Frækorn - 01.06.1904, Side 2

Frækorn - 01.06.1904, Side 2
82 FRÆKORN. En svo komst hreifing á í þá átt, að fara að elska börnin í skólanum í stað þess a5 berja þau. Margir álitu samt, að , við slíka ótóaseggi yrði að .viðhafa gömlu áð'ferðina, en eftir að búið var um tíma að tala aftur og fram um þctta, varð það öfaná, að reynt skyldi við nýja mátann. Vér drengir þektum vel, hvað um var að vera, og eg man enn í dag, hvaða ráð vét héldum fyrir vetitrinn, Tegar kaðaispottinn skyldi bannlýsást. Vér réð- um þá af að stofna til allra handanna óspekta, sem vér gætum fundið upp á. Eg man það glögt, hver hinn nýi kennari var —, það vár annars kenslu- kona —, og hún byrjaði með því að halda bæn, áður en hún fór að eiga við oss. Það höfðum vér aldrei séð áður, og það hafði þó nokkur áhrif á oss; sérstaklega fanst oss til um það, þegar hún bað um náð og styrk til þess að stjórna skólanum með kærleika. Nokkrar vikur liðu, án þess að vér sæum neitt til spottans, en þá komu nokkrar óspektir fyrir, og eg held, að það beri að skoða mig sem forgöngu- mann þeirra. Hún sagði við mig, að eg skyldi bíða eftir skólatímann, þareð hún ætlaði að tala við mig. Eg hélt að nú væri víst um það, að spottinn kæmi til sögunnar, og mér fór að vaxa hermannahugurinn. En þegar kenslutíminn var liðinn, fékk eg samt ekki að sjá neinn kaðalspotta; hún settist að eins hjá mér og sagði, að henni væri vel við mig, og að hún hefði beðið guð um náð til þess að halda uppi reglu í skólanum, eingöngu með kærleika, og að lokum sagði hún : »Og nú vildi eg biðja þig að gera mér greiða —, ef þú heldur upp á mig —, og það er, að þú gerir það fyrir mig að leitast við að vera góður drengur.c Eftir það bakaði eg henni enn óþæg- indi. Hún var búin að koma mér undir náðina. — Og það er það, sem Jesús gerir við oss. Guð er kærleikur, og hann vill fá oss alla til að elska sig aftur, hann sem elskaði oss að fyrra bragði. Hegning óguðleg'-a (J. G. Maíteson). II- »Látið hvoitveggja vaxa satpan ti 1 kornskerunnar — — — kornskerutím- inn er endir heimsins; kornskurðarmenn- 4rnir eru englarnir. f’ví eins og illgres- inu er safnað og það er brent í eldi, eins mun fara við enda veraldar\>essarar.c Matt. 13, 50. 29. 40. Guð skilur ekki að réttláta og óguðlega fyr en við enda veraldarinnar; þá rennur dómsdagur upp, og þá úttaka þeir hegningu sína. »En eftir harðúð þinni og iðrunarlausu hjarta safnar þú þér sjálfum reiði á degi reið- innar og opinberunar gaðs réttdœmis.« Róm 2, 5. »Þannig veit drottinn að hrífa hina guðhræddu úr freistingunni, en geyma til dómsdagsins hina ranglátu til hegningar,« 2 Pét. 2, 9. Reiðidagur drottins rennur upp þá er þeim sjö síð- ustu plágum verður úthellt, og endar í elddíkinu, er bræðir upp hina gömlu jörð, og sem sú nýja jörð stígur upp af. Nú höfum vér þá, með svo ljósum rökum sem heilagri ritningu, sýnt og sannað, að jörðin er sá staður, þar sem hegning óguðlegra fer Iram, og að dómsdagur er sú tíð, sem hegningunni er ákvörðuð. Vér viljum því ganga lengra og íhuga með hverjum hœtti að guð hegnir óguð- legum. £ðli hegningarinnar. Það er mjög útbreidd skoðun,að óguð- legir kveljist eilíflega og deyi aldrei. Skoðun þessi er byggð á þeirri ímyndun að maðurinn hafi ódauðlega sál. En heilög ritning sýnir berlega, að þessi ímyndun stendur á lausum grundvelli. Guðs orð talar um manninn sem óskifta veru, og sama er að segja um það, er það minn- ist á hegninguna; það segir ekki að parti af manninum verði refsað, heldur öllum manninnm. Að þetta sé rétt álykt- að viðvíkjandi fullnaðaihegningu syndar-

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.