Frækorn - 11.07.1906, Blaðsíða 6
222
FRÆKORN
Eg skalf, þegar að framkvaemdun-
um kom, en er eg fann bróður minn
við hlið mér, óx mér hugur, svo eg
kannaðist einarðlega við brot mitt.
»Hegndu mér eins og Rúðólfi,«
sagði eg, »því eg verðskulda það.«
»Pað er satt, Friðrik« svaraði pabbi,
»en fyrst Rúðólfur hefir fyrirgefið þér,
þá vil eg einnig gjöra það; því hef
eg gert þér rangt til, drengur minn«,
sagði hann og dró Rúðólf að sér og
klappaði honum á kinnina. »Nú sjá-
ið þið börnin mín hverjar afleiðing-
arnar geta orðið af skreytninni, og
vona eg nú, að drottinn kenni ykkur
það og forði ykkur frá henni.«
Gefið þið mér nú koss því til stað-
festingar, að þið ávalt skuluð tala
sannleika«, sagði móðir okkar, og
báðir staðfestum við heitið með kossi.
Nú var byrðinni loks létt af hjrta
mínu og eg dró andann léttara.
»Nú skulum við altaf vera góðir
vinir« sagði eg og horfði á Rúðólf.
■ »Já, ávalt« svaraði hann.
Retta heit héldum við einnig og
þegar ótti eða reiði síðan hafa viljað
freista mín til að segja ósatt, þá hef
eg ávalt minst þeás, sem eg hét guði,
föður mínum og móður, og það hef-
ir styrkt mig í baráttunni fyrir hinu
sanna og rétta.
Mestu auðkýfingar heimsins.
í Ameríku eru fleiri auðkýfingar en
í nokkru öðru landi. Hér skulu tald-
ir nokkrir hinir helztu og auður þeirra
íheilum milj. kr.
John D. Rockefeller . . 1980
Andrew Carnegie . . . 900
W. K. Wanderbilt . . . 450
J. J. Astor 360
Wm. Rockefeller. . . . 360
G. J. Gould 360
W. A. Clark 360
D. O. Mills 270
H. C. Frick 216
Mrs. Hetty Green . . . 198
Cieo. Westinghouse . . 180
Pierpont Morgan . . . 180
i Englandi eru þessir auðugastir:
Alfr. Beit 1800
J. B. Robinson . . . . 1440
W. W. Astor 1440
Srathcona lávarður . . . 450
Hertoginn af Westminster . 288
Mountstephen lávarður . 270
Rothschild lávarður .. . 270
Iveagh lávarður . . . . 252
Hertoginn af Devonshire . 180
Hertoginn af Bedford . . 180
í öðrum löndum má nefna:
Tercazas hershöfðingi,
Mexico . 1044
Demidoff fursti, Rússlandi . 790
Sennora Cousino, Chile 252
ískyggilegur trúboði.
Tvö blöð þóttust hafa »tromf á
hendi« hérna um daginn út af ódáða-
verkinu í Árósum, á telpu, 7 ára gam-
alli. Pað átti að hafa verið trúboði,
sem illvirkið framdi og á milli lín-
anna mátti lesa um kristniboða og
trúboða: »slíkir eru þeir!« Antikristi-
legum blöðum er það fagnaðarefni,
þegar einhver þeirra, sem játa nafn
Krists, breyta ekki samkvæmt játning-
unni. En að þessu sinni var gleðin
ástæðulaus. Nú er það komið upp
úr kafinu að þessi maður, Thygesen
, skóari í Arósum, hafi aldrei verið í
þjónustu heimatrúboðsins, heldur ver-
ið um tíma ráðsmaður sjómanna heim-
ilis í Arósum, sem nokkrir borgarar
1 þar áttu, og var þá leyft, eftir með-