Frækorn


Frækorn - 05.07.1906, Side 3

Frækorn - 05.07.1906, Side 3
FRÆKORN i 211 þá afsaka boðorðabrot þín, og vinna það til, að verða útilokaður frá himna- ríki, vinna það til, að það orð, sem þú hefir heyrt, en ekki hirt um að breyta eftir, dæmi þig á efsta degi ? Sumir menn segja, að boðorð guðs séu úr gildi numin, en guðs orð segir: »Rcttvis eru öll hans boðorð, þau eru óbifanlzg um aldur og eilifð, gjörð með sannleika og einlœgni.* (Sálm. 111» 7 — 8.) Hver sem maðurinn er, þá er þö alt hold sem gras, grasið er þeg- ar skrælnað, og þess blómi af fallinn, en orð drottins varir að eilífu. (1. Pét. 1, 24. 25.) Hverjum megin vilt þú vera? Heimurinn fyrirferst og hans lystingar, en sá, sem gjörir guðs vilja varir að eilífu. (1. Jóh. 2, 17.) Sumir afsaka sig með því að marg- ir aðrir, sem vissulega hafa verið guðs börn, hafi ekki haldið hvíldar- daginn; en þú verður dæmdur eftir guðs orði, en ekki eftir breytni annara manna eða þekkingu þeirra. Nokkrir vilja afsaka sig með þekk- ingarleysi, en Jesús býður: »Rann- sakið ritningarnar«. (Jóh. 5, 39.) Pú segist ekki vera viss um að þú getir skilið guðs orð rétt, en Jesús segir: »Eg þakka þér, faðir, herra liimins og jarðar, að þii hefir látið þetta hul- ið fyrir spekingum og vitringum, en hefir auglýst það fáfróðuin.« (Lúk. 10, 21.) Trúir þú orðum Krists? Viltu enn þá afsaka þig með þekkingarleysi eða skilningsskorti Muntu geta staðist augnatillit hans, hvers augu eru sem eldslogi, og þá komið fram með aísakanir þínar fyrir honum, sem þekkir instu hvatir og hugsanir hjarta þíns? Á þeim mikla degi munu menn þekkja og viður- kenna syndir sínar, en þá er of seint að biðja fyrirgefningar. Nú stendur þér náðin til boða, en hvorki eg né þú veist nema þetta sé seinasti dag- urinn. Viltu ekki fyrir alvöru snúa þér til drottins í dag, án þess að tví- skifta hjarta þínu milliguðsog heims- ins. Allar mótbárur þínar og afsakanir á yfirtroðslu guðs boðorða, vitna einungis um, að þú vilt komast hjá að taka upp á þig krossinn og fylgja Jesú eftir, vilt ekki þurfa að eiga í stríði. »En vér trúum að ef vér líð- um með honum munum vér einnig með honum vegsamlegir gjörðir.« Og „þann, sem sigrar mun eg láta sitja hjá mér á mínu hásæti.« (Opinb. 3, 21.) Sigur er ekki að tala um nema strítt sé. »Sælir eru þeir, sem breyta eftir hans boðorðum, svo þeir nái að kom- ast að lífstrénuog megi innganga um borgarhliðin inníborgina. (Opinb. 22, 14.) Vilt þú vera með þar? Sigriður Jónsdóttir. Skemtanir. Eftir dr. Torrey. Unga fólkið þarfnast afþreyingar. Og frelsari vor er ekki á móti saklaus- um skemtunum. Hann gaf gætur að leik barnanna (Matt. 12, 16-19), hann gjörir það enn í dag, og hon- um er gleði að horfa á þau, þegar leikir þeirra og skemtanir fara fram í sakleysi og siðpryði. Fullorðna fólk- ið, sem bei hita og þunga dagsins, þarfnast einnig afþreyingar, ef það á að vinna störf sín þannig, að þau séu óaðfinnanlega af hendi leyst. En skemtanirnar geta verið bæði sak- lausar og syndsamlegar. Að nefna allar skemtanir og dæma um þær hverja fyrir sig, er ekki mögulegt, enda ekki nauðsynlegt. Eg vil að eins nefna fáeinar reglur:

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.