélum af stað. Og þegar maður
getur sagt, að veturinn sé að nokkru Ieyti
framleiðand’ vatnanna, getur maður einnig
sagt, að hann sé framleiðandi þeirrar vinnu,
sem unnin er með vatnsafli.
Veturinn framleiðir ekki einungis hinar
stóru ár, helclur og líka hina smærri lækja,
sem til samans með hinum sundurleysta snjó
á vorinu vökva jörðina og gera hana frjót
sama.
Með vetrinum fáum vér ís, og ísinn kemur
að miklum notum við geymslu á matvælum,
og við verksmiðjur, miólUuroú og fleira.
An snjóa og íss mundu ekki sleðar, skaut-
ar eða skíði verða að gagni, og þá mundu
íþróttairenniiRir missa af stórri ánægju, og
ferðarraðurinn góðum fararflýti.
Og eins og veturinn er tími svefnsins fyrir
ýms dýr, tré og jurti-, er hann líka mönnun-
um hvervctna Ijúf endurnæring eftir hinn ann-
ríka sumartíma. Hann heftir fyrir marga í
för með sér bæði hvild og umskifti á vinnu.
Fiskimaðurinn verður þá að leggja upp árarn-
ar og taka til netnálarinnar, og landbóndinn
verður að leggja frá sér jarðyrkjuverkfæri sín
og taka fyrir aðra vinnu.
Vetuiinn hefur einnig í för með sér, að ein-
staklingurinn verður að nota útreikning og
umhugsun til að safna að sumrinu til nægileg-
um forða til lífsins viðurhalds á hinum langa
og kalda vetrartíma.
Vér höfum nú þegar að nokkru leyti íhug-
að hvað veturinn þyðir.
Og þó að vér gætum ekki bent á allt hið
góða, sem veturinn leiiir af sér, höfum vér
samt séð. að hann er til mikillar blessunar.
Vér höfum sannarlega ástæðu að færa drottni
lof og þökk fyrir veturinn. Og þótt vér get-
um ekki séð upphaf og enda á öllu guðs
verki, verðum vér samt að taka undir og
segja: »AUt sem hann (guð) hefur gert, er
harla gott.«
Níels Andrésson.
Traust til Ioforða guðs
Einusinni vitjaði mjög lærður prestur
deyjandi manns. Maðurinn var af lágum
stigum og hafði fengið mjög litla fræðslu
í kristindóminum. Presturinn liafði yfir
þessi orð drottins: »Eg skal aldrei sleppa
minni hendi af þé' og aldrei yfirgefa
þig,« en gat þess jafnframt, að orð þessi
væru tekin langt um skýrara fram á frum-
máli ritningarinnar en þýðingunum, því
að á frummálinu væiu þau fimin sinnum
enduriekin. Presturinn vild' með þessu
styrkja trú hins deyjanda manns á fyrir-
heiturn guðs náðar.
Sjúkhngurinn svaraði þessu blátt áfram:
»Eg efast tkk1 um, að þér hafið rétt
fyrir yður, prestur minn, en eg get full-
vissað yður um það, að þóit guð hefði
aðeins heitið þessu einu sinni, þá hefði
eg eins vel trúað því, eins og þótt hann
hefði sagt það fimm sinnum
s'e) a®
Vertu ætíð hughraustur.
Einu sinni var maður nokkur á ferð
norðarlega á í'landi. Ko n hann þá að
c*ál tlu húsi, er stóð við veginn. Innan
úr húsinu hijómuðj barnaiaddir margar,
þóttist hann þá vita, að þetta mur.di
| skólahús vera, svo hann gekk þar inn.
Sá hann þá, að dtengirnir vóru í óða
önn að le«a lexíur sínar, rema einn dá-
lítill drengur, sem stóð út í horni og
sýndist mjög hnugginn og kjarklaus.
»Hví stendur þú þarna, drengur minn,«
sagði gestuiinn. »Hann er ekki í neir.u
nýtur; eg get aldrei gert neitt úr hon-
um; hann er hreint sá einfaldasti t bekkn-
um,« sagði kennarinn. Gestuiinn varð
j alveg h ssa á slíku svari. Plann sá, að
I kennarinn var bæði harður og óþjáll við
| börnin, og börnin voru hnuggin og kjark-
j laus að sjá; hann talaði því vingjarnlega
við börnin og hvatti þau við námið, og
| gekk síðan til drengsins, sem stóð einn