Frækorn


Frækorn - 21.06.1906, Qupperneq 3

Frækorn - 21.06.1906, Qupperneq 3
FRÆKRON 195 bróðir brúkar að vísu sömu orðatiltæki sem fyr, en andinn og krafturinn er burtu, það er eitthvað ónáttúrlegt við hann.« Hefir þú nokkurn tíma heyrt slíkan mann tala? t’ú hefir máske áður setið undir prédikun hans og heyrt hann út- skýra ritningarnar. Nú þegar þú hlustar á hann, gjörir hann það á sama hátt, það sem orðum og máli við kemur. En þér verður þungt fyrir hjarta og segir: »Pessi maður stendur ekki lengur í samfélagi við guð.« Hvers vegna? Af því hann var óhlýðinn. Pað var eina orsökin. Ef þú nú ert fyrir utan söfnuðinn, þá er það óhlýðni þín á einn eða annan hátt, sem er skuld í því; leitastu við að finna í hverju hún kemur fram. Eg vildi heldur að hönd mín væri höggvinn af nú á þessari stundu, heldur en að vera án samfélags við Krist, þess vegna vildi eg heldur fórna hönd minni, heldur en vera óhlýðinn hans vilja, jafnvel í hinu minsta. — Framh. Hjálp við biblíurannsókn. (Pýtt.) Hinar andlegu gáfur haldast enn þá. 1. Þær heyra undir það fyrirheit, sem Jesús gaf lærisveinum sínum. Mark. 16, 15-18. 2. Þetta fyrirheit nær til veraldar enda. Matt. 18, 18 — 20, 3. Guð hefir veitt kristninni þessar gjafir; hann setti í söfnuðinum fyrst post- ula, þar næst spámenn, svo kennara. 1. Kor. 12, 28. Efes. 4, 11-13. 1. Kor. 13, 8-11. 4. Nýja testamentið talar um, að bæði menn og konur í hinum fyrsta söfnuði meðtóku andlegar jáfur. Pgb. 2, 1—4.; 3, 1-8.; 7, 55-56.; 9, 1-18.; 10, 1-33. 44-46.; 14, 8-10.; 16, 16-18.; 18, 9. 10.; 21, 8- 11.; 28, 1-6. 8. 1. Kor. 12, 1. 4-11. 2. Kor. 12,1-7. Gal. 1, 11 — 12.; 2, 2. Opinb. 1,9-10. 5. Tilgangurinn með gáfurnar var sá, að færa guðs söfnuð til einingar, hrein- leika og fullkomnunar. Efes. 4, 11 — 14. 1. Kor. 1, 7-8. 6. Eftir postulanna daga getur sagan um marga viðburði, þar sem guð á tíma- bili kristninnar hefir opinberað sig fyrir börnum sínum, á andlegan og yfirnáttúr- legan hátt. 7. Hinar andlegu gáfur munu aftur koma fram í meiri fyllingu á hinum síð- ustu dögum. Pgb. 2, 17—20. Jóel 3, 1-4. 1. Kor. 1, 7-8. Bezta vörn - án vopna. Niðurl. Snúuni aftur til Irlands. í »Minning- um frá lífi helguðu drotni«, eftir Anne Lutton, er getið um ungan mann, sem hét Mc Creight, hann var aðstoðar- prestur hjá Lord Farnham, og sókn hans var í greifadæminu Cavan. Hinn 12. júlí 1826 gekk hann alejnn og vopnlaus á milli tveggja óyina flokka, annar þeirra hafði um 1000 manns, og með fortölum sínum og guðs hjálp kom hann því til leiðar, að þeir fóru hver sína leið í friði, og dag- inn eftir fékk hann bréf frá hvorum tveggja, sem þökkuðu honum fyrir hjálp hans í tæka tíð. Þannig sjáum vér hvernig drottinn er múr og eldur kring um þá, sem treysta honum. Pað er á hættunnar tíma, að verulegleiki kristinnar trúar reynist. Ef vér erum kristnir, játumst vér að vera sporgöngumenn Krists, og þegnar í ríki hans, og hann hefir sjálfur sagt: »Mitt ríki er ekki af þess- um heimi, væri mitt ríki af þessum heimi, þá hefðu þjónar mínir barist, svo að eg kæmist ekki á vald Gyð-

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.