Frækorn - 19.02.1904, Side 7
FRÆKORN.
23
sér, lagði höndina á kollinn á honum og
mælti vingjarn'ega við hann: »Látfu
aldrei hugfallast. Með tímanum getur
þú lært mikið og orðið menntaður maður.
Reyndu aðeins, drengur minn. Vertu j
ætíð hughraustur og reyndu aftur, svo
vinnur þú það.«
Það glaðnaði yfir drengnum við þessi
Orð gestsins Gáfur hans, sem sýndust
eins og liggja í dái, vöknuðu. Drengur-
inn fékk nýtt hugrekki og byrjaði aftur.
Hann varð iðinn og kappsamur við nám-
ið. Seinna varð hann mikill maður og
elskaður og virtur af mörgum, og höf-
undur hinna nafnkunnu biblfuskýringa.
Drengurinn var Dr Adam Clarke.
Hann hefur sagt, að það, sem hann
hafi komist áfram í lífinu, eigi hann að
þakka þessum orðum gestsins: »Láttu
aldrei hugfallast! Reyndu aftur!«
Hinir hreinhjörtuðu
Einusinni var lítil stúlka í sunnudags-
skólanum Iátm Iesa hjá Matth. 5, I —12.
vers. Síðan spurði kennarinn hafia hverja
sæluna hún vildi he'zt kjósa sér, er nefnd
helði verið í hinum upplesna kapitula.
Hún svaraði eftir dálitla þögn: »Eg
vildi helzt vera hreinhjörtuð.* »Hví vildir
þú það helzt,« segir kennarinn. »Ef eg
væri hreinhjörtuð, þá hefði eg öll þau
gæði, sem nefnd eru í þessum kapitula,«
sagði stúlkan.
Tóbak, uppruni bess.
Hjá Aröbum gengurþessi þjóðsaga um upp-
runa tóbaksins, og gefur hún tilefni til um-
hugsunar, þótt þjóðsaga sé:
Spámaðurinn Múhamed fór einn dag út og
fann þá höggorm, sem var stýfur af kulda.
Spámaðurinn varð snortinn af meðaumkun,
t.ók orminn upp og hitaði hann.
Þá er ormurinn aftur kom til sjálfs sín, sagði
hann:
♦ Guðdómlegi spámaður! Veiztu að eg ætla
að bíta þig.«
»Og því?« spurði spámaðurinn.
»Af því að ætt þín ofsækir mína, og le’tast
við að uppræta hana.«
»En er ekki einnig |>ín ætt að berjast móti
minni?« anzaði spámaðurinn. »Og hvernig
getur þú verið svo óþakklátur, að þú gleym-
ir bví, að eg hef frelsað líf þitt?«
»Þakklæti er ekki til hér í þessum heimi.
Eg sver við Allah, að eg mun bíta þig «
»Nú, þegar þú hefur svarið við Allah, þá
máttu bíta,« sagði spámaðurinn og rétti fram
hönd sína móti orminum.
Ormurinn beit hann á hendinni. En hann
saug eitrið út úr sáriuu og skirpti því ájörðr
i na.
En — á þessum stað skaut upp jurt, sem
sameinaði í ?ér eitur höggormsins og mildi
spámannsins.
Menn kalla jurtina — tóbak.
t
Katrín Húlmfríbur Jónsdóttir
(Mælt fram við gröfina).
Lú ert dáin, horfin! Harmafregn
Hjörtu vina nístir sárt í gegn —
Svo ung, svo ung, er engill dauðans hjó,
Eftir skilur dýra minning þó.
Andans hárri göfgi gædd varst þú
Gáfum, dyggð, og heitri’ og sterkri trú;
Lví er von, þó svíði sorgarund
Sár og djúp á skilnaðarins stund.
Lolinmóð á þrauta sárri tíð,
Lreyttir sjúkdóms hart og langvinnt stríð.
Aðra gleðja æ þín hugsnn var,
Eins þá sorg þitt hjarta sundur skar.
Grátum ei, þó skarð sé höggvið hér,
Helgur drottins vilji skeður er.
Dauðinn slítur ekki ástarbönd
Áður tengd af drottins náðar hönd.
Látum huggast, þó að svíði sár,
(Sólin Ijómar gegn um skýja-tár);
Ei er löng til endurfunda hið,
Öðlast hjörtun þreyttu hvild og frið.
Fram til grafar fylgjum allir þér.—
Fram ei lengra stíga leyft oss er. —
Vinir, frændur, ástmenn á«tar-þökk
Inna þér með hjörtu sorgarklökk.
Vertu sæl! og sofðu vært og rótt
Svartri' í gröf, því tíminn Iíður skjótt,
Unz að rennur lífsins dagur dýr.
Dauða og sorg í líf og fögnuð snýr.
Nú þig kveðjum hinnsta sinni hér
Hryggir burt frá leiði göngum vér.
Þína gröf nú væta vina tár,
Vertu sæl! já sæl um eilíf ár!
(Vinir hinnar látnu).