Frækorn


Frækorn - 21.06.1906, Qupperneq 5

Frækorn - 21.06.1906, Qupperneq 5
FRÆKORN höfðingjans: »Svo þér séuð börn föður yðar á himnum.« Matt. 5, 44 — 45. Afturhvarf hins örvæntingarfulla. Meðan eg var í Chicago, meðtók eg bréf frá manni nokkrum á þessa leið: »Eg á son, sem heldur að hann hafi drýgt hina ófyrirgefanlegu synd. f fleiri mánuði hefir hann verið í ör- væntingu, og hann hefir 5 sinnum leitast við að svifta sjálfan sig lífinu. Eg bið yður að taka hann í skóla yðar.« Retta var átakanlegt, Og þó fanst mér, sem forstöðumanni skólans, skylda mín vera að skrifa honum aftur á þessa leið: »Eg samhryggist yður innilega, en eg get ekki tekið á móti syni yðar. Tilgangur skólans er því andstæður, hann er sá, að þroska menn og kon- ur fyrir kristilega starfsemi.« Maðurinn ‘skrifaði aftur: »Rér verðið að taka hann; ef þér gjörið það ekki, vitum við ekki, hvað við eigum að gjöra.«' Enn skrifaði eg og sagði mannin- um, að eg hefði mikla samhrygð með honum, en af því að mér væri trúað fyrir fjármálum skólans, þá áliti eg það ekki rétt að taka son hans í skól- ann. Pá skrifaði mér annar maður, — persónulegur vinur minn — ogsagði: »Eg bið þig um að taka hann mín vegna.« Hann hafði verið góður stuðnings- maður skólans, og mér fanst nú eg geta varið það aó taka unga mann- inn, og því skrifaði eg föður hans að hann skyldi senda hann. Þeir sendu gæzlumann með honum, 197 því þeir þorðu ekki að senda hann ein- an, og hann var færður til mín. Hr. Lyon sagði: »Petta er hr. . . . Eg vona eg geti farið nú.« »Já«, sagði eg; »látið hann vera hjá mér.« Við unga mannin sagði eg: »Fáið yður sæti.« Hann leit til mín og sagði: »Eg er djöfulóður.« Eg svaraði : »það má vera. En Jesús Kristur kom til þess að kasta djöflinum út.« Hann sagði: »Eg meina, að djöf- ullinn hafi farið í mig, eins og hann fór í Júdas Iskaríot.* Eg svaraði: »Það er mjög líklegt, en Jesús Kristur er máttugri en djöf- ullinn, og hann getur frelsað yður frá valdi hans.« Hann sagði: »Eg hef drýgt þá synd, sem ekki verður fyrirgefin.« Eg sagði: »Jesús hefir sagt: Pann, sem til mín kemur, mun eg ekki burt reka.« Hann sagði: »Eg var einu sinni upplýstur og smakkaði hina himnesku gjöf, en eg féll frá, og nú er það ó- mögulegt, að eg geti endurnýjast til afturhvarfs.« Hann þekti biblíu sína, sjáið þér, En eg sagði: »Jesús segir: Pann, sem til mín kemur, mun eg engan veginn burt reka,« Hann sagði: »Eg hefi syndgað af ásettu ráði, eftir það eg öðlaðist þekk- ingu sannleikans.« Eg svaraði: »En Jesússegir: Rann, sem til mín kemur mun eg ekki burt reka. Viljið þér koma ?« En hann kom ekki þá. Dagar og vikur liðu, þangað til einn dag er við mættumst í skólanum, að eg sagði við hann: »Fáið yður sæti«, og hann settist.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.