Frækorn - 31.05.1905, Síða 4

Frækorn - 31.05.1905, Síða 4
88 FRÆKORN inni. Á öðrum stað í nefndri bók (bls. 274, 275) skýrir sami miðill frá því, að hjá sér hafi vaknað mjög mikl- ar efasemdir viðvíkjandi andatrúarleg- um fyrirburðum við atburð nokkurn, sem gjörðist í Noregi. »Hvaðan koma þeir?« »Skyldi það geta verið mögulegt, að hinn gamli óvinur mannkynsins, sem lengi hefir verið hræðsluefni, reyndi að blekkja oss með því að taka á sig gerfi vorra langþráðu vina, til þess að draga oss niður í grunn syndar og sviksemi?* Rannig spyr hún og bætir við: »Petta var hræðileg hugsun, sem sífelt nagaði mig, en eg óttaðist að komast að sannleikanum. Eg var ekki nógu hugrökk, til þess að horfa framan í hann, ef svo væri. Betri var þá óvissan, heldur en stað- festing þessarar hræðslu.* Retta eru eftirtektarverð orð. Án efa ganga margir þeirra, sem orðið hafa herfang andatrúarinnar, með sama hræðilega óttann — já, óttann fyrir ví, »að læra að þekkja sannleikann«! tímaritinu] »Damvarlden« spyr mað- ur nokkur, sem hefir verið áandatrúar- legum fundum, hvort það sé »nokk- ur vegur til þess að forða sér frá félagsskap vondra anda.« Karadja prinzessa svarar því á þá leið, »að ósýnilegir, illir andar, sveimi, svo þús- undum skifti, umhverfis oss — »og veitir það svar alllítinn frið — en í stað þess að flýja þessa illu anda, skuli maður jafnvel umgangast • þá til þess að »rétta þeim hjálparhönd « í sannleika er það varúðarvert starf! Og hinir vondu andar eiga þannig ekki lengur einusinni að þurfa að látast vera góðir andar til þess að fá að hafa mök við mennina! í sama »spurningabálki« talar »óró- leg« kona um, að hún hafi orðið fyrir »óþægindum eða óhappi,« sem hafi valdið henni »mjög miídum efasemd- um og freistingum.« »Eftir að hafa því nær hálft ár haft samgöngur við framliðinn vin og oft í rökkrinu feng- ið skriflegar fregnir,« sem hún »fylli- lega trúði að væru fráþessum vini,* komst hún nú að þeirri niðurstöðu, | að hér væri um stórkostleg svik að ræða; og kemst hún þannig að orði: ♦ Eftir þenna viðburð þori eg með engu móti að hafa samband við anda- heiminn.« Jafnvel andatrúarlega sinnaður mað- ur hefir þannig fulla ástæðu til þess að efast um, að hve miklu leyti það er skynsamlegt að stofna sér í þá sennilegu hættu að verða algjörlega sVikinn af »andaheiminum«. Bókafregn. Ljóðmœli. Höfundur: Pálljónson. Kostn- aðarmaður: Frb. Steinsson. Akureyri 1905. Páll Jónsson er barnakennari á Akur- eyri. Hann hefir víst jafnan átt við frem- ur þröng kjör að búa og haft öðru að sinna en ljóðagerð, en samt er ljóðasafn þetta þannig úr garði gert, að liann hefir mikinn sóma af því. Mér er ókunnugt um, hvort höf. hafi tekið alt með, sem hann hefir ort, en eitt sýna ljóðmælin ! glögt, og það er, að höf. hefir mjög j næman smekk, og að hann hefir ákveð- í inn tilgang með ljóðum sínum: hann vill láta þau lífga og göfga anda lesand- ans. Og það getur maður með sanni sagt um þessi kvæði sem heild, hvort sem þau eru alvarlegs efnis eða aðfind- ingar. — Smákvæði (eða lausavísur) eru mörg ágæt í þessari bók. En ekkert j saurugt orð, ekkert guðlast, alt er göfuglega hugsað og vel frá gengið. Pví hygg eg að kvæði þessi eigi gott erindi til íslenzkrar alþýðu, og vil eg mæla hið bezta með þeim. Kvæðið »Þolinmæðin þrautir vinnur allar« í þessu tbl. »Frækorna« er úr bók hr. P J. Er það sýnishorn af þýðingar- list höf. Mér virðist það kvæði eins gott ] á íslenzku eins og það er á frum-málinu. D. Ö. ------

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.