Frækorn - 01.06.1904, Blaðsíða 4

Frækorn - 01.06.1904, Blaðsíða 4
84 FftÆKOKN. fieir uerða af lífi dæmdir. Deyja: hætta að lifa, gefa upp önd- ina, sálast. »Hver sá maður sem syndgar, hann skal deyja.c Ef sá óguðlegi fremur óguð- leika, skyldi hann lifa ? nei, >sá skal ekki lifa.« Esek. 18, 4. 13. Dauði og líf er hvort öðru gagnstætt. Þar afleið- ir, að þegar sá óguðlegi deyr, þá lifir hann ekki framar. Þetta heyrir ekki upp á það líf, sem hér er, því hér deyr jafnt sá réttláti sem hinn óguðlegi; allir hljóta að deyja í Adam. En eins og guðs réttlæti heimtar, að sá maður sem syndgar skuli deyja, þannig hefur og guðs líkn og miskunsemi sagt : »Hverfi hinn óguðlegi frá öllum sínum syndum, sem hann hefur gjört, og haldi öll mín boð- orð, og bre/ti rétt og ráðvandlega, þá skal hann lifa og ekki deyja.< 20. 21 v. í komanda heimi mun hann öðlast hið eilífa Hf og aldrei dauðann bíða fram- ar. Hér er rætt um líf og dauða. Líf fyrir þann réttláta og dauða fyrir hinn óguðlega. Þegar sá ráðvandi víkur frá sinni ráð- vendni, og fjörir rangt og deyr fyrir þá skuld, þá deyr hann — — — Og þegar sá rangláti hverfur frá s(nu ranglæti — — — þá frelsar hann líf sitt — — — fyrir þá skuld skal hann hann lifa og ekki deyja r — — — hvar fyrir viljið þér deyja, Israelsmenn? eg hefi enga vild á því, að nokkur maður dcyi; bætið því ráð yðvart og lifiðD Esek. 18, 26 — 28. 31. Hér er dauðinn altaf settur gengt lífinu. Þegar dauðinn kemur, stansar lífið. En mennirnir geta umflúið þennan dauða, ef þeir vilja bæta ráð sitt. Hér er því ekki um hinn fyrri dauða að ræða, því sá réttláti leggst hér jafnt í gröfina sem hinn óguðlegi. En þeir sem bæta ráð sitt munu lifa. Þetta verður að eins heimfært upp á hið eílífa líf, þar sem þeir geta aldrei dáið framar. Sá óguðlegi verður af Hfi dæmd- ur. »Hann skal ekki lifa.« Þetta er drottins orð, og þó fullyrða mennirnir, að óguðlegir lifi og kveljist eilíílega. Gefið guði orðið, þá viljum vér þagna. Guð hefur skipað verði yfir ísraelsmúr. En mennirnír hafa skipað miklu fleiri verði. 2 Tím. 4, 3. 4. f’essir hirðar ala sjálfa sig, en ekki hjörðina. Esek. 34, 2 Þeir drotna yfir þeim með hörku, Þeir segja við hina óguðlegu : »Þúóguð- legi maður, þú hefur sál sem aldrei deyr. Þú munt ekki dauða deyja, þú munt lifa í kvölum eilíflega. En hvað hefur drott- inn boðið vörðum sínum að kunngjöra? »Þú skalt heyra orðið af mínum munni, og vara þá við í mínu nafni. Þegar eg segi til hins óguðlega: »Þú skaít deyja« ef þú þá varar hann ekki við — hans vondu breytni, að hann megi lifa, þá skal sá óguðlegi að vísu aeyja fyrir sinna synda sakir, en hans blóðs mun eg krefja af þinni hendi. Varir þú hinn óguðlega við, og snúi hann sér þó ekki frá sínu vonda hugarfari — — — þá skal hann deyja fyrir sinna synda sakir, en þá hef- ur þú frelsað þína sál. Snúi sá ráðvandi sér burt frá sinni ráðvendni, og gjöri órétt — — — skal hann deyja. Hafir þú þá eigi varað hann við, — — — mun eg heimta blóð hans af þinni hendi. En varir þú hinn ráðvanda við syndinni og syndgi hann þá ekki, þá skal hann lifa. < Esek. 3, 17—21. Hér er lífið einn- ig sett fram sem umbun hinna réttlátu; en dauðinn er laun syndarinnar. »Þú hinn óguðlegi skalt deyja — — Snúið yður, snúið yður frá yðar vondu breytni I Hví viljið þér deyja! Þegar eg segi til þess óguðlega: »Þú skalt deyja,« og hann lætur af synd sinni, og breytir rétt og ráðvandlega — — — þá skal hann lifa og ekki deyja.« Esek. 33, 8. 11. 14. 15- V*jJ ”(oV Bibliu'íátur I. Hver er elsti maðurinn sem er nefnd- ur í biblíunni? 2, Hvenær var skorið úr þrætu með því að horfa á mynd ?

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.