Frækorn


Frækorn - 05.07.1906, Side 1

Frækorn - 05.07.1906, Side 1
VII. ÁRG. REYKJAVÍK 5. JÚLÍ 1906. 27. TBL. Merkir pislarvottar. i. John Wycliffe er nefndur morgunstjarna siðbótarinnar. Hann var enskur guð- fræðingur, fæddur hér um bil 1324. Vegna guðrækni sinnar og sjaldgæfra hæfilegleika fékk hann eitt af hinum helstu embættum andlegu stéttarinnar. En er hann talaði opinbérlega á móti spill- ingu rómversku kirkjunnar, var hann sett- ur frá embætti, og páfinn fyrirdæmdi margar af kenning- um hans. Hann var kallaður á guðfræð' ingaftmd. en varði svo vel mál sitt, að engin ákvæði voru gjörð móti liouum. Hann hélf áfram enn djarflegar, að tala á móti spill- ingu páfaveldisins og skipunum þess. Rá var hann aftur kallaður á prestastefnu, en fyrir skipun konungs látinn laus aftur. Rað er eftirtektavert, að þó hann héldi áfram að ráðast á helstu grundvallaratriði rómversku kirkjunnar, þá komst hann hjá forlögum þeim, sem aðrir máttu sæta undir líkum kringumstæðum. Hann dó 1384, en 40 árum þar á eftir var kenn- ing hans að nýju dæmd á kirkjufundi. Rá var einnig skipað fyrir að grafa upp bein hans, brenna þau og strá öskunni í fljót, sem flytti hana til sjáfar. Rað má taka sem fyrirboða þess, sem nú er komið fram, að kenning hans hefir breiðst út um heiminn. Hið mikilvægasta starf hans var hin fyrsta þýðing af biblíunni á ensku. II. Jóhann Huss, hinn n^fnkunni siðbóta- maður frá Bæheimi, var fæddur 1370. Hann gekk á háskólann í Prag, og þar varð hann doktor í guðfræði, og fékk einnig meistara nafnbót. Árið 1398 varð hann kennari við háskólann í Prag, og drotninggjörði hann að skriftaföður sín- um. Um þessar mundir lærði hann af ritum Wycliffs, hversu kirkjan mis- brúkaði vald sitt, og lalaði um það op- inberlega, þótt páf- arnir veittu honum ofsóknir. Fyrir kenningu hans byrjaði siðbót á háskólanum, og þó tilraunir væru gjörðar að hindra hana, þá út- breiddist hin nýja kenning meir og meir. Loks var honum stefnt á kirkjufund, og kastað í fangelsi, og eftir nokkurra mán- aða fangelsisvist var hann dæmdur til að deyja á báli. Pótt hann við bálið væri hvattur til að atturkalla kenningar sínar, þá neitaði hann því ákveðið, og þar til hann kafnaði af reyknum hélt hann áfram að biðja og syngja með skærri röddu. Hann var brendur 1415. Aska hans

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.