Frækorn - 01.06.1904, Síða 5

Frækorn - 01.06.1904, Síða 5
FR Æ K OR N. 85 9rófessor dr. 2. M- Ö/sen. Rektor lærða skólans hefur nýskeð fengið lausn í náð frá embætti sínu og um leið hefur hann fengið prófessors nafnbót. Heilsnbilun mun hafa orðið til þess, að hann hætti við skólastjórastarfið. Prófessor, dr. B. M. Ólsen, er þektur sem einkar vandaður maður og ágætis kennari. Einhver allra helzti vísinda- maður landsins mun hann vera. Er vonandi og óskandi, að hann, eftir að hafa losnað við hina mæðulegu skóla- stjórastöðu, fái aftur krafta til þess að geta gefið sig framvegis af alhuga við þeim vísindum, sem honum eru svo kær, og vafalaust getur slíkt starf hans orðið landi og lýð til stórmikils gagns. Páfadæmíð. Greinarnar, sem að undanförnu hafa birst hér í blaðinu undir þessari fyric- sögn, eru lauslega þýdd úr sænska tíma- ritinu »Tidens Tecken.« Crú og trúarfre/si. (Úr «alvarlegnm hugleiðingura um ríki og kirkju" eftir Leo Tolstoj). Trú, trúarbrögð, er hinn huldi tilgang- ur lífsins, hin innri |)ýðing, sem felst undir yfiirbörðinu, fyllir lífið krafti og þoli og ákveður stefnu þess. Hver lifandi einstaklingur uppgötvar þessa þýðingu fyrir sjálfan sig, enda er hún, þegar öll kuil koma til grafar, sá grundvöllur, er líf hans hvílir á; en heppnist honum ekki að finna hann, deyr hann. Reynsla og starf alls mannkynsins um allan aldur, og árangurinn af því, er öft- ugur leiðarvísir fyrir manninn, þi er hann leitar að því, sem mest er um vert; þetta sífelda starf og árangur þess hefur mönnum komið saman um að kalla opin- berun. -Með opinberun er þá átt við það sem hjálpar manninum í tilraunum hans til að komast að hinni dýpri þýðingu lífs- ins; með hcnni er einnig ákveðin afstaða manns við trú. En úr því þessu er nú þannig varið, hvað getur þá verið fullkomnari og aug- ljósari fjarstæða en það, þegar fjölmenn- ur flokkur eða stétt manna, sem meinar alt vel, setja himin og jörð f hreyfingu til þess að geta neytt náungann til að nota að eins eina vissa tegund af opin- berun; þegar þessi fluga verður svo föst og ríkjandi í heilabúi manna, að hún lætur þeim enga stundlega ró, fyr en hún hefur fengið sínu framgengt, fyr en þeir með sinni ástúðlegu umhyggjusemi fyrir náunganum hafa kúgað hann til að viðurkenna þetta eina vissa form, sem þeir vilja hafa, og það óbreytt, án þess nokkru sé haggað; í stuttu máli — þeir fordæma, limlesta og skera niður alla þá sem annarar trúar eru, og þeir á þann hátt geta losnað við, án þess að þeim sé hengt fyrir. Getur nú nokkuð veríð óskiljanlegra en sú sögulega staðreynd, að sá flokkur manna, sem þannig hefur verið píndur, ofsöttur og hrjáður til dauða, skuli, þá er hann fær færi á því, gera öldungis

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.