Frækorn


Frækorn - 29.03.1906, Side 7

Frækorn - 29.03.1906, Side 7
FRÆKOKN 103 F/ étií. Frakkland. Ráðaneytisskifti eru orðin á Frakklandi. Rouvier sagði af sér vegna þess, að þing- ið feldi 267 atkv. gegn 234 ánægjuyfir- lýsingu yfir því, hvernig stjórnin hefði snúist við kirkjuuppþotunum. Sarrien, gamall stjórnmálamaður úr sama flokki og Rouvier, myndar nýtt láðaneyti. England. Flingað til hafa enskir þingmenn engin iaun fengið fyrir þingsetuna. En nú er komið þar fram lagafrumvarp um breyt- ing á þessu og talið víst, að það gangi fram. Stungið er upp á 5400 kr. árslaun- um handa þingmönnum. Berklaveiki í allri Norðurálfunni deyja árlega af lungnatæringu meir en ein milljón manns, eða hérumbil 2 á hverri mínútu. Meðal hvers þúsunds lifandi manna :yja árlega af Á Englandi berklaveiki: 1,35 - Skotlandi 1,72 í Noregi. 1,73 á Ítalíu. . 1,87 í Danmörku 1,91 á íslandi . 2,02 í Sviss 2,03 á Pýzkalandi 2,24 í Svíþjóð 2,31 á Frakklandi . . . , 3,01 í Austurríki 3,68 á Rússlandi 3,98 Drukknun. 12 þ. m. drukknuðu 4 menn af fiski- bát frá Vestmannaeyjum. Enskir botn- vörpumenn af skipinu »Helíos«, sem áð- ui hafa bjargað róðrarbátum þar við eyj- arnar, ætluðu að hjálpa þessum bát inn og tók hann aftan í sig, en báturinn var of mikið hlaðinn og sökk. 14mennvoru á bátnum og gátu botnverpingar bjargað 10, en 4 fórust: Högni Árnason frá Qörðum í Mýrdal, ísleifur Jónsson frá Skálhoiti (báðir um tvítugt), Ól. Heiga- son frá Norðfirði eystra (á fertugsaldri) og Sig. Sigurðsson frá Túni í Vestmanna- eyjum (á fimtugsaldri). Mannalát. 16’. þ. m. andaðist Ólafur læknir Guð- mundsson á Stórólfshvoli úr tæringu. Hann fékk í fyrra lausn frá embætti sök- um heilsuleysis Ólafur var talinu með beztu og dug- legustu læknum landsins. Mdtorbátur. 1. maí á mótorbátur Kjalnesinga og Mosfellinga að byrja fastar ferðir frá Rvík og hér inn nm flóann. Báturinn er 12 tonn (nettó) og hefir 8 hesta afl. Ráð- gert er, að hann verði milli föstu ferðanna leigður til skemtiferða. BETEL Samkomur verða haldnar framvegis eins og hér segir : Sunnudaga : Kl. 2 e' h. Sunnudagaskóli. Kl. 64/2 e. h. Fyrirlestur. Miðvikudaga : Kl. 8 e. h. Bibliusamtal. Laugardaga: Ki. 11. f. h Bœnasamkoma og biblíulestur. Stórt íbúéarhús, sem rentar sig betur en flest önnur hús hér, er af sérstökum ástæðum til sölu með góðu verði og vægum borgunar- skilmálum. Húsið er hér um bil nýtt, og liggur á bezta stað í bænum. Einar M. Jónasson málaflutningsmaður, Aberdeen, gefur allar upplýsingar því viðvíkjandi og semur um kaupin. w. BRÚKUÐ ÍSLENZK V, 1$ FRiMERKI OG ^ £ BRÉFSPJÖLD ^ ^ kaupir D. ÖSTLIUND. »FRÆKORN« koma út vikulega og kosta 1 kr. og 50 aura um árið.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.