Frækorn - 29.03.1906, Blaðsíða 1
VII. ÁRG. REYKJAVÍK 20. MARZ. 1906. 13. TBL.
Sóð ráð.
Ef þíi Jesúm hefir þér í hjarta,
himinsœlu opnar það svo bjarta,
auga hefir ekki séð þvilikt,
eyra heyrt, né hugur skynjað slíkt.
Trúarörugt traust á Jesú gœzku,
temdu þér, með bœn i fyrstu œsku,
svo að þegar sýnir heimur þjóst,
svölun finnir þú við Jesú brjóst.
Freisting þegar fellur þér til handa
fjötra vill og koma þér í vanda,
littu Jesú dygða-dœmið á,
djarflega þá víktu hennl frá.
Þér, sem eruð yfirboðar réttir,
annist börn, af guði þar til settir,
sýnið yðursanna fyrirmynd,
svölun veitið þeim af Jesú lind.
Sáið frœi' í saklaus barna hjörtu,
sem að strái náðarljósi björtu
yfir þeirra œfidaga braut,
er þeim lýsi' i gleði, sorg og þraut.
Mótgangs þegar tnyrku skýin œða,
mörgu þegar rauna-sárin btæða,
þj er Jesús þreyttum vörn og skjól,
þjáðra vinur, likn og náðarsól
Synda- þcgar -sárin taka’ að brenna,
samvizku af nögun tárin renna,
kærleiksraustin kallar btíð til þin:
kom sem barn, og þigðu grœðslu min.
Dreyri Jesú dundi’ af krossi niður,
dauða sekum þér svo veittistfriður,
ef þú kemur auðmjúkur iil hans,
allra meina, Ijúfa grœðarans.
Ó, þann kærleik, ó, þá elsku heita,
er minn Jesús gjörði mér að veita,
misgjörninga minna vegna dó
minni sálu frið um eilífð bjó.
Vertu, Jesús, vörður sálar minnar,
væg mér,Jesús, sökum pínu þinnar,
þegar siðast geng um dauðans dal,
dýrðar þinnar leið mig þá i sal.
Vertu forsvar mitt á dómsins degi,
dýrðar þeirrar svo eg njóta megi,
sem þins föðurs setti eilíft ráð,
sem er heilög elska, speki’ og náð.
L. H.
Kærleikur Krists til mannanna.
Eftir R. A. Torrey.
Mikill teyndardómur.
Hverjir eru það meðal mannanna, sem
Jesús elskar? Margur mun svara: Hann
elskar alla menn. Og þetta er satt, en
það er samt ekki nema lítið brot af sann-
leikanum um kærleika Jesú.
I Ef. 5, 25. lesum vér: »F*ér menn,
elskið eiginkonur yðar, eins og Kristur
elskaði söfnuðinn, og gaf sjálfan sig út
fyrir hann.«
Rað er satt, að Kristur elskar alla
menn, en hann elskar söfnuð sinn á sérstak-
an hátt. Góðgjörðamaðurinn ber kær-
leika til allra manna og kvenna; ann-
ars væri hann ekki góðgjörðamaður. En
hann elskar ekki alla menn á sama hátt
sem hann elskar eiginkonu sína. Ef hann
er kvongaður maður og góður maður,
þá elskar hann konu þá, sem hann hejir
valið sér og er orðinn sameinaður sam-
kvæmt guðsorði, og samkvæmt lífsreynslu
sinni með henni, á sérstakan hátt, áann-
an hátt, en hann elskar allar aðrar mann-
eskjur á jarðríki, Líkt þessu elskar Jesús.