Frækorn


Frækorn - 11.07.1906, Page 7

Frækorn - 11.07.1906, Page 7
FRÆKRON 223 mælum kunningja sinna, að tala í heimatrúboðshúsum til að hlynna að þessu heimili, án þess þó að vera áðinn starfsmaður heimatrúboðsins danska. Fyrir hér um bil þremur árum komst upp um hann saurlifnaðar-ódæði við ungar telpur; það kom mjög flatt upp á alla, því þá grunaði engan, að hann væri sturlaður annað veifið, nema ef til vill konu hans, sem fór fram á, að stjórnarvöld sæi um, að hann gerði engum mein framar. Hann misti vitanlega þegar ráðs- menskuna á sjómannaheimilinu, og var dæmdur í 2 ára betrunarhúsvinnu. Pá fyrst tók h eimatrúboðið að sér alla umsjón þessa sjómannaheimilis. Pegar Thygesen kom úr betrunar- húsinu aftur, var hann bersýnilega bilaður á geðsmunum, hann sat um að ganga nakinn, var um tíma í geð- veikradeild sjúkrahússins í Árósum o. s. frv. Nákunnur maður heimatrúboðinu danska segir, að því fari fjarri, að stjórn heimatrúboðsins hafi dátið hann halda áfram« nokkru starfi þetta geð- veik.sár hans. Hvort hann hefir þá sjálfur ráðist í að halda > kristilegar samkomur« veit eg ekki, en að minsta kosti hefir það ekki verið í húsum heimatrúboðsins, segir ofannefndur maður. réttír. Kjartcm litli Porvarðsson, sem skotinn var ný- verið, virðist nú vera á öruggum bata- vegi. 1 Slys enn. Fræðimaðurinn Brynjólfur Jónsson á Minna-Núpi var í ferð með hr. Poestion yfir Mosfellsheiði. Hann datt af baki og meiddist talsvert; óvíst var hvort hann hefði viðbeinsbrotnað, en jafnan eru »stirð gamalla manna föll.« Brunar. 2. f. m. kviknaði í íbúðarhúsi séra Jónmundar Halldórssonar á Barði í Fljót- um. Fyrir stakan dugnað prestsins og heimilisfólksins varð slökktur eldurinn; en mikið tjón varð að skemdum á hús- um og munum. Hringnótaveiðar ætla tvö ensk eimskip, sem upp komu til Eyjafjarðar í f. m., að stunda fyrir utan landhelgi þar. Heimboðið. Alþingismennirnir fóru með »Botniu« á konungsfund 9. þ. m. Áskrifendatal blaða. Tvö Reykjavíkur-blöðin eru að met- ast á um hvort þeirra hafi meiri út- breiðslu. Annað segist nú hafa 2,633 kaupendur. Hitt álíka marga. En blöð þessi standa þó skör lægra en »Fræ- korn«, hvað útbreiðslu snertir. Upplag hvers tölublaðs hefir, síðan nýár, ver- ið 4,450, en áskrifendur eru um 4,000. og fjölga þeir stöðugt. Auglýsendur ættu að hafa það hug- fast, að »Frækorn* eru óneitan- leg:a bezta auglýsingablaðið Heimskan og brennivínið. Einn brennivínssalinn hér í bænum, sem áður hefir fengið þarflegar áminn- ingar í »Frækornum«, er nú farinn að auglýsa brennivínið sitt eins og mat. Hann segir um Salomon: »Ef hann (Prédikarinn) hefði verið nú á dögum, þá hefði hann vafalaust sagt: *’Etum og drekkum þjóðfrœga brennivínið'« o. s. frv. I Vér skorum á alla skynbæra menn,

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.