Frækorn - 30.04.1905, Blaðsíða 6

Frækorn - 30.04.1905, Blaðsíða 6
74 FRÆKORN hefnd Indíánans. Niöurl. Dagsbrún var ekki runnin í austri, þegar Indíáninn vakti Sullivan, og eftir að hann hafði tekið sér morgunverð, héldu þeir seni leið lá til nýlendu hvítu mannanna. Indíán- inn gekk fyrir og skundaði með flýti gegnum skógana, sem enn voru dimmir, með örugg- leik, sem sýndi, að honum voru þær slóðir vel kunnar. Þar eð hann fór skemstu leið, án óttafyrir að villast, þareð hann fór eftir vissum teiknum og merkjum, sem engin, nema hinir elztu og reyndustu veiðimenn þektu.urðu þeir miklu fljótari gegnum skóginn, en Sullivan hafði verið, og áður sól var hnigin að fjalla- baki, stóð Sullivan en þá einu sinni þar, sem hann gat séð hið elskaða heimili sitt, sem lá kyrt og friðsamlegt, og þegar hann sá þessa fögru sýn, gat hann ekki á séf setið að hrópa upp af gleði; og um leið og hann snéri sér að Indíánanum, jós hann yfir hann sínu inni- legasta hjartans þakklæti fyrir þá velvild, sem hann hafði sýnt honum. Hermaðurinn, sem enn þá hafði ekki látið Sullivan sjá í andlit sér, nema í hinu dimma Wigvamsijósi sínu, snéri sér nú að honum, og þegar sólarljósið féll á andlit hans, sá Sull- ivan sér til undrunar, að það var sami Indí- áninn, sem hann fyrir fimm mánuðum hafði svo grimdarlega rekið frá sér og synjað um hjálp. Það stóð eitthvað virðuglegt, en þó mildilcga ásakandi afmálað í andliti hans, um leið og hann vírti hinn auðmýkta Sullivan fyrir sér; en rödd hans var mild og hæg, þegar hann sagði: „Fyrir fimm mánuðum, þegar eg var hungraður og þreyttur, kallaðir þú mig „Indí- ánahund" og rakst mig frá dyrum þínum. Eg hetði getað hefnt mín í kvöid; en hvíta dúfan gaf mér mat, og hennar vegna hef eg þyrmt maka hennar. Corcoochee býður þér að fara heim, og þegar þú hér eftir sérð rauðan mann þarfnast hjálpar, þá breyttu við hann eins og eg hef breytt við þig. Vertu sæll." Hann veifaði hendinni til þsss að kveðja hann og sneri sér við til þess að fara, en Sullivan hljóp til hans og bað hann svo inni- lega að koma með sér til sönnunar því, að hann í raun og veru hefði fyrirgefið sér hina illu breytni gagnvart honum, að Indíáninn loks- ins lét undan, og hinn auðmýkti bóndi fór með hann heim að húsi sínu. Kona hans varð eigi lítið hissa á því, að hann kom svo fljótt heim aftur; og þegar hún heyrði frásögnina um frelsun hans og um vingjarnleik rauða mannsins við hann, gat hún naumast fundið orð til þess að lýsa þakklæti sínu gagnvart hinum göfuglynda Indiana, sem þannig hafði endurgoldið vingjarnleik hennar og fyrirgefið manni hennar móðgun þá, sem hann hafði jramin gegn honum. Corcoochee var ekki að- eins skoðaður sem kærkominn gestur, heldur sem kær bróðir, og það varð hamr líka með tímanum. Eftir það heimsótti hann oftlega heimili Sullivans, sem einusinni var grófgert og óbrotið. En Sullivan var orðinn annar mað- ur. Hin notadrjúga kensla, sem hinn óment- aði Indíáni hafði veitt honum, hafði ekki verið árangurslaus. Hún veitti honum ráð til þess að þekkja syndír sínar, og hversu mikið hann vantaði til þess að uppfylla skyldurnar við meðbræður sína. Fyrir áhrif heilags anda fór hann að finna þörf sína á Krists friðþægjandi blóði, og áður margir mánuðir voru liðnir, lögðu Mary Sullivan og maður hennar fram fullnægjandi sönnun fyrir þvi, að þau væru komin frá dauðanum til lífsins. Vingjarnleiki Corcoochee var honum hundraðfaldlega end- urgoldinn. Langur tími leið, áður en vart varð við nokkura sinnisbreytingu hjá honum; en drotni þóknaðist að lokum að blessa hina óþreytandi elju hvítu vinanna hans fyrir sálu- hjálp lians og að svara bæn trúarinnar. Þessi Indíáni var sá fyrsti innfæddi, sem var skírður af ameríska trúboðanum, er nokkrum árum síðar kom til trúboðastöðvarinnar, sem lá að- eins nokkurar mílur frá heimili Sullivans. Eftir að hafa notið kenslu um langan tíma og tekið próf, fór þessi hermaður, sem áður hafði bor- ið ófrlðaröxina gegn bæði hvítum mönnum og rauðum, alt öðrum vopnum búinn, nefnilega „sverði andans, sem er guðs orð," til þess að kynna löndum sínum „gleðiboðskapinn," „að Kristurkorn í heiminn til þess að gjöra synd- arana sæla." Hann sagði þeim, að „hver, sem á hann trúir, skal ekki fyrirfarast, heldur hafa eilíft líf," hvort heldúr þeir eru Gyðingar eði heið- ingjar, þrælar eða frjálsir, hvítir eða rauðir; því „vér erum allir eitt í Kristi." I mörg ár starfaði hann þantiig, unz hann útslitinn af elli kom aftur heim til hvítu vinanna sinna, þar sem hann, nokkurum mánuðum síðar sofnaði í

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.