Frækorn - 23.05.1906, Blaðsíða 1
VII. ÁRG. REYKJAVÍK 23. MAÍ 1906. 21. TBL.
Kærleiki Krists til föðursins.
Eftir dr. Torrey.
Ef vér spyrjum eftir, hvað kemur mest
fram í persónuleika Jesú, mundu margir
svara: kærleikurinn. Spyrjum vér aftur:
kærleikurinn tíl hverra ? mundu margir
svara: kærleikurinn til .mannanna; en
þannig var það ekki í raun og veru með
Krist. Rað finst mikill kærleikur til mann-
anna hjá honum — eins og vér munum
sjá við nánari athugun — aðdáanlegur kær-
leikur til mannanna, en bak við kærleika
hans til þeirra og enn innilegri var kær-
leiki hans til guðs föður.
Flettu upp í biblíunni og les hina að-
dáanlegu ritningargrein, í fegursta kapí-
tula biblíunnar 14. kap. hjá Jóh. 31. v.:
»En svo að heimurinn viti að eg elska
föðurinn, og að eg gjöri eins og faðir-
inn hefir mér boðið.« I þessum ein-
földu, aðdáanlegu orðum segir Jesús, að
hið eina, sem hann óskar, að heimurinn
skyldi vita um hann, var: að hann eísk-
aði föðurinn — »svo að heimurinn viti
að eg elska föðurinn.« Hefðir þú farið
ti! jesú og spurt hann : >Hvað er nú
hið eina sjálfum þér viðvíkjandi, sem þú
óskar, að heimurinn viti, eftir að þú ert
farinn ?« Rá mundi hann hafa svarað: j
Að eg elskaði föðurinn.« Ef þú hefðír
spurt hann: »Hvað er leyndardómurinn
við líf þitt?« mundi svar hans hafa ver-
ið: »Eg elska föðurinn.« Þetta er það |
dýpsta í persónúleik og meðvitund Krists I
— »eg elska föðurinn«, og viljir þú læra
að þekkja, hvað kærleikur til guðs þýðir í
hreinleik og fyllingu, þá seztu niður og
virtu Jesúm fyrir þér.
Hversvegna yfirgaf Kristur himininn ?
Kærleiki Krists til föðursins kemur
fram á svo mörgum mjög eftirtektaverð-
um stöðum. Látum oss fyrst lfta á hið
fyrnefnda vers Jóh. 14, 31. Hann sýndi
kærleika sinn til föðursins með því að
gjöra það, sern hann bauð honum. Retta
sama kemur fram í Jóh. 15, 10. »Ef
þér haldið mín boðorð, munuð þér halda
minni elsku, eins og eg held boðorð
föður míns og held hans elsku.«
Petta er aðferðin á hvern hátt hann
sýndi kærleika sinti — að hlusta á, þeg-
ar faðirinn talaði, og svo að gjöra hans
vilja. Þetta er hinn fyrsti vottur uin
kærleika við öll tækifæri. Rað er sagt
t. d. í l.Jóh. 5, 2. um kærleika vorn til
guðs: »1 því sýnir sig elskan til guðs,
að vér höldum hans boðorð.« Á þenna
hátt sýndi Jesús frá því fyrsta kærleika
sinn til föðursins, — að heyra hvað fað-
irinn sagði, og svo að framkvæma það,
sem faðirinn hafði boðið honum. Retta
er kærleiki Krists til föðursins. Jesús
yfirgaf dýrð himinsins og kom til jarð-
arinnar i allri hennar niðurlæging. Fað-
irinn sagði við soninn : »Stíg niður til
heimsins, hann er glataður, eg vil frelsa
hann. Hann getur einungis frelsast með
friðþægingu, Yfirgef himininn og alla