Frækorn - 15.12.1905, Blaðsíða 2

Frækorn - 15.12.1905, Blaðsíða 2
194 FRÆKORN Hjálp við bibiíurannsókn. Helgidómurinn. »Hann sagði til mín : Fað eru 2300 kvöld og morgnar, og þá mun helgidómurinn frels- aður verða.« Dan. 8, 14. •Helgidómurinn er efni í ritningunni, sem mikilsvarðandi sannleikur stendur í sambandi við. Hann er greinileg fyrirmynd upp á milli- gönguembætti Krists í báðum deildum hins himneska helgidóms. Orðið »helgidómur« merkir heilagan stað, sem vér (í anda) .snúum oss að í bænum vor- um. 1) ísraelsbörn bygðu hinn jarðneska helgi- dóm. 2. Mós. 25, 8. 9.; 36, 1-7. 2. Kron. 20, 7. 8. 2) Hann var bygður eftir fyrirmynd. 2. Mós. 25, 9. 40.; 26, 30.; 27, 8. 4. Mós. 8, 4. Pgb. 7, 44. Hebr. 8, 5. 3) Heigidóminum er skift í tvent, hið heil- aga og hið allra helgasta. 2. Mós. 26,33.34. 3. Mós. 21, 22. 23. Hebr. 9, 1—7. 4) Prestarnir framkvæmdu þjónustuna í helgidóminum. 2. Mós. 28, 41. 43.; 29, 30, 3. Mós. 16, 2-19. 32. 33. Lúk. 1, 8.9. Hebr. 9, i-7-i 13, >i. 5) Hann var forlíkaður eða hreinsaður með blóði. 2. Mós. 29, 36—38. 3. Mós. 16, 14—19. 32. 33. Hebr. 9, 22. 23. 6) Helgidómurinn var eyðilagður. Dan. 9, 26. Matt. 24, 1.2. 7) Hann var skuggi eða eftirmynd helgi- dóms hins nýja sáttmála, sem er á himnum. Hebr. 8, 1—5.; 9, 23. 24. Sálm. 102, 19. Jer. 17, 12. 8) Hinn himneski helgidómur er í því lík- ur hinum jarðneska : 1) að í honum fer fram prestsþjónusta. Hebr. 8, 1-5.; 9, 24.; 10, 19 — 21.; 6, 19. 20. 2) honum er skift í tvent. Hebr. 9, 24. 25. 2. Mós. 31-35. 3) hann er hreinsaður (frelsaður) með blóði. Dan. 8, 14. (þetta vers hlýtur að benda til hins himneska helgidóms, því hinn jarðneski var eyðilagður áður en hinir 2300 dagar (ár,Ez.4,6.) voru liinir.) Hebr. 9, 11. 12. 23. 24. 4) guðs lögmál er þar geymt. 2. Mós. 25; 21. 22.; 40, 20. 21. 1. Kong. 6—9. Hebr. 9,1—4. Opinb. 11,19. 5) Pegar dýrð drottin* uppfyllir helgidóminn eða musterið, er engin þjónusta þar. 2. Mós. 40, 34- 35- i- Kong. 8, 10. n. Opinb. 15,8. 9) f’jónustan í hinu allra helgasta var framkvæmd einungis á forlíkunardaginn. 3. Mós. 16, 2. 12 — 15. 29' 3°- Hebr. 9, 7. Hreins- un hins himneska helgidóms fer fram, meðan hinn sjöundi engill básúanr, eftir að sjötta básúnan eða hin önnur plága er um garð gengin, (það tímabil er Tyrkir entu tilveru sína sem sjálfstætt ríki), og þau tvö vitni guðs (hið gamla og nýja testamenti) hættu að spá í sekk og ösku. Hinir 1260 dagar (ár) byrjuðu 538 f. Kr. 9g enduðu 1798 e. Kr. Að sáttmálinn er hin tíu boðorð sést af 2. Mós. 31, 18.; 32, 15. 16.; 34, 28.; 5. Mós. 4, 13-i 9, 9- Il-I ioi 4- Hebr. 9, 4. Sálm. 103, 17. 18.; 105, 7-10.; iii, 5 —10. Af Opinb. 15, 8. sjáum vér, að þegar plág- urnar sem guð hótar í boðskap þriðja engils- ins, Opinb.14,9.11. (og lýst er í Opinb.16), koma fram,þá mun ekki lengur vera þjónusta í helgi- dóminum. Fess vegna kallast það: »Guðs reiðivín sem helt er óblönduðu á hans reiði- bikar.« Fá er Krists milligönguembætti hætt og náðin stendur ekki lengur syndurum til boða. Þau 2300 ár byrja 457 f. Kr. Dan. 8, 14. 16—19.; 9, 21 — 25. Esra 7, 7.8. í þessum 7. kap, hjá Esra finst bréf, það sem heimilar Gyðingum aftur að vera til sem sjálfstæð þjóð, fara heim aftur og uppbyggja Jerúsalem, og þessi tímareikningur kemur rétt heim við ár- talið, þegar Kristur er skírður og krossfestur. Full 457 og 1843 ár eru samtals 2300 ár. En nokkuð af árinu 457 f. Kr. var liðið, þegar Gyðingar fóru heim til Jerúsalem, svo það er fyrst árið 1844 sem þessi 2300 ár eru á enda, þessvegna byrjar frelsun eða hreinsun helgi- dómsins frá þeim fíma, og það er hið síðasta náðarverk og forlíkun, sem Jesús framkvæmir í hinu allra helgasta. Þegar það er á enda mun mannsins sonur koma í skýjum himins. Þjónustubundnir andar. Oft hef eg dáðst að orðum Múha- meds, þegar hann í stríðinu við Ohod sagði til manna sinna: »Sláið þá! Eg heyri vængjasiag englanna, sem flýta sér til þess að hjálpa oss.« — Petta var villa, samt sem áður, því hann hafði miður í stríðinu; — en það er engin villa fyrir þjóna Krists að tala þannig. Vér getum heyrt vængjaslag englanna. Forsjónin verkar altaf fyrir þig, þegar þú starfar fyrir Krist. Spurgeon. Bænheyrzla. Blaðamaður nokkur sagði eitt sinn við Spurgeon meðal annars: »Og þér hafið ekki slept neinu af skoð- unum yðar með tilliti til kraftar bæn- arinnar?* Spurgeon hló og sagði: »Trú mín er sterkari en nokkurntíma áður. Það> er í rauninni ekki trú;

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.