Frækorn


Frækorn - 29.03.1906, Side 3

Frækorn - 29.03.1906, Side 3
FRÆKORN 99 fínst engin bending til þess, að hann hafi verið helgidagur eða hvíldardagur. »Drott- ins dagur«, sem nefndur er í Opinb. 1, 10. er sjöundi dagurinn, eins og sjá má af 2. Mós. 20, 10. Es. 58, 13.; Mark. 2, 27., svo framarlega sem ekki er átt við endurkomudag Krists, sem nefndur er »drottins dagur.« 2. Pét. 3, 10. Um vitnisburð feðranna segir Lúther: »Pegar guðs orð verður útlagt og samansett af feðrunum, þá er það að mínu áliti eins og ef mjólk væri síuð gegn um kolapoka, það eyðileggur mjólk- ina og gjörir hana svarta. Þannig er guðs orð í sjálfu sér nógu hreint og skýrt, en fyrir kenning og reglur feðr- anna er það orðið formyrkrað og falsað.« Kveðja til siómanna úr Reykiavík 1. marz 1906. Pú sjómanna-skari, sem heldur af höfn, frá heimilum, börnum og konum! Vér óskum þér gengis, á æðandi dröfn af alhug, og biðjum og vonum, að hafförin þessi hún kryddi’ ykkar kjör, vér kætumst í haust, er þið siglið í vör. Pið vendið frá ströndu, að víkinga sið, með voðirnar þandar af leiði, og enginn er smeikur, þótt hallist að hlið, en hlakkandi allir til veiði. — En biðjið nú drottin að blessa’ ykkar för, og bæta’ ykkar þungbæru örbyrgða kjör. Pið vitið það engir, sem haldið á haf, hvert Helja er langt undan stafni, en skynsamast sérhverjum sjómanni af, að sigla í frelsarans nafni; en léttúð að viðhafa ’in ljótustu orð, þar lífið frá dauðanum skilur eitt borð. — Og þegar að kári með kuldalegt vein, er kyrjandi’ á húsanna þökum, og brimaldan hvítfexta brotnar við stein, þá biðjum vér allir sem vökum, að þið, sem að stríðið við storma og sjó, með starfsþreki sigrið, þótt leiðin sé mjó.— ] Með sérhverjum anda frá ísþaktri strönd, frá alhvítu dalanna skautum, — til ykkar, sem starfið með stórvirkri hönd á stormþrungnum hafdýpisbrautum, — berst alúðar kveðja frá ýtum og sprund og óskir um gjafir úr hafsbylgju mund. — J. J Thórarensen. Tungan. »Guð hefir til búið tunguna, sem og sérhvað annað, í einhverjum góð- um og ákveðnum tilgangi. En hver er þessi tilgangur?< sagði kennari ein- hverju sinni við nokkra af skóladrengj- sínum. »Til þess að biðja með henni,« svaraði einn þeirra. »Til að syngja með,« svaraði annar. »Til þess að menn geti talað hver við annann,« var svar hins þriðja. »Til þess við getum lesið lexíurnar okkar,« svaraði hinn fjórði. »Já,« mælti kennarinn, »en svo vil eg segja ykkur, til hvers hann ætlaðist hún væri ekki notuð. Hann skapaði hana ekki, til þess að jagast ogrífast með henni, ekki til að Ijúga með eða bölva. Hann ætlaðist ekki til, að vér töluðum óvingjarnleg, ruddaleg eða særandi orð. Hugsið nú ávalt um það, þegar þið notið tunguna, hvort þið notið hana samkvæmt} því, sem guð hefir ætlast til.« Oáleiðsla (hypnotismus). (Eftir dr. Oscar Nissen). Pað er orð, sem maður stöðugt rekur sig á í blöðunum, án þess að meiri hluti fólks hafi nokkra glögga hugmynd um, hvað eiginlega þýðir eða hvernig getur fram farið. Pað er heldur ekki meining- in, að flytja hér djúpsæja skýring á því, er nefnist þessu nafni. Til þess að þetta gæti í raun og veru orðið skiljanlegt, yrði maður að hafa djúpsæja þekkingu, sérstaklega á því, er snertir taugakerfi mannsins, en sem fæstir af iesendum vorum geta haft. Samt sem áður væri

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.