Frækorn - 01.06.1904, Blaðsíða 6
86
FRÆKORN
hið sama, bannfæra, pína og ske,-a nið-
ur hvern þann mann eða konu, sem sýn-
ir mótþróa og þeir eru ekki hræddir um
að hefnt verði fyrir í bráð? Þriðji flokk-
urinn fetar í fótspor hins annars flokks,
sá fjórði keppir við þriðja flokkinn, og
svo koll af kolii endalaust. Og allir for-
dæma þeir hvern annan hátíðlega, lim-
lesta hvor annan grimmilega og myrða
hvor annan miskunarlaust í nafni þeirrar
meginreglu, að allir skulu hafa sömu trú
og þeir sjálfir og enga aðra.
Og þrátt fyrir þetta eru trúflokkarnir
ótal margir; og þeir, sem játast undir
eina trú, beita ofbeldi við þá sem afneíta
henni.
í fyrstu varð eg forviða á því að þetta
— svona bersýnilega fjarstætt og í sjálfu
sér bein mótsögn — skyldi ekki hafa
orðið til þess að gjöreyða allri trú. »Er
það ekki skrítið — svo eg hafi ekki
sterkara orð —,« sagði eg hvað eftir
annað við sjálfan mig, »að menn skuli
geta haldið áfram að trúa þvert ofan í
þessi býsn, og þeir skuli geta trúað
þessum ánalegu blekkingum?«
Frá almennu sjónarmiði er það bein-
línis óskiljanlegt og óræk sönnun fyrir
réttmæti þeirrar setningar heimspeking-
anna, sem nú er rlkjandi í heiminum, að
öll trú sé blekking, og alt, sem stafar
af henni, hjátrú.
Þegar eg skoðaði málið frá þessu al-
menna sjónarmiði, hlaut eg að sjálfsögðu
að komast að þeirri niðurstöðu, að allar
trúarjátningar sé mannleg blekking; en
um leið varð eg líka að stíga einu skrefi
lengra og draga þá ályktun, að blekk-
ingin, sem er svo bersýnileg hverjum
manni, er einn.itt fólgin í fjarstæðunni,
og það, að mannkynið yfirleitt og í meg-
inatriðunum lætur blekkjast þrátt fyrir
alt, það bendir einmitt ljóslega á, að á
bak við þessar blekkingar, lengst undir
yfiirborðinu, felst eitthvað, sem er eilíft,
satt og verulegt.
Þessi setning er ekki einungis afleið-
ing af vissum forhendum, heldur má
skoða hana sem eðlilega staðhæfing, er
leiðir af sjálfu sér; annars væri blekk-
ingin svo frámunalega lftilsigld og frá-
sneidd jafnvel hinum einfaldasta hugs-
unargangi, að það yrði með öllu óskilj-
anlegt, að hún gæti leitt nokkra skyn-
semi gædda veru af réttri leið.
Það eitt fyrir sig, að allir þeir sem
lifa sönnu, verulegu lífi, láta undantekn-
ingarlaust leiðast af þessari blekkingu,
neyddi mig til að viðurkenna hina afar-
miklu þýðinguþess, er hér liggur á botn-
inum, og í meðvitundinni um þessa þýð-
ingu fór eg að rannsaka þær kenningar
í hinni kristnu trú, er geta skoðast að-
alundirstaða blekkingarinnar —að minsta
kosti að svo miklu leyti sem þær hafa
haft áhrif á alla kristna menn og kon-
ur.
Af þessum rannsóknum mínum komst
eg að þeirri niðurstöðu, að svomikil fjar-
stæða sem ofbeldi eða nauðung í trúar-
efnum er alment, þá er það þó ólíkt
meiri fjarstæða, skoðað frá sjónarmiði ein-
staklingsins, sem vill lifa í veruleika og
sannleika og þarf því að eiga trú sem
skilyrði fyrír því að geta lifað.
Crúir þú upprisu framliðinna ?
»Mér finst það órýmilegt að trúa upp-
risunni*, sagði ungur maður einu sinni
við prest.
»Eg haíði líka einu sÍKni sömu hugs-
un«, sagði prestur, »þangað til eg kom
til að sá svo litlu af baunum í garðinn
minn. Er það hugsanlegt? sagði eg við
sjálfan mig, aðþessar þurru, hörðu baun-
ir geti orðið lifandi. Eg trúði samt sem
áður á upprisu þeirra, enda þótt eg sæi
ekki orsökina til þess og skildi ekki,
hvernig þær gátu farið að spíra.«
»Já, sagði ungi maðurinnn, svona get-
ur það gengið með baunirnar, en þegar
mennirnir verða grafnir í jörðu, þá verða
þeir liggjandi þar, sem þeir eru lagð-
ir.«
»Haldið þér þá, að guð beri meiri
umhyggju fyrir baununum en sínum dýr-
keyptu börnum hér í heimi?«