Frækorn - 11.07.1906, Side 3
FRÆKORN
219
sem honum eru þóknanlegir, að leita
þess, sem tapað er.
--------*♦*------
Hjalp við svefnleysi.
(Sönn saga.)
Eftirfarandi saga er af dr. Forbes Win-
slow (eldra), frægum lækni í Lnndúnum.
Háttstandandi frakkneskur maður kom
til Lundúna að finnadr. Winslow; hafði
hann með sér meðmæli frá merkum frakk-
neskum mönnum, og jafnvel frá Napo-
leon III., sem þá var keisari, og var beð-
ið um hina beztu hjálp handa hinum
unga manni.
Maðurinn hitti dr. Winslow og sýndi
honum bréf sín.
Læknirinn sagði: »Hvað gengur að
yður?«
Hann svaraði: >Dr. Winslow, eg get
ekki sofið. Eg hefi ekki haft góðan
nætursvefn í tvö ár, og nema eitthvað sé
geit, sem hjálpi mér, missi eg vitið.«
Læknirinn spurði : »Hversvegna getið
þér ekki sofið?«
»Það get eg ekki sagt yður«, svaraði
maðurinn.«
»Hafið þér orðið fyrir fjármissi ?«
»Nei, eg hef ekkert fé mist.«
»Hafið þér mist vini?«
»Nei, eg hefi ekki mist vini um lengri
tíma.«
»Hafið þér orðið fyrir einhverri van-
virðu ?«
»Nei, ekki svo eg viti.«
»því getið þér þá ekki sofið?« sagði
doktorinn.
»Eg vildi helzt ekki þurfa að segja
yður það.«
»Ef þér viljið ekki segja mér frá því,
þá get eg heldur ekki hjálpað yður.«
»Ef eg verð að segja yður það, þá
gjöri eg það«, sagði maðurinn : »Eger
guðsafneitari, og faðir minn var það
líka, og samt, þó eg sé afneitari, og
faðir minn væri það líka, þá plágast eg
hverja nótt af spurningunni : »Hvarmun
eg verða í eilífðinni ? þessi spurning
hringir mér í eyrum alla nóttina, og ef
eg fell í svefn snöggvast, þá plágast eg
af vondum draumum, sem eru mér verri
en það, að vaka, svo að eg hræðist
jafnvel svefninn.«
Dr. Winslow sagði: »Eg get ekkert
gert fyrir yður.«
»Hvað?« sagði frakkneski maðurinn.
»Hef eg þá farið alla þessa leið til þess
að fá hjálp, en þér drepið niður hjá mér
hverja von ? Viljið þér segja, að ómögu-
legt sé að hjálpa mér ?«
Dr. Winslow sagði aftur: »Eg get
ekki læknað yður, en eg get vísað yður
á lækni, sem getur gjört Jaað«, og hann
fór yfir um skrifstofuna og tók biblíuna
sína, sem lá þar á borði, fletti upp í
Es. 53, 5. og 6. vers og fór að lesa:
»Hann var vegna vorra misgjörða
særður og fyrir vorra synda sakir lemstr-
aður; hegningin lá á honum, svo vér
hefðum frið, og fyrir hans benjar urðum
vér heilbrigðir. Vér fórum allir villir
vega, sem sauðir, hver stefndi sína leið,
en þó lagði drottinn á hann syndir vor
allra.«
Dr. Winslow leit á frakkneska mann-
inn og sagði: »þetta er sá eini Iæknir,
sem getur hjálpað yður.«
Háðslegt bros fór yfir andlit manns-
ins og hann sagði: »Dr. Winslow, viljið
þér segja mér, að þér, sem eruð frægur
vísindamaður, trúið á þessa fyrri alda
heimsku, á biblíu og kristindóm?«
»Já«, sagði dr. Winslow, »eg trúi biblí-
unni og eg trúi á Jesúm Krist; og það,
að trúa biblíunni og Jesú Kristi hefir
fielsað mig frá því ástandi, sem þér eruð
í nú.«
Ungi maðurinn fór að hugsa, svo
sagði hann: »Dr. Winslow, ef eg er