Frækorn - 30.04.1905, Blaðsíða 7

Frækorn - 30.04.1905, Blaðsíða 7
FRÆKORN 75 Jesú, og eftirskildi vinum sítium vissa von um að mæta honnm í upprisu réttlátra. Mðrg ár eru liðin síðan. Ekkert er eftir af heimili Sullivans og konu hans. Þau hvíla bæði í sama kirkjugarðinum, og þar liggur Corcoochee einnig grafinn; en afkomendur þeirra búa enn í sama héraði. Oft segir gamli gráhærði afinn barnabörnum sínum þessa litlu sðgu, meðan þau sitja undir hinum hreyknu linditrjám, sem breiða skugga yfir grafir hinna burtsofnuðu, sem hanu er að tala um. Og sá lærdómur, sem hann með því úthlutar sínum ungu tilheyrendum, er lærdóm- ur, sem allir ættu að muna og rækja, nefndega þann, að „alt, sem þér víljið að mennirnir geri yður, það skuluð þér og þeim gera." GULLSANDUR. — Áhyggjur vorar eigum vér að bera sjálfir, en gleðinni eigum vér að miðla öðrum. — Sá sem er dygðugur, er vitur; sá sem er vitur, er góður. og sá, sem er góður, er hamingjusamur. — Gleðin lengir lifdagana. Vér verð- um að bœla niður ilt skap, þvi það er sá óvinur, er eyðileggur bœði sál og likama. — Kœrleikurinn er sá höfuðstóll, sem vex því meir, sem af honum er eytt; en rýrnar, ef maður miðlar engum afhonum. — Gef ei tungu þinni svo mikið frjálsrœði, að hún gjöri þig sjálfan að þrœli. — Góð samvizka er hið sama fyrir sálina, sem heilbrigðin er fyrir likamann. — Aðfindni og hegning eiga að spretta af elsku. — Ekkert orð, talað fyrir sannleikann, og engin heilög hugsun er ávaxtarlaus. S. S. þýddi. <Ojj)—©sOC> Auglýsinga-Kuðlast. Það væri æskilegt, að sumir blaðstjórar gættu sóma síns betur en þeir gera í því að flytja auglýsingar þar sem guðs nafn er lagt við hégóma á svo svívirðilegan hátt, að þjóðar- skömm sé að láta slíkt afskiftataust. Einn brennivínssaiinn er stöðugt að auglýsa vörur sínar — ekki betri en þær eru - og setur nú einlægt guðs nafn í sambandi við þær. Brennivínsauglýsingar eru stórhneyksli, þótt þær séu óbreyttar, en þegar guðiast á að Vera fylgja þessarar óvættar, þá ætti að gera hana blaðræka. Nú nýskeð hefir einn úrsahnn hér í bæ farið að breyta að dætni brennivínssal- ans, lagt nafn drottins við sinn hégóma. Rit- stj, »Reykjavíkur« er brotlegastur í þessu efni. Hann ætti að minnast þess, að hann emu sinni afneitaði »Bachus« og öllu hans athæfi, og að hann enn vill vera guðstrúarmaður. Afsökun er ekki til fyrir slíka aðferð. Bækur og rit. Lýgi eftir Bjarna Jónsson. Alþýðufyrirlestur. Rvik 1905. Guðm. Gamalíelsson gaf út. „Lyga-kver" þetta inniheldur talsvert mikið af sannleika, er víða skarplega hugsað og skemtilegt. Það er heimspekileg skilgreining á hugtaki lyginnar. Eitt vantar tilfinnanlega í framsetningu höf., en það er hin kristiíega hlið sannsöglinnar í mótsetningu við lygina. En slíkt átti höfundurinn ekki hægt með, þar sem hann er ekki kristinn maður sjalfur. Skírnir. Tíniarit hins ísl. bókmentafélags. Ritsj. Guðm. Finnbogason. Það eru aUar líktir til þess, að þetta tíma- rit verði vinsælt meðal alþýðu. Það hefirþann mikla kost að vera fjölbreytilegt og skenitilegt að efninu til og frágangurinn er allgóður. Níð „Reykjavíkur" utn prenlun á l.heftinu er órétt- látt að flestu leyti. Samanburðurinn á mynda- prentun í hefti þessu og á roynduntim í „Nýja Islandi", sem út kom famtímis, er ekki sann- gjarn vegna þess, að 1) er pappírinn margfalt betri í myndunum í því blaði en í Skírni, 2) myndirnar í „Nýja ísi." eru beturgerðar og því hægara að prenta þær og loks 3) er ávalt erfiðara að prenta myndir og lesinál, á sömu pappírsörk, eins og í Skírni; í „N ísl." voru myndirnar prentaðar á lausum blöðum sér. Prentsmiðjan „Gutenberg" prentar mjög vel, en það geta fleiri prentsmiðjur gert og gera. Sannmælis eiga allir heimtingu á að njóta. Ekki frá mér. Verið er að selja um bæinn rit, sem heitir „Hættulegur leikur" eftir A. Conan Doyle. Efst á titilblaðinu erprentað: „Anda- trú", og vtð söluna er Iátið í veðri vaka, að ritið sé frá mér, gefið út af mér, o. s. frv. Eg skal geta þess, að eg hef ekkert að gera með útgáfu þessa bæklings. D. Ostlund, * (DsOC> • (D^’OO

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.