Frækorn - 15.09.1905, Síða 4
140
FRÆKORN
glysinu, svo þeir geti fest sjónir á
hinum eilífu, óglatanlegu auðæfum.
Þeir þurfa að þekkja gteðina af að
gefa, og þær blessanir, sem samein-
ingin við guð og starfið til eflingar
hans ríki hefir í för með sér.
Ressir heimselskendur eru oft erfið-
astir viðfangs, en Kristur vill, að þeir
komist á veg sannleikans og öðlist
frelsið og náðina.
Með einlægum og starfandi áhuga,
bygðum á þekkingu og kærleika, myndi
mega vekja margan sofandi auðkýf-
inginn til alvarlegrar íhugunar á ábyrgð
sinni, gagnvart guði. Hann myndi
komast til þekkingar á, hvernig afstaða
hans gagnvart guði og hinum nauð-
stöddu á að vera. Fari hann að verja
sínu jarðneska lánsfé á réttan hátt,
fer hann að safna »fjársjóð á himnum«,
sem ekki þverrar, sem mölur ekki
grandar né þjófar geta eftir grafist.
Margir hafa tapað þýðingu hins ei-
lífa veruleika, tapað guðs líkingunni,
og vita naumast, hvort þeir hafa sál,
sem ætluð er til eilífrar sælu, eðaekki. I
Peir hafa hvorki trú til guðs né traust !
til mannanna. Sjái þeir mann koma !
inn í híbýli sín, sem án alls yfirlætis I
hlynnir að þeim sjúka, og réttir brauð
hinum hungraða og flík hinum klæð-
litla, og bendir þeim blíðlega til hans,
sem af kærleika og meðaumkun hefir
kjörið hann til að vera erindsreka
sinn, — þegar þeir sjá þetta, verða
eir snortnir af innilegri þakklátsemi.
eir sjá í þessu umhyggju guðs og
eru fúsir að hlusta á orð hans, sé
það lesið fyrir þeim.
Þar eð guðs börn helga sig þessu
starfi, eru margir fúsir að liðsinna
þeim á margan hátt, og svo lítur
einatt út, sem margir þvingist til að
víkja af sínum villu vegi. Trúaður
maður þekkir af reynslunniþarfirþeirra,
sem hann vinnur fyrir, og hver að-
ferð er hentust í það og það skiftið
til að hjálpa þeim, sem á einn og ann-
an hátt þurfa á aðstoð hans að halda.
Hann þakkar guði allar þær blessan-
ir, sem af staríi hans leiða. Kærleik-
urinn er hreyfiafl hans í líknarstarfinu,
og máttur hans eykst að lyfta þeim
upp úr leirveltu heimsins, sem í henni
liggja. Hann les og hugleiðir biblí-
una, og í hvert skifti, sem hann les
í henni, opnast fyrir honum nýtt sjón-
arsvið, nýtt verksvið. Sérhver, sem
bætist við í hóp guðs barna, gædd-
í ur lítillæti og ljúfmensku, ásamt þekk-
ingunni á því, hvernig eigi að vinna
sálir fyrir Krist, verður jafnoki þeirra,
sem færðu honum ljós guðlegs sann-
leika. A þenna hátt verður guð veg-
samaður og flýtt fyrir betrun mann-
kynsins. J. J. þýddi.
Lærdómar frá eldrauninni.
Orsökin til, að hinn glóandi ofn
var hitaður, var ofstopi heimsvalds-
ins gegn guðs trúföstu játendum.
Dan. 3, 13 29. Hann hefir ætíð ver-
ið hinn sami og mun ætíð verða hinn
sami. Þessi ofstopi er nefndur í Dav.
2. sálmi. Hann komst á hæsta stig,
þegar guðs sonur kom í heiminn;
allri ofsareiði satans var beint í gegn
honum, en hann tók á móti henni
sem bikar af hendi föðursins, og varð
dýrðlegt dæmi fyrir alla hans eftirfylgj-
endur, sem einnig skulu ganga gegn-
um margar þrengingar. Jóh. 16, 33.
Vér lærum að skilja nauðsynleika
og ágæti sterkrar trúar, þegar vér er-
um umkringdir af freistingunum, og
getum þá sagt eins og Job. Job 13,
15. Svar Sadraks, Mesaks og Abed-
negos til konungsins sýnir, þeirra
óbifanlegu trú á guði. Dan. 3, 16 — 17
Tilgangur drottins með að láta þjóna
sína ganga gegnum eldsofninn var:
1) Hann vildi hreinsa þáoghelga.
Sak. 13, 9; Mal. 3, 2. 3. Eins og
sorinn hreinsast úr silfrinu í bræðslu-
ofninum, þannig er það með guðs
börn. Eldurinn sakar þá ekki, hann
eyðir að eins böndum þeirra. Dan.3, 36.
2) í hinum glóandi ofni opinberast
Kristur öðruvísi en á nokkurn annan
hátt. Ef vér líðum með honum, er-
um vér nær honum en í nokkru öðru