Frækorn - 31.05.1905, Page 3

Frækorn - 31.05.1905, Page 3
FRÆKORN 87 En með þessu er náttúrlega ekki sagt, að vilji drottins neiti oss altaf um það, sem vér sjálfir æskjum oss. Davíð segir: »Mun guð eigi veita mér alt mitt hjálpræði og alla mína eftirlangan? (2. Sam. 23, 5). Davíð var viss um, að drottinn myndi líka veita sér eftirlanganir sínar í mörg- um greinum, ef hann aðeins leitaði hjálpræðis sálar sinnar í allri ráð- vendni, og léti sig það meira varða en sínar eigin eftirlanganir. Og Davíð segir á öðrum stað: Drottinn gjörir það, sem þeir guðhræddu girnast* (Sálm. 145, 19). Rað var kjarninn úr reynslu Davíðs í þessari grein, að því gagnteknari, sem hann væri af einföldum guðs ótta, því meira gæti drottinn farið að óskum hans, bæði af því, að guðs óttinn gjörði óskir hans hreinni, og af því, að drott- inn þyrði að trúa honum fyrir upp- fyllingu því tleiri óska, sem guðsótti hans yrði innilegri; því að uppfylling óskanna gjörir ekki hjarta hins guð- hrædda örugt í jarðneskum efnum, heldur vekur hún guðrækilega þakk- argjörð. Vér skulum því ekki eins og óvita börn halda dauðahaldi í ósk- ir vorar með ofríki og valdi, því það kemur margsinnis í Ijós, að vér er- um því ekki vaxnir, að þær sé upp- fyltar. Vér skulum ekki vera eins og ungu beykitrén, sem halda visnu blöð- unum allan veturinn út, rétt eins og þau þori ekki að sleppa þeim og láta þau falla; vér ættum heldur að vera eins og gömlu beykitrén, sem láta visnu blöðin falla ofur-rólega í vissri von um, að lauffallið sé altaf undanfari laufkomunnar. Rað er þá fyrst, er lauf vorra eigin eftirlangana eru fallin, að guð getur að fullu lát- ið alt vort hjálpræði og alla vora eft- irlöngun spretta út eins og blóm úr knappi! Ress vegna eigum vér að leggja allar vorar óskir með djörfung undir vilja guðs og eins og Esra búa hjarta vort undir að leita að lögmáli drottins (Esra 7, 10). Frh. isjárverðar „tilraunir“. Úr bók Áhréns; »Andatrúin og andaheimurinn. Andatrúarmiðill nokkur, frú E. d’E- spérance, talar sjálf, í bók, sem nefnist ♦ Skuggornas land (bls. 115—117) um eitt skifti, þar sem guðhrædd, aldur- hnígin kona hindraði með návist sinni í andatrúarmannahring aila andabirt- ingu. Allir kvörtuðu um óróatilfinn- ingu«, segir nefndur miðill, »og loks- ins gáfumst vér upp við tilraunina í óyndisúrræðum, eftir að vér höfð- um beðið nær því tvær klukkustundir.« Pá sagði gamla konan: »Vitið þér eigi, hversvegna andar yðar ekki komu? Pað var af því, að eg hefi í alt kvöld hvildarlaust beðið guð að frelsa oss frá valdi þess vonda og hindra birt- ingu hans, meðan eg væri hér. . . . Þér megið þessvegna vera fullvissir þess, að birtingar þessar koma frá djöflinum.* Miðillinn kveðst hafa orðið orðlaus gagnvart þessari sönnun. >Æg leit svo á með líkri hræðsiu, að at- höfnin hefði hvatt hans djöfullegu tign«, segir hún. Eftir að hafa rök- rætt þetta með og móti skoðun kon- unnar, feldum vér samt sem áður þann dóm, að það væri ekki sannað, ! og ákváðum að halda áfram rann- sóknum vorum og bíða frekari skýr- ingar. í þessum rannsóknum, sem haldið var áfram, var samt ekki fengist við hina heilögu ritningu, heldur leitast | við að hafa ýtarlegri umgengni við »andana«, eftir því, sem miðillinn | segir ennfremur. Og árangurinn varð I sá, að menn urðu flæktir í sviksem-

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.