Frækorn


Frækorn - 31.05.1906, Síða 6

Frækorn - 31.05.1906, Síða 6
174 FRÆKORN vímu. Alt hið nýja og stóra sem hann sá, gagntók huga hans. Það var auð- ugri heimur en hann hafði vanist. Smátt og smátt misti samt hið nýja, sem fyrir augnn bar, aðdráttarafl sitt. Hugurinn beindist að ættjörðinni, og þá kom heim- þráin. Það voru þá fyrst foreldrar hans og systkini, sem hann mundi eftir og saknaði. En í hvert sinn er hann hugs- aði til föðursins, kom mynd Jakobs fram í huga hans, hann hlaut ávalt að muna eftir hvernig hann hafði hjálpað föður sínum til að hefna sín á nágrannanum. t*að var ekki hinn glaði og rösklegi Ja- kob, æsku leikbróðir hans, sem Viktor sá, en í hvert sinn er myndin kom fram, virtist honum andlit Jakobs caunalegt, og hann horfa með ávítandi augum á sig. Það var ávalt á kveldin, að þessar of- sjónir komu fram, þegar hann var lagst- ur til hvíldar í einhverju tötralegu nætur- skýli. En á daginn er hann ferðaðist meðal ólksfjöldans hafði hann um annað að hugsa. Pað var nótt eina, er hann hafði setið og dreymt um ættjörðina, að hin kvelj- andi hrygga mynd Jakobs hafði gert hann angistarfullan, að hann í draumi lifði upp aftur alt síðasta kvöldið er hann hafði dvalið í Alpafjöllunum. Hann sá Jakob sitja raulandi fyrir utan kofann; hann heyrði hvernig hann sjálfur með skreytn- inni ginnti hann til að vera kyrran. Hann heyrði einnig snjóflóðið steypast niður og hylja jakob. Snjóbreiðan lyfti sér fyrir honum í draumnum og hann sá hinn hrunda kofa, þar sem Jakob lá blár og blóðugur. Fyrir utan stóðu foreldrar hans grátandi, og ásökuðu Viktor fyrir að hafa verið orsök í dauða barnsins þeirra. Hann heyrði föður sinn segja: »F*að er refsing himnanna, en ekki hon- um að kenna«, en hann þorði ekki að líta til föður síns því hann fann nú hið ósanna í þessu, og hann leit til jarðar fyrir ásökunum hinna. Við þetta vakn- aði hann. Hann var í einu svitalöðri, j og var svo hræddur í myrkrinu. Hann vildi neyða sjálfan sig tfl að hugsa um | eitthvað annað, en hin ógurlega sjón j kom ávalt aftur. Oæti hann aðeins lifað þann dag aftur, þá skyldi hann ekki skrökva í annað sinn. Hversvegna iagðí hann ekki niður hina andstyggilegu lygi, sem hafði svona miklar og illar afleið- ingar? Þó honum fyndist nú nóttin löng, dagaði þó að lokum, og hann fór út í mannþröngina. Hin leiðinlega mynd næturinnar vildi sarnt ekki fara burt. Það var mjög undarlegt hversu alvarlegur hann var orðinn nú í seinni tíð, hann lék á hljóðpípuna sína og söng vísurnar einar, en það var engin glaðværð í söngn* um og einhver angurværð hvíldi yfir öllu fari hans. En það vakti meðlíðan fólks með litla ^avoienbúanum. / Pegar hann ráfaði einu sinni um göt- urnar, rakst hann alt í einu á hlut, sem hann beindi allri athygli sinni að. Þetta var ekki annað en api, sem sat fjötraður fyrir innan glugga. En það, sem var einkennilegast, var það, að Viktor var sannfærður um að þetta væri api Jakobs. Hann hafði svo oft séð þetta litla dýr, heima í Tarut, þegar verið var að æfa það í listunum, að ómögulegt var að honum skjátlaðist. En hvernig var apinn kominn hingað? Hann spuiðist fyrir um apann, og sagð- ist halda að hann þekti hann, var hon- um þá sagt að Savoien, drengur einn, sem lægi veikur í bakbyggingunni hefði átt apann, og hefði neyðst til að selja hann. Viktor bað um að sér yrði fylgt til veika drengsins, var honum þá fylgt gegnum marga garða og kom !oks að hrörlegu bakhúsi. Ait bar vott um mikla fátækt og vesaldóm. Hurðin hékk á einni löm, önnur hver rúða var brotin úr glugganum, svo að vindurinn hafði frían J inngang í húsið, sumstaðar hafði verið

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.