Frækorn


Frækorn - 29.03.1906, Side 6

Frækorn - 29.03.1906, Side 6
102 FRÆKORN fyrst skilur hann nefnil., að morð er synd. I draumnum vissi hann það ekki. Framh. Afhjúpuð svik. Seinast komin útlend blöð skýra svo frá, að hinn nafnkunni andamiðill í Nott- ingham, Eldred, hafi nýlega orðið upp- vís að svikum. Hafði hann fólgið í leyni- hólfi í stólbakinu: hárgervi, skegg, slæð- ur svartar og hvítar og fleiri hluti til sjónhverfinga. Hann ætlaði að halda andasýningu, þegar brögðin komust upp; játaði hann þegar, að »öll fyrirbrigðin« er hann hefði sýnt væru tálar eitiar, borg- aði aftur aðgöngugjald áhorfenda; áhöld hans voru ger upptæk og slapp hann við það. Við þetta hefir þó sannast, að frásögn hr. Faustínusar í»Pólitiken« hafi haftvið fullan sannleika að styðjast. »Fjallkonan« hefir enn einu sinni orð- ið að lúta í lægra haldi fyrir vopnum sannleikans, því eins og menn muna, tók hún málstað þessa miðiis, er skýrslur Faustínusar bárust hingað. Hvað ætli að hún segi nú? »ísfold« stallsystir hennar trúnni, huggar sig og aðra með því, að sviksamir miðlar séu ekki almennari en 1—2 á hverju þúsundi. — »MikiI er trú þín, kona!« — Hún ættiþóað vita betur, ef hún væri ekki eins á sig komin, eins og raun er á orðin. Vér hyggjum, að sannleikurinn kæmi út, ef tölum hennar væri snúið við: sviksömu miðlarnir eru 'legio, enda bér öll saga spíritismans það með sér. Hún er til þessa dags Iítið annað en svik. utal sinnum eru svik- ararnir afhjúpaðir, en sökum þess, hve auðtrúa almenningur er í slíkum efnum, fæst altaf einhver til að trúa þeim, þrátt fyrir svikin. Illir andar? »Geta það verið iilir andar, sem tala hjá spíritistunum ?« þannig spyr »lsafold«, sjálfsagt vegna kenningar »Nýja Kirkjublaðsins« og »Fræ- ,sem bent hefir verið á, að I koma«> Par þetta, sem spíritistarnir þykjast sjá og heyra, geti samkvæmt kenningum kristin- dómsins stafað frá »illum öndum«. »Fræ- korn« hafa oftar en einu sinni bent á þetta og fært rök fyrir þeirri skýringu á spíritismanum, og »N. Kbl.« talar í 5. tbl. sínu um þetta með þessum orðum: »Andarnir voru (samkvæmt skoðunum Gyðinga) illar vættir — vísast eitthvað skyldir heiðnu goðunum — sem sveima alt um kring í Ioftinu og leita á menn- ina að vinna þeim mein, og valda mörg^ um sjúkdómum. Sú skoðun kemur með- al annars ljóst fram hjá Ráli postula, þar sem hann talar um, að Satan drotni í loftinu, Ef. 2, 22., og í 6, 12. talar hann um vonzkunnar anda í himingeiminum (svo rétt þýtt.«) En »ísafold« spyr nú, hvort andarnir geti verið >illir andar«, fyrst þeir tala svo fagurlega, eins og henni finst. Hún hefir eins og »Fjk.< nú upp á síðkastið fengið talsverðan léttir í ritstjórninni, þar eð »andar« Snorru Sturlusonar og Jón- asar Hallgrímssonar, H. C. Andersens o. fl. eru farnir að aðstoða í blaðamensk- unni, að því er blaðið heldur. Og það, sem þessir andar koma með, er svo gott og blessað að dómgreind »Isaf.«, að það geti ekki frá illum öndum stafað. Og þegar andarnir biðjast fyrir og yrkja sálma, þá er það ekki hægt fyrir »ísaf.« að hugsa sér þann möguleika, að illir andar væru að leika á sig og hina andatrúarmennina. - Spurningin er mjög alvarleg. Hvað segir »heilög ritning« um hana? Svar- ið er þetta: „Pað eru ekki undur, því Satan sjálf- ur tekur á sig Ijóssengils mynd; það er þvi ekki kyn, þótt þjönar hans taki á sig mynd réttlœtisins þjóna.“ 2. Kor. 11, 14. 15. Þegar svo er ástatt, þá fer þetta kristi- lega athæfi andanna að verða skiljanlegt. »Reynið andana«-, en reynið þá með guðs orði. Kenna þeir ekkert annað en Jesúm Krist og hann krossfestan? Kenna þeir ekkert annað en heilög ritn- ing kennir? Hún er enn í dag hin eina mælisnúra fyrir trú og líferni kristinna manna. <Xj«S> -©-GK>

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.