Frækorn - 01.06.1904, Side 8

Frækorn - 01.06.1904, Side 8
.88 PFRÆKORN, Breyttu samboðið náðarboðskaprtum. Ungur verkamaður nokkur, sem lifði mjög grandvöru lífi, varð oft að sæta haði og fyrir- litningu af samverkamönnum sínum; þoldi hann þetta samt sem áður með stakri hógværð og kristilegri þolinmæði. Einn morgun var það, er þeir höfðu hætt hann og veitt honum mörg sáryrði, að hann vék sér að þeim og sagði við þá: „Vinir mínir, segið mér eitt; er eitthvað það í fari mínti, sem er ósamboðið kristnum manni ? Ef svo er, þá segið mér það hreinskilnisiega, og þá ætla eg að ykkur ásjá- andi að falla fram og biðja guð um fyrirgefn- ingu og náð og styrk til að afleggja það." En enginn þeirra, sem hæddu hann, sagði nokkuð, þeir höfðu ekkert út á hann að setja. Sumir af félögum hans, er voru betur hugs- andi, reyndu að líkjast honum, og neyddu þá upp frá þessum degi, sem höfðu mest hætt hann, til þess að hætta, þareð þeir höfðu ekk- ert út á hann að setja. Því er það gott, þeg- ar kristinn maður gefur óvinum Krists enga orsök til að hæðast að sér. Smán þeirra verð- ur þá reynsla, sem kristinn maður verður að bera til heiðurs fyrir Krists nafns sakir. F>að er öðru máli að gegna, þegar hann veldur sjálfur þeirri smán, þá verður hann að líða fyrir sínar eigin syndir og verður að taka háði og fyrirlitning manna, sem aga frá drotni. Kaupendur í Reykjavík, sem hafa skift um verustað nú um kross- messu, eru ámintir um að tilkynna afgreiðslu „Frækorna, hvar þeir eru niðurkomnir. Vegna vanrækslu á þessu var eigi hægt að bera blaðið 15. þ. m. (V, 9-10) til ýmsra. Afgreiðsla og prentsmiðja blaðsins er í Þing- holtsstræti 23, Rvík. Sögur og smávegis um og eftir D. L. Moody, sem vér byrjum á í þessu tölublaði, vonumst vér til að verði lesnar með ánægju. Það er stórt safn af einkar-góðum og skemtilegum smásög- um út af lífi hins heimsfræga ræðuskörungs. Menn spyrja oft, hvort sögurnar séu s a n n a r. Það eru þessar sögur allar. Skyldi einhver skilvís kaupandi ekki hafa fengið hann, er hann beðinn að segja til sín. Upplatr „Frækorna" er nú 2500. Oss langar til að hafa 3,000 kaupendur fyrir árslok. Viljið þér ekki útvega einn nýjan kaupanda? Xú er nýkomin út Handbók fyrir hvern mann Margoíslegur fróðleik- ur, sem dagtega geturað haldi komið. — 2. útgáfa aukin. Hún er margra króna virði, en kostar þó aðeins 25 aura, svo ao allir geti eíg’nast hana. Sagan Ó/i sendist eða afhendist til þeirra kaup- enda »Fræk«., sem skuldlausir eru fyrir IV. ár eða hafa borgað fyrir 1904. Ef einhverjir af slíkum kaupendum fá eigi söguna nú, þá eru þeir beðnir að segja til sín. Utsölumenn láti eigi söguna úti nema til þeirra, sem hafa borgað. Útg. Undirritaður útg. »Frækorna« verður nokkrar vikur erlendis, frá 20. þ. m. að telja. Herra Jón Helgason prentari sér um útkomu blaðsins á meðan. Hann veitir líka prentsmiðju minni forstöðu í fjærveru minni- Reykjavík I3,maí 1904. D. Östlund. j uglýsing. Eins og”að undanförnu tek eg að mér að spengja allskonar leirílát. Bókhlöðustíg, Reykjavík 1 3. maí 1904 Jóhannes Öddsson. Prentsmiðja „Frækorna",

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.