Frækorn - 01.06.1904, Qupperneq 7

Frækorn - 01.06.1904, Qupperneq 7
FRÆ KO RN. 87 Einn áheyrandi. Hinn nafnfrægi prédikari dr. Beecher segir eftirfarandi sögu frá fyrstu prédikara árum sínum. Einu sinni bað einn embættisbróðir hans hann að prédika einn sunnudag fyrir sig í kirkju sinni. Sóknin, sem kirkjan stóð í, var mjög strjálbygð. Þetta var um hávetur, og mikill snjór var á jörðu, svo Beecherá'ti mjög erfitt með að kom- ast áfram. Þegar hann loksins hálfupp- gefinn náði til kirkjunnar, þá var þar ekki einn einasti maður sjáanlegur. Beech- er gekk inn og settist niður. Nokkru seinna kom að eins einn maður og tók sér sæti á einum bekknum. Þegar hinn ákveðni tími var kominn og guðsþjón- ustan skildi byrja, steig Beecher í stól- inn og flutti ræðuna. Er hann hafði lokið henni, yfirgaf þessi eini áheyrandi kirkjuna, og B. varð þarna eftir aleinn. Tuttugu árurr síðar var Beecher á ferð í Ohio. Mætti hann þá eitt sinn manni, er heilsaði upp á hann með nafni. »Mun- ið þér ekki eftir, að þér einu sinni fyrir tuttugu árum fluttuð ræðu þar sem að- eins einn áheyrandi var?« sagði hinn ókunni maður. »Jú«, sagði Beecher og tók í hönd hinum ókunna manni, »það man eg, og ef þér eruð maðurinn, þá verð eg að segja, að eg hefi einlægt óskað eftir að sjá yður aftur.« »Eg er hinn sami maður, ræða yðar frelsaði sálu mtna, og gerði mig að þjóni drottins, og hér skammt á braut er kirkja mín. Þeir, sem hafa séð að sér við prédikanir yðar eru dreyfðir um alt Ohio fylki.« -o<3sg)—(D'fy> Stökur i. Öll þú græðir mannleg mein mildi guð, ef til þín kvökum, öllu næg er náðin ein nær vér biðjum, stríðum, vökum; send mér kraft af kærleik þínum, Krists fyrir pín, í veikleik mínum. II. Andinn svífur úr sorganna djúpi, svölun þráir frá englanna heim, af sér varpar eymdanna hjúpi, augað mænir í ljósanna geim, þars liljan vonar í litfögrum teigi ljómar sem upprunnin morgunsól ný :,:þyrnana brýtur á þrautanna vegi, þróar hún gleðina lijartanu í. :,: III. Ljómandi gef mér Ijósiá þitt lifandi guð, af krafti þín; helgi það sál og hjartað mitt heilaga fyrir Jesú pín. loftur JCákOnarson. Sóði Jesú tið mér Ijéðu. Qóði Jesú lið mér ljáðu, leið mig gegnum sorg og neyð, helgri trú í hjartað sáðu, hugga mig í bitrum deyð; helgan fær mér fögnuð þinn fríðarblíði gjafarinn; veit mér þín í fótspor feta, frelsið sanna höndlað geta. Styrk þú mig í stríði nauða, styð þú mig á lífsins braut, fyrir blessað blóð þitt rauða bæg þú frá mér hverri þraut. Láttu náðar Ijósið þitt lýsa inn í hjarta mitt, burt svo víki böl og mæða; blóðið þitt lát sár mín græða. fiorst. Jinnbogason. -----ocfp'#®------

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.