Frækorn - 30.04.1905, Blaðsíða 4

Frækorn - 30.04.1905, Blaðsíða 4
72 FRÆKORN landi annarsvegar, og um leið á Fýzkalandi, hinsvegar, en þegar þessi tvö lönd eru unnin mun verða auðvelt þð kúga það, sem eftir er af Norðurálfu, fyrirstöðulaust. XIV. Þannig má og á að undiroka Norðurálfu. Pétur I. Samkvæmt þessum ráðstöfunum fer auðvelt að sjá, hve rnig á því stóð, að Rússland lenti í stríði við Japana, og um leið leitaðist við að kenna þeim um ófriðinn. Pegar menn í ljósi spádómanna virða þessar ráðstafanir fyrir sér, og að atferli Rússa síðastliðna öld hefir verið í samræmi við þær, þá er auð- sætt, hvernig orð guðs rætast, og að sá tími nálgast, að öll ríki veraldar- innar lenda í hinum síðasta mikla alheimsófriði, og þá kemur endirinn. Guð hjálpi öllum þeim, sem elska hann, til þess að skilja og gefa gaum að táknum tímanna og búa sig undir hina dýrðlegu opinberun Jesú. Ó. A. J. SUMAR. Blessað sumar, bezta hag berðu’ í skauti þinu! Kom þú sœlt með sólar-dag, svífðu að hjarta minu! — Kom þú sœit með fjör og frið, —frelsið láttu vinna! — Hrifðu alt með unaðsklíð, ástar róma þinna! Leystu, brœddu’ úr klaka-klóm, kulnað félagsbandið! Veittu, að fögur vaxi blóm, vermdu kalda landið! Veittu gleði, varna hrygð, veit oss frelsið góða! Veit að hjá oss vaxi dygð, veit oss sálar-gróða! Veittu öllu veiku mátt, vœgðu sorg og pínu! Láttu skína Ijósið dátt, lýstu hjaria minu! Jens Sœmundsson. „Áframhald umræðanna.“ Þér óskið, hr ritstj. »Fj.“, að „halda áfram umræðunum" um spíritismann, sem byrjað var á í „Frækornum" síðasta tbl. Fað er velkomið. En fyrst mætti eg biðja yðar bónar, hr. ritstj.: Viljið þér ekki sýna mér og öllum þeim, sem „híýða á" umrœður okkar, þá góðvild að fara rétt með það, eregsegi í „Frœkorn- Uiil“? Þér hafið sem sé ekki gerl það. Bæði þér og allir aðrir læsir menn geta sannfærst um, að þér hafið farið rangt með það. Eg skal sanna það. Eg sagði: „t’ví fer svo fjarri, að ritningin með kenn- 'ngum og dæmum styðji hinar andatrúarlegu vitranir og utngengni við anda heldur bannar hún þær harðlega.« Þessu til sönnunar vitn- aði eg í marga staði bæði í gamla og nýja testamentinu. En þ^r hermið orð mín þannig : „Hann (D. Ö.) heldur því fram, að ekki megi leita frétta af framliðnum, af því að það sé bannað í Móse lögum.« Fér leggið mér nér setning í munn, sem eg aldrei hef viðhaft. Enn fremur: í næst síðasta tbl. i.Fjallkonunnar« fóruð þér að segja, að Mósebækurnar bönnuðu blóð- mörsát, en menn skeyttu því ekki, því væri ekkert að marka skipanir þeirra gegn viðtali við framliðna. Eg bendi yður á, að þetta er jafnrangt eins og orð yðar um myndagerðina. Eg sagði yð- ur í »F'ræk.« VI, bls. 59 : »Um blóðát. Að lítilsvirða þá skipun vegna þess, að hún sé til í Mósebókunum, nær engri átt; þvf að í nýja testamentinu (Post. 15. kap.) er hún svo greinillega endurtekin, sem framast má verða, og meira að segja skýrt tekið fram, að hún gildi líka fyrir þá, sem frá heiðni snúast til guðs.« Herra E. H.! Hvernig farið þér nú með jafn skýr og sönn orð ? Þér segið í >F'jk.«: »Hr. D. Ö. . . . telur það syndsamlegt að eta blóðmör, af þvi að það er bannað í Móse lögum.« Fér hafið hér endaskifti á sannleikanum, og það verður yður aldrei til gildis talið. Og sé slík aðferð runnin af spíritismatrú yðar, verður aðferðin heldur ekki henni til með- mælingar. Svo komum við að athugun yðar á Móse lögum. Eg vona, að yður og öllum öðrum mönnum skiljist það, að eg hef aldrei haldið fram og held heldur ekki nú fram, að hvert fyrirmæli Móse laga hafi gildi fyrir oss kristna menn.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.