Frækorn - 31.05.1905, Síða 7

Frækorn - 31.05.1905, Síða 7
FRÆKORN 91 lifað, þurfa þeir fæðu og lífsloft. Fæð- una handa þeim þarf að láta niður í vatn- ið, en lífsloftið taka þeir sjálfir úr vatn- inu með tálknunum: þeir anda með tálkn- um, en vér með lungum. En vatnið óhreink- ast; fiskarnir eyða úr því lífsloftinu og spilla því með saurindnm sínum. Pað er því nauðsynlegt að skifta um vatnið á vissum tímum, ti! þess að fiskarnir kafni ekki sakir skorts á lífslofti í vatninu eða drepist af eitrun þeirri, sem saurindi þeirra valda. Retta skiljum vér nú ógnar vel. En nú skulum vér taka vínber, kreista úr þeim löginn í glas og láta ögn af »geri' saman við. Hvað skeður þá? Gerðar-bakteríurnar elska sykurinn í vínberjaleginum. F*ær taka nú til matar síns, háma í sig, halda brullaup, tímgast, »lifa í vellystingum praktuglega< , — og »gjöra öli sín stykki« þarna í vinberja- leginum í glasinu, alveg eins og hver önnur kvikindi, sem komast í einhverja krás. En eftir nokkra sólarhringa fer nú sykurinn að þverra í glasinu og hörgull fer að verða á fæðu fyrir kvikindin. Og af saurindum þeirra hefir myndast eitur í leginum, banvænt fyrir þau sjálf. Þau deyja því hrönnum saman og brátt fer svo, að þau drepast öll. Hvernig er nú vínberjalögurinn orð- inn? Hann er nú orðinn að áfengum drykk. Hann er orðinn að súpu, sem saman- stendur af mörgum milljónum af dauð- um smákvikindaskrokkum og saurindum þeirra; svo eitraðri súpu, að smákvikind- in sjálf, sem hafa búið hana til, hafa öll drepist í henni. Rað er ekki von, að hún sé holl fyrir menn, þegar jafnvel rotnunarkvikindin geta ekki lifað í henni. Girnilegur drykkur ætti þetta heldur ekki að vera neinum þeiin, sem veit, hvert innihaldið er. Þetta er nú samt seyðið, sem kallað er »goða drykkur«, »hið eðla vín« o. s. frv. Alt áfengi myndast á þennan hátt; engin önnur tilbúningsaðferð er til held- ur en þetta. Hvort sem vér köllum það brennivín, romm, whisky, kognak, portvín, rauðvín, Rínarvín, öl eða kampavín — áfengið í því öllu hefir myndast á þennan hátt, af saurindum bakteríanna. Ýmisleg efni eru svo látin saman við, svo að það geti runnið Ijúflega niður. Rað er þannig engin undur, þótt áfeng- ið sé eitt af eiturtegundunum. Afengið er líka beiskt og brennandi, og vont á bragðið fyrir óvanan og óspilt- an smekk. Halldór Jónsson í »Templar «. ÚR KEYKJAVÍK. I Mislingarnir hafa ekki gert frekar vart við sig og er því áformað, að sótthaldið innanbæjar J verði leyst2. júní, en varðgæzhn umhverfis bæinn 8. júní. »Osóminn er orðinn ber þótt ofan á hann sé mokað: Svínastían opin er, en öllum skölum lokað«, kvað einhver hérna um daginn í >Isaf.« Pað þykir all-skringilegt, að meðan allar samkomur og mannfundir hafa verið bann- J aðir sökum mislinganna, hafa menn úr bænum getað safnast á »Stíu«, og setið | þar dögum saman við drykkju. — Pað | er talsvert götótt, mannlega réttlætið! Stórstúkuþing goodtemplara hefst hér í Rvík þriðju- dag 6. júní. Niels Andrésson leggur aí stað til norð- urlandsin í næsta mánuði. Ætlar hann að ferðast um Skagafjarðar- Húnavatns- og Strandasýslu. Þroti.i eru 1., 2. og 3. tbl. »Frækorna< af þessum yfirstandandi árg. Upplagið af þeim var 3,500 eint. Ressi tbl. verða endurprentuð hið bráðasta. Upplag blaðs- ins er nú 4,000 eint. Kaupendur þess því miklu fleiri en nokkurt annað hinna íslenzku blaða hefir.

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.