Frækorn - 15.09.1905, Blaðsíða 7
FRÆKORN
143
þetta snertir. Brúin kostar um 16,000 kr.
Priðjungur þess fjár er brúin kostar, er
veitt af alþingi.
Afengisveitingar á gufuskipum.
Fyrir síðasta alþingi lá frumvarp um að
banna veitingar áfengra drykkja á gufu-
skipum þeim, sem fara hér umhverfis landið
Frumvarp þetta var samþykt í neðri deild
og hefði að öllum h'kindum einnig orðið
samþykt í efri deild, ef það þefði komist
svo langt.
En forseti e. d. setti það ekki á dag-
skrá þar, þótt tilbúið væri úr nefndinni,
og verður það því að bíða 2 ára tíma,
áður það nær fullu samþykki alþingis.
En svo fullyrða kunnugir, að ráðgjafinn
muni vera á móti málinu.
Rað er lítt skiljanlegt, hvað honum
getur gengið til þess, ef svo er.
Eins og kunnugt er, fer áfengissölu-
stöðum og áfengisveitingastöðum á land-
inu stöðugt fækkandi, svo að áfengi t.
a. m. nú fæst eigi keypt á svæðinu frá
Norðfirði í Suður-Múlasýslu til Akureyrar
nema í lyfjabúðinni á Seyðisfirði. Vekja
því áfengisveitingar brytanna á skipunum
enn meiri athygli nú en áður, og þá eðli-
lega gremju, bæði yfir því, að þeim -
útlendum mönnum - skuli líðast að
reka ókeypis þá atvinnu, sem landsmönn-
um sjálfum er bönnuð gegn endurgjaldi,
og svo hinu, að hinir miklu kostir, sem
óneitanlega eru afleiðingar af takmörkun
áfengissölunnar, verða fyrir verulegum
hnekki af þessum »fljótandi veitingastöðum«.
Barnaskóli D. 0stlunds byrjar 2. okt.
kl. 10 f. hádegi.
BÆKUR OQ RIT,
til sölu í afgreiðslu »Frækorna", Rvík.
SPÁDÓMAR FRELSARANS og uppfylling þeirra sam-
kvæmt ritningunni og mannkynssögunni. Eftir J. O.
Matteson. 200 bls. 17. myndir. í skrautbandi, kr. 2,50.
VEGyRINN TIL KRISTS. Eftir E. G. White. 150 bls.
Innb. í skrautb. Verð: 1,50.
ENDURKOMA JESÚ KRISTS. Eftir James White. 31
bls. Heft. Verð: 0,15.
HVÍLDARDAGUR DROTTINS OG HELGIHALD HANS
FYR OG NÚ. Eftir David Östlund. 31 bls. í kápu
Verð: 0.25.
VERÐI LJÓS OO HVÍLÐARDAQURINN. Eftir David
Östlund. 88 bls. Heft. Verð: 0,25.
Til þvotta
á mislitu taui,
ullartaui og öílu öðru taui er hagkvæmast
að nota góða MARSEILLE-SÁPU á 25
au. pundið eða SALMÍAK-TERPENTÍN-
SÁPU á 29 au. pundið.
Að eins vönduðustu vöru.
Sáputegundir þessar eru algerlega laus-
ar við alt skaðsamlegt bæði fyrir tauið og
hendurnar.
Sápuverzlunin Austurstræti 6,
Reykjavík.
BRÚKUÐ ÍSLENZK
FRÍMERKI OG
BRÉFSPJÖLD
kaupir
AFGR. FRÆKORNA.
Gull ofanjarðar.
Mörg hús og byggingarlóðir til sölu
á góðum stöðum í bænum. Semja ber
við Bjarna Jónsson snikkara Vegamótum
fyrir 1. desember þ. á.
Ágæt brun sápa
á 16. au. pundið
er betri og drýgri en grænsápa. Fæst í
Sápuverzluninni í Austurstræti 6,
Reykjavík.
Sápuverkið
íð Reykjavík
getur mælt me sínum vörum.
Austri, 8 innb. árg., til sölu með
vægu verði. Ritst. Fræk. vísar á.