Frækorn - 31.05.1906, Qupperneq 2
170
FRÆKORN
það ekki, muntu án tillits til hvort það
er bannað eða ekki láta vera að gjöra
það aftur. En sé það nokkuð, sem hon-
um þóknast, muntu gjöra það án þess að
bíða eftir skipun. Jesús segir: »Eg gjöri
ætíð það, sem er honum þóknanlegt.*
Framh.
»ÖII synd -hversvegna þá ekki mín?«
»Pegar eg var á 20. árinu«, segir
David Ferris, »lagðist eg í þungan
sjúkdóm, svo eg og þeir sem voru
kring um mig höfðu litla von um bata.
Dauðinn horfðist í augu við mig, og
skelfileg mynd af eymd og angist
blasti við mér. Rað var mér Ijóst,
að ef eg dæi þá, mundi eg óhjákvæmi-
lega glatast.
í hinni stærstu sálarneyð bað eg
drottinn um hjálp, og lofaði aftur-
hvarfi, ef hann hjálpaði mér og gæfi
mér frest. Forsjóninni þóknaðist að
bænheyra mig, svo eg fékk heilsuna
aftur, eftir hér um bil mánuð var eg
kominn á fætur.
Eftir að eg var orðinn frískur mint-
ist eg, hvílíkri neyð eg hafði verið í,
og hverju eg hafði lofað, meðan eg
lifði í hinum voðalega ótta fyrir ei-
lífri glötun. Eg sá það var nauð-
synlegt að efna trúlega loforð mitt;
eg fann að eg varð eitthvað að gera,
og ef eg nú ekki héldi loforð mitt
mundi eg aftur verða að líða sömu
sálarkvöl, eða aðra þyngri.
En þegar eg hafði ákveðið, að byrja
nýtt líf, freistaði óvinurinn min, til að
halda það væri of seint að hugsa um
að öðlast frið við guð; af því að
þegar sá tími gæfist, að menn gætu
fundið frelsun, en þeir þá sleptu tæki-
færinu, þá væri ofseint að gjöra til-
raun seinna.
Frá þessum tíma, og svo mánuð-
um skifti leitaði eg ekki náðar og lifði
í hinni dýpstu örvænting.
Einu sinni á þessum örvæntingar-
tíma, réð eg það af, að yfirgefa föð-
urland mitt, og ferðast til útlanda, og
lifa þar, það sem eftir væri æfinnar,
óþektur, og til þess að enginn af
skyldfólki mínu eða kunningjum, skyldj
vita hvað orðið væri af mér.
Þessi dagur var hinn mesti sorgar
og reynsludagur, sem eg hafði lifað.
Um kvöldið þegar eg gekk eftir plóg-
inum, vaknaði eftirtekt mín við blíða
raust, sem sagði: »Blóðið Jesú Krists
hans sonar, hreinsar oss af allri synd.«
En eg gaf þetta frá mér, og sagði í
hjarta mínu: »Pað er of seint, það
hefir verið sá tími að eg gat orðið
hreinsaður; en því miður! Rað tæki-
færi er glatað fyrir mig.«
Nokkru siðar, er eg var að hugsa
um, til hvaða lands eg skyldi flýja,
komu sömu orð fyrir mig með meira
krafti en áður; en eg sló þeim frá
mér aftur og fanst eg hafa mist all-
an rétt, til þess að heimfæra þau upp
á mig, og fór svo aftur að hugsa um
að flýja til útlanda.
Meðan eg var að hugsa um eymd-
arástand mitt, komu sömu orðin, ó-
vænt í huga minn, með meira krafti
og valdi enn nokkru sinni fyr: »Blóð-
ið Jesú Krists hans sonar, hreinsar
oss af allri synd.« (1. Jóh. 1, 7). Nú
er eg heyrði þessi orð, fyltist sál mín
með gleði. Eg fann dyr vonarinnar
opnar, og sagði við sjálfann mig:
»Ö1I synd, hvers vegna þá ekki
mín?«
Lifandi von spratt upp í hjarta
mínu. Eg sá miskunarfaðminn op-
inn, til að taka á móti mér; eg sá
veginn skýrt, eins og veg gegn um
þéttann skóg.