Frækorn - 01.06.1904, Blaðsíða 3
F R Æ K O R N.
83
innar, lýsist betur, er vér gefum gaum
að því, að þessi hegning kemur yfir
óguðlega á dómsdegi.
Pétur ér ekki þeirrar skoðunar að
óguðlegir myndu engin afdrif (endalok)
hreppa, því hann spyr: »Hvíiík munu
þá afdrif þeirra verða, sem ekki vilja
trúa guðs gleðiboðskap.« Pét. 4, 17.
og heilög ritning svarar þeirri spnrningu
með skýrum orðum.
fieir óguð/egu munu fgna lífinu.
I byrjun hvers fræðikafla viljum vér
tilgreina þýðing þeirra orða, sem fyrir
koma í heilagri ritningu, þessu efni til
skýringar.
Líf. Tilvera, lifandi ástand.
»Hver sém trúir á soninn, sá hefur
eilíft líf, en hver sem ekki hlýðnast
syninum skal ekki sjá lífið, heldur varir
guðs reiði yfirhonum.« Jóh. 3, 36. Þeim
trúuðu veitist eilíft líf, en hinir óguðlegu
hreppa ekki eilíft líf.
Þeir eru margir sem kenna, að til sé
dauði sem aldrei deyr. Það er að skilja:
hinir óguðlegu deyi að sönnu, en það
tákni það, að þeir lifi og kveljist eilíf-
lega. Þetta er þversagnarlegur orða-
leikur. Dauði, sem aldrei deyr, er eng-
inn dauði, fremur en líf sem aldrei lifir
er líf. Ef það er skynsamlegt að segja
um þá óguðlegu, að þeir muni deyja
dauða, sem aldrei deyr, þá væri allt
eins mikil skyrisemi í því að segja um
þá réttlátu, að þeir muni lifa lifi, sem
aldrei lifir. En jafn fávísar og þversögl-
islegar framsetningar finnast ekki í heil-
agri ritningu.
»Guð hefur gefið oss eilíft líf, og þetta
lff er í hans syni. Sá sem hefur soninn,
hefur lífið; sá, sem ekki hefur guðs son,
hefur ekki iífið.« 1 Jóh. 5, 11. 12. Hér
er talað um hið eilífa líf, sem hlotnast
eftir upprisuna. Þeir trúuðu öðlast ei-
líft líf þegar sonur guðs opiuberast, en
þeim óguðlegu mun ekki hlotnast lífið.
Þeir munu týna lífinu eða deyja.
Nokkrir bera fram þau andmæli gegn
þessu, að eilíft líf tákni eilífan fögnuð.
Vér játum það, að eilíft líf hafi eilífan
fögnuð í för með sér; því þegar guð
skapar nýjan himin ogj nýja jörð, finnst
þar ekkert utan gleði og fögnuður. Sorg
og mæða mun ekki framar til vera. Opinb.
21. 4. Eilíft líf hefur því að sjálfsögðu
eilífan fögnuð í för með sér. En líf og
fögnuður. eru sitt hvað. Ritningin nefn-
ir eilíft líf yfir 40 sinnum. Ef guð hefði
átt við fögnuð, þá hefði hann nefnt fögn-
uð. Hann á við líf, því nefnir hann líf.
En líf merkir: tilvera, lífhreyfing.
Eilífur fögnuður (evig glæde — gleði)
er þrisvar sinnum n;efndur á nafn í ritn-
ingunni. Es. 35, 10; 51, 11; 6r, 7.
Það, að eilíft líf er áyallt tengt við umb-
un réttlátra eftir upprisuna, er í. sjálfu.,
sér öflug sönnun fyrir því, að guð vildi
gjöra þetta svo Ijóst, að engin þyrftiað
misskilja það. Guð gefur þeim réttlátu
eilíft líf, en hinir óguðlegu geta ekki
öðlast þá gáfu. Þeir munu ekki sjá lífið,
ekki öðlast eilífatilveru, en þeir munu deyja.
»Hver sem hyggst að forða lífi sínu,
mun þú týna, en hver sem týnir því.
fyrir mína skuld, mun fá því(lífinu) borgið.«
Matt. 10, 39. Sá, sem hættir lífi sínu
í þjónustu Jesú, fær borgið lífinu, það
er að segja hinu eilífa lífi í upprisu rétt-
látra, en hver sem lætur sér minkun
þykja að Jesú orðum og afneitar honum
til þess að forða lífi sínu, mun týna því.
Hann mun deyja. »Því hver sem hygg-
ur að forða lífi sínu, mun því týna, en
hver sem týnir því fyrir mína skuld, mun
fá því borgið.« I.úk, 17, 33. Sá, sem
elskar líf sitt, mun missa það, og sá
sem hatar líf sitt í þessum heimi, mun
varðveita það til eilífs lífs.« Jóh., 12, 25.
»En þér vitið að enginn manndrápari
hefur eilífa lífið í sér varanda.« 1 Jóh.
£, 15. Sá, sem hefur ekki eilífa lífið í
sér, getur ekki heldur lifað eilíflega.
»Rannsakið ritningarnar, því í þeim
hugsið þér að þér hafið eilíft líf, og þær
eru það, sem vitna um mig. Og samt
viljið þér ekki koma til mín, svo þér
hafið lífið.« Jóh. 5, 39, 40. Margir lesa
í ritningunni, en vilja þó ekki koma til
Jesú svo að þeir læri að elska hann og
hlýða honum. Slíkir geta ekki haft lífið.
Þegar þeir rísa upp af gröf sinni, þá rísa
þeir upp til upprisu dómsins. Þeir munu
týna lífinu eða deyja.