Frækorn - 30.04.1905, Blaðsíða 2

Frækorn - 30.04.1905, Blaðsíða 2
70 FRÆKORN önnur suðlægu ríki til þess að leggja þau undir sig. Seinasta styrjöldin á að verða í Ísraelsríki á fjöllum ísra- els. Að lokum munu öll ríki verald- ar taka þátt í ófrið þessum. Sjá Es. 38, 1-9. 15-18,; 39, 1-4; Jer. 25, 26; Dan. 11, 44. Stórfeldar orustur munu háðar verða á ýmsum stöðum, svo sem t. d. í »Jósafatsdalnum«/ nálægt Jerúsalem, »Harmageddon« og á ífjöllum Israels«. Sjá Jóel 3, 14 — 19. Opinb. lö, 12—16. Síðasta stór- orustan mun verða á degi reiðinnar undir hinni sjöttu og sjöundu plágu. Jer. 25, 15, 16; 26, 29-33; Es. 38, 18-23; Opinb. 16, 12-21. Að Rússar sjálfir um lengri tíma hafa trúað því, að þeir hefðu heimild til, já, jafnvel, að guð hefði ákveðið þá til að leggja undir sig önnur ríki og drotna sjálfir yfir þeim, sést af ráðstöfunum Péturs 1., en það, sem hér fylgir á eftir, er þýðing á þeim: Ráðstafarrir Péturs I. Vér Pétur I., keisari og einvaldi allra Rússa í nafni hinnar heilögu og óskiftu þenningar, til allra eftirkomenda vorra og eftirmanna á veldisstólnum og í stjórn hinnar rússnesku þjóðar. Hinn almáttugi guð, sem vér eigum að þakka tilveru vora ogvald.hefirsífelt upplýst ossog veitt osssinn guðlega styrk, og leyfir það oss að álíta hina rússnesku þjóð svo sem til þess kjörna að drotna yfir Norðurálfunnni á ókomnum tímum. Ég byggi þessa hugsun á þeirri stað- reynd, að flestar þjóðir Norðurálfunnar eru hnignar að aldri og komnar fótum fratn eða að minsta kosti nálgast ástand það hröðum fetum. Af þessu leiðir, að þjóð, sem er ung, hlýtur óhjákvæmilega að sigrast á þeim, þegar hún hefir fengið fulla krafta og þroska. Ég álít þessa framtíðarinnar rás í vestur og austurlönd að norðan sem tímabundna hreif- ingu og að hún sé fyrirfram ákveðin af hinni sömu forsjón, sem einnig endurfæddi Rómverja tneð innstreymi útlendinga. Þessi útílutningur þjóða frá norðlægu löndunum er eins ogNílar- flóðið, sem á ákveðnum tíina veitir hinu skrælnaða Egyptalandi áburð með leðjunni, er það færir með sér. Eg fann Rússland sem læk; eg skil viðþað sem fljót; eftirmenn munu gjöra það að hafi, sem er kjörið til þess að veita hinni sárpíndu Norðurálfu vökva. Oldur þess munu brjóta allar þær víggirðingar, sem veikar hendur byggja gegn því, ef eftirmenn mínir kunna að stjórna rás þess. Til þess að gera þá færa um það, eftirlæt eg þeim upp- lýsingar þær, er hér fylgja á eftir, sem eg mæli með, og skulu þeir ávalt hafa þær í huga og breyta eftir þeim, svo sem Móse bauð Gyð- inguin að breyta eftir boðum lögmálsins. I. Látið rússnesku þjóðina sífelt eiga í ófriði, svo að liðsmennirnir æfist og séu í vfgahug- Gjörið vopnahlé að eins til þess að bæta fjár- hag ríkisins, laga herflokkana, svo að hægt sé að velja hagkvæma stund til áhlaups. Látið þannig friðinn þjóna ófriðinum og ófriðinn friðinum, til þess að efla velmegun og vald Rússlands. II. Notið cll tnöguleg ráð til þess að kalla hingað hershöfðingja á ófriðartímum og vís- indamenn á friðartímum frá öllum hinum mentuðu þjóðum Norðurálfunnar, þannig að rússnesku þjóðinni megi að gagni koma yfir- burðir annara þjóða, án þess að hún missi sína. III. Takið ávalt, er kostur er, þátt í atburðum þeim og flokkadráttum, er gjörast í Norðurálf- unni, sérstaklega á Þýzkalandi, því það liggur næst og er því beinasta áhugaefnið, IV. Sundrið Póllandi með því að stuðlaað óeyrð- utn og borgarastyrjöld. Leitist við að gera yður háaðalinn fylgispakan með gulli. L.eitist við að ltafa áhrif á landsdaginn til þess að geta skorið úr því hverja konungarnir skulu velja. Sjáið svo um, að áhangendur Rússlands verði valdir. Verið þeim skjól og skjöldur og komið þvt til leiðar, að settir séu rússneskir herir á Póllandi, uns tækifærið býðst til þess að ná landinu fyrir fult og alt. Ef nágranna- þjóðirnar eru því mótfallnar, þá friðið þær í b.áðina með því að hluta sundur landið. Riftið því síðan smátt og smátt aftur, er gjört hefir verið.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.