Frækorn - 11.07.1906, Qupperneq 5
FRÆKORN
221
Heitið.
Theodór Árnason þýddi.
Niðurl.
Loksins létti mér fyrir brjósti, eg
féll í langvarandi, ákafan og hjartan-
iegan grát. Það var bitur iðrunar-
grátur gagnstæður þeim reiði- og
hefndar-tárum sem, eg hafði felt áð-
ur um daginn. En meðan eg grét
þannig, skildist mér það, að eg
hlaut að biðja bróður minn fyrir-
gefningar.
»Rúðólfur! Rúðólfur!« bað eg, þeg-
ar eg stóð við rúm hans, og var enn
þá kjökrandi. »Fyrirgefðu mér, eg
er svo hryggur yfir þeim órétti, er eg
hef gert þér.«
Hann svaraði engu, en þó fann eg,
að hann var vakandi.
»Rúðó!fur!« hélt eg áfram. »Eg
hef skrökvað á þig við föður minn,
og gért hann reiðan við þig. Eg
verðskulda þá hegnmgu, sem þú hef-
ir fengið.«
»Pað ættirðu skilið.«
»A morgun skal eg játa það fyrir
honum og biðja hann að hegna mér,«
hélt eg áfram.
»En eg sit nú samt sem áður fylli-
lega með það, sem eg hef fengið,«
svaraði Rúðólfur.
»Eg er svo innilega hryggur yfir
ilsku minni, og þú mátt ekki bera
reiði til mín,« sagði eg og kastaði
mér yfir hann til þess að umfaðma
hann.
»F*ú kreistir mig! farðu í burt,«
svaraði hann og ítti mér frá sér.
»Nei, eg get ekki háttað, fyrr en
eg hef fyrirgefning þína,« stundi eg.
Eg get ekki sofnað, þegar þú ert
reiður við mig, en það hef eg verð-
skuldað. Eg skal aldrei skrökva um
þig framar, ef þú að eins fyrirgefur
mér í þetta eina skifti.«
Rúðólfur svaraði engu og eg stóð
I kyrr í sömu sporum, og skeytti því
| engu, þótt inni væri nepjukuldi. »Rúð-
ólfur! góði gefðu mér hönd þínaupp
á það, að þú skulir ekki vera reiður
við mig framar,« bað eg svo auð-
mjúklega eftir stundarþögn
Pá komst bróðir minn við af þess-
ari stöðugu bæn minni, og hann
rétti mér hönd sína þegjandi, og
hversu glaður greip eg í hana, nú
hafði eg aftur unnið bróður minn.
»Þökk, kæri bróðir,« sagði eg og
nú ítti hann mér ekki frá sér, er eg
umfaðmaði hann.
»Komdu með mér á morgun, þegar
við erum komnir á fætur niður til
pabba, svo að eg geti sagt honum,
hvernig eg hefi breytt við þig.«
»F*að er ekki vert að vera að því,
því þá hegnir liann þér líka, nú er
það þegar gleymt, en það get eg sagt
þér Friðrik, að höggin hans voru
þung.«
»Jú, eg ætla nú samt að gjöra það;
því eg fæ enga hugarró fyrr,« sagði
eg »en eg skal aldrei gleyma því, að
þú gazt fyrirgefið mér; það hefði eg
víst ekki getað, hefði eg verið í þín-
um sporum.«
F*egar eg aftur var lagstur til hvílu,
lá eg lengi og yfirvegaði það sem
skeð hafði. Síðan krosslagði eg hend-
urnar og bað: »Kæri guð faðir! Eg
vil aldrei framar skrökva, eða gjöra
nokkrum mein, láttu okkur Rúðólf
altaf vera góða vini!«
Morguninn eftir var erfitt verk fyrir
höndum, en ákvörðun mín var óhagg-
anleg. Meðhald föður míns með
mér hlaut að hætta, tn verra var það,
ef eg bæri enga virðingu fyrir sjálf-
um mér, og það fann eg,að eg gerði
ekki, ef eg segði ekki allan sannleik-
ann og sannaði sakleysi Rúðólfs.