Frækorn


Frækorn - 31.05.1906, Síða 1

Frækorn - 31.05.1906, Síða 1
Kærleiki Krists til föðursins. Eftir dr. Torrey. Framh. Hlýðni kœrleikans. Vér munum allir viðburðinn í Sama- ríu Jóh. 4, 34. í fyrri parti kapítulans er talað um að Jesús var þreyttur, og settist við brunninn til að hvíla sig. Hann var hungraður og sendi lærisveina sína inn í borgina til að kaupa mat. Hann var of þreyttur til þess að ganga sjálfur inn í bæinn til að fá mat. Þegar hann leit upp, sá hann konu koma með vatns- fötu á höfðinu. Hann gleymdi alveg þreytu sinni. Hann sá tækifæri til að gjöra guðs vilja og frelsa þessa konu. Hann gaf sig á tal við hana, og var að tala við hana þegar lærisveinarnir komu aftur með matinn. Peir komu og sögðu: Meistari, hér er maturinn, sem vér sótt- um. Hann sagði: — matur — eg er ekki hungraður. »Minn matur eraðgjöra vilja þess, sem mig sendi, og leysa af hendi hans verk.« Gleði hans yfir því, að framkvæma guðs verk var svo mikil, að hann gleymdi þreytu, sulti og öllu öðru, og sú bezta máltíð, sem hann gat óskað sér, var að fá tækifæri til að gjöra eitthvað fyrir guð. Hversu mikið reyn- um vér að líkjast honum í þessu? Er það þinn matur að gjöraguðs vilja? Ert þú fús til að sleppa máltíðum þínum og gleyma hungrinu ? Ert þú glaður yfir að vinna fyrir guð, og getur þú sagt: Minn matur, mín næring, já, mitt líf er að gjöra vilja hans, sem sendi mig? — Tökum annað dæmi. Jóh. 8, 29. »Sá, sem sendi mig, er með mér; faðirinn lét mig ekki einan, því eg gjöri ætíð það, sem honum þóknast.* Hans vinna var stöðugt að gjöra það, sem föðurnum þóknaðist. f’etta sýnist svo einfalt — ó, að vér gætum fengið það innrætt í vor hjörtu. Ráðgáta lífsins yrði leyst á einu augna- bliki, ef vér einungís fylgdum Jesú í þessu, og gjörðum það á hverjum degi að umhugsunarefni voru, hvað guði er þóknanlegt, og æfðum oss síðan í að fram- kvæma það, sem vér vissum að guði þóknaðist. En kærleiki vor nær oft ekki svo langt. Menn koma til vor og segja: það er nokkuð í lífi þínu sem ekki er guði þóknanlegt, og vér misvirðum það við þá. Ef vér í raun og veru elskuðum guð mundum vér segja: »Segðu mér einungis hvað það er, eg vil vita það«. En í stað þess segjutn vér: »Þú hefir engan rétt til að dæma aðra«, og þegar ' einhver segir þér hvað það er í lífi þínu, sem hann heldur að guði misþóknist, segir þú: »Hvar stendur það skrifað að þetta sé ekki leyfilegt ?« En spursmálið í er ekki um það. Ástríkur, góður sonur j bíður ekki þess að fá skipun. Ef þú í raun og veru elskar föður þinn muntu segja: »Eg er að hugsa um hvort föður mínum þóknist þetta.« Póknist honum

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.