Frækorn - 31.05.1905, Page 2

Frækorn - 31.05.1905, Page 2
86 FRÆKORN guð: Á eg að fara á eftir Filisteum? Muntu gefa þá í ísraels hönd ? En guð svaraði honum ekki á þeim degi. (1. Sam. 14, 37.) Eða svo, að hann sendir þeim, sem spyr, ógæfu eða hegningu, í stað þess að svara sem hér: »Ef einhver af ísraelsmönnum . . . gjörist mér ) fráhverfur og snýr huga sínum til skurðgoða og hefir augun á fótakefl- inu, sem verður honum til hrösunar, en gengur svo ti! spámannsins til að spyrja mig fyrir hans milligöngu, hon- um skal eg, drottinn, gefa maklegt svar frá mér sjálfum. Eg skal líta til þess marms með reiðisvip og eyði- | leggja hann« (Ez. 14, 7 8). Ellegar svo, að drottinn birtir spyrj- andanurn beinlínis syndina, sem hann hefir gleymt, í stað þess að svara, eins og frá er sagt í spádómsbók Ezekíels 20, 1—4: Nokkrir af helztu höíðingjum ísraelsmanna komu til að spyrja drottin, en hann svaraði fyrir munn spámannsins: Svo sannarlega sem eg lifi, vil eg ekki láta yður spyrja mig. Leið þeim fyrir sjónir svívirðingar forfeðra sinna.« Ef vér því ekki játum syndir vorar ! í allri einlægni, heldur dyljum eina ’ eða aðra synd, þá getum vér, ef vér j spyrjum um vilja guðs, ekki búist j við öðru svari en þögn eða hirtingu eða því, sem veki hjá oss samvizkubit. Einlægni vor í samlífi voru við drott- ! in verður líka að koma fram í því að vér drögum engar dulur á trú vora fyrir öðrum mönnum. Drottinn lofar Abraham að leyna hann engu, en gjörir það að skilyrði, að Abraham leyni ekki »vegum drott- ins fyrir börnum sínum og heimili sínu « Skýlaus játning og heilagt vandlæti fyrir mönnum hefir það í för með sér, að drottinn er fús til að láta oss vita, »hvað hann gjörir« Murrum það! Loks verður einlægnin í trúarlífinu að koma franr í því, að vér séum fullkomlega fúsir til að gjöra guðs vilja í hverju efni. Rað er ástæða til að rannsaka ná- kvæmlega, hvort vér erum fúsir til þess í raun og veru eða ekki. Pví að í því efni getum vér hæglega dregið sjálfa oss á tálar. En drott- inn getum vér ekki blekt. »Eg þekki hugrenningar yðar« (Es. 11, 5). Sá, sem er fullkomlega fús, segir: »Drottinn! hvað vilt þú, að eg skuli gjöra? (Post. g. 9, 6); hann hefir »hina réttu vegi sér í hjarta« en ekki aðeins í ímyndun sinni eða á vörunum (Sálm. 84, 5). Hann iðkar þessa játn- ingu: Sjá, hér em eg, gjöri drottinn við mig, það sem honum gott þykir« (2. Sam. 15, 26), og hann er íús að þjóna drotni með hjartans gleði og unaðsemd (5. Mós. 28, 47). En saman við þenna fulla, hjartan- lega fúsleika geta vorar holdlegu ósk- ir svo oft hæglega blandast. Vér getum viljað það, sem guð vill, eins og sá, sem ekki vill það, eins og sá konungur Júdaríkis, sem sgjörði það sem rétt var í augsýn drottins, þó ekki af öllu hjarta* (2. Kron. 25, 2). Pessi orð eru vel fallin til að prófa sjálfan sig eftir. Pau sýna fúsleikann í baráttu við einráða girnd hins hold- lega hjarta. Fullkomin einlægni verð- ur altaf að koma fram eins og full- kominn fúsleiki, því það getur aldrei verið einlægni, að spyrja drottin um vilja hans, hvað vér skulum gjöra, ef vér erum ekki samtímis fyllilega fúsir á að gjöra það, enda þótt vilji hans yrði gagnstæðúr vorum vilja.

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.