Frækorn - 15.12.1905, Blaðsíða 6

Frækorn - 15.12.1905, Blaðsíða 6
198 FRÆKORN um öðrum þjóðum í ýmsri ytri fram- komu, hlýtur einnig aó hugsa og meta iífið ólíkt öðrum. Mál og hugsana- samsetning Japana er svo gagnólík vorri, að t. d. bók, sem rituð er á Norðurálfumáli, verður ekki þýdd á japönsku, nema hún sé umskrifuð að öllu leyti. Og þó er þessi fjarlagi þjóðflokkur austurlanda svo mjög lík- ur oss í mannkynsins stærstu lífs- spursmálum, hinn sami hverfuleiki, hið sama gegnumþrengjandi andvarp inst í fylgsnum hjartans, hin sama djúpa, brennandi þrá eftir frelsi frá dauðanum og öllu því illa í heiminum, hinn sami vitnisburður um, að einnig þeir eru skapaðir til samfélagsins við guð og geta ekki fundið frið án hans, — ait þetta sýnir sig ljóslega þareins og hér. Enn þá er kristindómurinn ókunn- ur mestum fjölda þjóðarinnar, en sá tími kemur vonandi, áður en langt um iíður, að þessi þjóð, sem er svo miklum gáfum gædd og iangt á veg komin að öðru leyti, hvað alla menn- ingu snertir, yfirgefi skurðgoð sín og safnist undir krossmerki Jesú Krists. (ur »Fanney«.) Nýbreytni í þjóðkirkjunni er það, að hér í Reykjavík voru-fyrstu vikuna af jólaföst- unni haldnar guðsþjónustur á hverju kvöldi af prestum bæjarins. í fyrra var byrjað þannig í Danmörku, og nú tók þjóðkirkja íslands í sama streng- inn. Samkomur þessar voru allvel sóttar. Mun tiigangurinn með samkomum þessum hafa verið sá, að efla trúar- ; líf manna hér í bænum, og er það lofsvert að vilja stuðla að því. En því miður er þjóðkirkjan alt of ríg- bundin í guðsjDjónustu-siðvenjum sín- um, að gagnið verður ekki nærri því eins mikið og annars gæti orðið. Úr rœðu í dómkirkjunni. »1 skírninni (o: barnaskírninni) upp- rætir drottinn algerlega lögmál synd- arinnar úr hjörtum manna, en gróður- setur í fylsta máta hjá þeim kærleik- ans lögmál.« Pessi kenning var fyrir fám dögum boðuð í dómkirkju landsins af einum hinna vígðu þjóna orðsins. En skyldi nokkur maður trúa ann- ari eins kenningu? Ætli hver heilvita maður sjái ekki, að þetta er ekki sann- leikur? Hvert skírt barn vottar það mjög svo greinilega með gjörvallri breytni sinni, að »lögmál syndarinnar« sé alls ekki »aigerlega upprætt«, heldur ríkir það ærið volduglega, ekki sízt hjá hinni uppvaxandi kynslóð höluð- staðarins. — Guð gefi prestum landsins náð til þess að boða orðið hreint og óblandað kaþólskum villum! Frá Rússlandi. Enn er ástandið þar ískyggilegt. Saybaroffhershöfðingi,fyrr- um hermálaráðgjafi, var skotinn til bana heima hjá landshöfðingjanum í Saroff. Hann hafði verið sendur þangað til þess að bæla niður bændaróstur. Lög um skilnað ríkis og kirkju hefir öldungadeild þingsins f París samþykt til fullnaðar. Noregskonungurinn nýi á að heita Hákon VII., en ekki Carl. Sú fregn vor var tekin eftir sannsöglismálgagninu, og eru menn beðnir að afsaka þá staðleysu. Ráðgert er að, Hákon konungur VII. verði vígður undir kórónu hins helga Olafs konkngs í Niðarósi á Olafsmessu í sumar, 29. júlí, eins og fyrirrennarar hans. Par mun verða mikið um dýrð- ir. Mælt er, að Vilhjálmur keisari hugsi til að verða viðsstaddur þá athöfn. Drotningin, frænka keisarans, verður einnig krýnd. _________ | STEFÁN STEFÁNSSON. Stefán frá Merkigarðí á Eyrarbakka drukn- aði af skipi 4. inaí 1905. Hann var elzti sonur inerkishjónanna verzl- nnarmanns Stefáns Ögmundssonar og húsfrú Kristínar Jónsdóttur. Stefán sál. var rúmra 20 j ára að aldri, hinn mannvænlegasti, og leit út i fyrir að verða mjög duglegur og nýtur maður*

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.