Frækorn - 23.05.1906, Blaðsíða 4
FRÆKRON
164
Frá Savoien.
Saga eftir Chr. Westergaard.
Theodór Árnason þýddi.
Framh.
Undrandi staðnæm(iist Cesario, hann
stóð sem varnarlaus fyrir nágranna
sínum og gat, eftir reiðihótunum hans
að dæma, átt von á öllu illu. Nú kom
Barbone nær og í tíu skrefa fjarlægð
staðnæmdust þeir sinn hvoru megin
við gemsann.
»Hver okkar hefir skotið hann ?
spurði Cesario. Hver heldurðu þess
vegna að eigi hann ?«
»Hver heldurðu að hafi séð hann
fyr«, spurði mótstoðumaðurinn aítur
á móti.
»Eg hef nú séð marga gemsana á
æíinni,« svaraði Cesario, >og hef oft
haft litla ánægju af því.
»Heldurðu að eg hafi farið hring-
inn í kring um gilið til þess að kom.
ast í skotfæri og láta þig svo ræna
honum fyrir framan nefið á mér, ein-
mitt þegar eg ætlaði að láta skotið
ríða af.«
Regar Cesario ætlaði að hlaða byss-
una sína hélt hinn áfram með sömu
heift: >Vogaðu ekki að hlaða byssu
þína, því um leið sendi eg þér hleðsl-
una úr minni byssu.«
Til þess að styrkja enn meir hótan-
ir sínar hóf hann byssuna upp, svo
að Cesario þótti það ráð vænast að
hætta hleðslunni.
»Er það þá þú«, spurði Cesario
sem hefir einn leyfi til að veiða hér í
Alpafjöllunum. Það hef eg samt aldrei
heyrt. Skyldi eg ekki hafa jafn-mik-
inn rétt og þú til þess að skjóta hér.«
»Það hefir ávalt verið siður hér að
sá, sem fyrst finnur dýrahóp ætti einn-
ig að skjóta fyrst. Þú sást víst vel,
að eg var þarna upp frá.«
»Nei, það veit hamingjan! Ef þú
nú samt sem áður þorir að taka dyr-
ið þá ábyrgist eg ekki afleiðingarnar,«
svaraði Cesario.
»Eg hef tíma til að bíða«, sagði
Barbone, en þú skalt þá heldur ekki
hafa not af gemsanum.<
»Minn tími er ekki dýrmætari en
þinn. Svo getum við séð hver getur
beðið lengur. Komdu með malpok-
ann Jakob,« kallaði hann. »Nú fáum
við góðann matfrið.«
Drengirnir gengu hver til síns föð-
urs, og malpokarnir voru upp leystir
og mennirnir fóru að borða morgun-
verð en litu samt við og við fyrirlit-
lega hver til annars. Síðan lögðu
þeir sig til hvíldar, og hver fyrir sig
vænti að hinn hætti umsátinni, og
Barbone talaði með hæðnisorðum um
nágranna sinn, en Cesario var, þó
hann ýt'ðist dálítið við að heyra til
Barbone, miklu rólegii. Sólin var
komin hátt á loft og enn vöktuðu
þeir hver annann. Rað leið að kveld-
inu og enn stóð við það sama.
Við og við töluðust þeir við, en
svörin frá Barbone urðu ávalt vægari
eftir því, sem á daginn leið.
»Heldurðu að þú hefðir nú ekki ef
til vill skotið fram hjá hópnuru«, sagði
Cesario.
»F*ú vilt að vísu vera fremstur al-
staðar« svaraði Barbone, en vertu al-
veg rólegur yfir því að eg hefði hitt.«
»Ef þú ert svo viss um þetta, þá
láttu sjá. Rarna kemur lambagammur
þjótandi niður að okkur, ef þú getur
skotið hann niður, þá getum við skift
gemsannm á milli okkar, til þess að
gera erida á þenna leik.«
^F’að er mitt verk að skifta á milli
okkar minni eign. F*ó er það eins
gott, og liggja hér og staglast altaf á