Frækorn - 28.05.1907, Page 3
FRÆKORN
159
fús að konia til heimsins til að opinbera
mönnunum þanu kærleika. Pað hefði
enginn annar getað gjört. Hin eilífafórn
sem Jesús bar fram til frelsunar syndug-
um mönnum var það, sem Ijósast sýndi
kærleika föðursins til hins fallna mann-
kyns. Vér getum ekki skilið til fulls rík-
dóm guðs náðar, sem veitist öllum þeim
er trúa á Jesúm Krist. En um leið og
hann þannig hefur auglýst kærleika föð-
ursins, krefst hann þess af öllum, sem
á hann trúa, að þeir sýni hans lunderni
fyrir heiminum, og á þann hátt vegsami
haun í lífi sínu.
Jesús segir: »Eins og þú hefur sent mig
til heimsins, svo hefi eg sent þá til heims-
ins«, svo þeir skuli vitna um mig. Krist-
ur heimtar af eftirfylgendum sínum að
þeir leiði í Ijós gæzku hans, miskun
og kærleika. Svo mörgum, sem á haun
trúa hefur hann gefið hluttöku í sínu guð-
lega eðli, svo þeir ekki skuli glatast held-
ur hafa eilíft líf; og þeir, sem eru frels-
aðir fyrir hans náð, eiga að opinbera al-
mætti hans fyrir öðrum, svo þeir einnig
geti frelsast fyrir áhrif guðs barna. Allir
sem í sannleika hafa snúið sér, hafa feng-
ið köllun til þess að bera Ijósið fram fyr-
ir aðra.
»Svo Kristur geti búið fyrir trúna í
yðar hjörtum, og þér séuð rótfestir og
grundvallaðir í kærleikanum, svo þér á-
samt öllum heilögum getið skilið hvílík
að sé breidd lengd dýpt og hæð og þekt
elsku Krists, sem yfirgengur allan skiln-
ing, svo þér fullkomnist í allri fullkomn-
un guðs«. Rað er bæði einkaréttindi og
skylda guðs barna að reyna daglega kær-
leika Krists og lifa í honum. Fyrirsam.
félag vort við Krist, og fyltir hans anda
og hugarfar getum vér kunngjört heim-
inum kærleika guðs til mannanna. Vér
verðum að kunngjöra það, að Kristur er
vor talsmaður og guð vill vera oss náð-
ugur. Vér megum ekki vanrækja þessa
skyldu þótt hún heimti sjálfsafneltun og
áreynslu. Vér þurfum að líta til trúar-
innar upp byrjara og fullkomnara Jesú,
og laga líf vort eftir þeirri fyrirmynd sem
hann hefur gefið oss.
Allir meðlimir safnaðarins geta verið
það, sem þeir játa sig, því ef þeir leita
drottins af öliu hjarta munu þeir fá fyll-
ingu hans anda. Jesús er vor fyrirmynd
og hver sem fetar í hans fótspor skoðar
sálu sína, sem dýrkeypta eign Krists. Hann
mun sjá, að guð heimtar af ölhun með-
limum safnaðar síns, að þeir í samein-
ingu séu verkfæri hans, er hafi helgandi
áhrif til að efla guðs ríki ájörðunni. F*að
skeytingarleysi og vanræksla, er vér sýn-
um, í því að nota þá hæfilegleika sem
oss eru gefnir öðrum til blessunar verð-
ur til þess að heimurinn fer á mis við
andríkan lifandi vitnisburð um Krist. Pá
sem guð hefur kallað, hefur hann sent
með boðskap frelsisins til heimsins.
Þeir eiga að kunngjöra kærleika guðs,
svo margir venði frelsaðir fyrir vitnisburð
þeirra, sem helgaðir eru fyrir trúna á Krist
E. G. W.
Leiðarsteinninn
>:Heyrðu drengur minn, ætlar þú að
fara að leita hamingju þinnar í höfuð-
staðnum?«, spurði maður nokkur unglings-
dreng, sem var að búa sig til að yfirgefa
æskustöðvar sínar. Eg skal segja þér að
höfuðstaðurinn er hættulegt haf að sigla
yfir. Litli báturinn þinn getur hæglega
farið í kaf«.
»Já eg veit það vel«, sagði drengurinn
og tók biblíu upp úr vasa sínum, »en
hér hef eg ágætan leiðarstein að stýra
eftir:
»Farðu nákvæmlega eftir honum«, svar-
aði maðurinn, »þá mun ekki skerðast eitt
hár á höfði þínu«.