Frækorn - 28.05.1907, Blaðsíða 5
FRÆKORN
161
gæti ekki þó líf mitt væri í veðí. Eg
hef ekki snert tóbak síðan, og nú er eg
kominn til að borga reikninginn«.
Þér skuldið mér ekki einasta eyri eg
ráðlagði yður ekkert«.
»Þér gjörðuð það víst, og nú ætla eg
að borga yður. Ef til vill viljið þér ekki
taka móti peningunum; en eg skal sýna
yður að eg get líka ráðið fram úr því!
Síðan opnaði hann hurðina fyrir ofninum
í stofu læknisins — til allrar heppni var
ekki eldur í honum — og stakk þar inn
100 kr. seðli gekk síðan út af skrifstof-
unni glaður í bragði, eins og hann hefði
leyst vel af hendi nokkurskonar skyldu-
verk.
Vorið.
Pá sólin úr suðrinu kemur
og sumarsins lífgandi blær,
sem frónið úr náklæðum nemur,
svo náttúran vaknar og hlær,
þá gengur í gróandi varpa
hinn gullhærði barnanna fans;
alt lífið er hljómandi harpa,
þau hnýta sér blómanna krans;
þau velja sér ljómandi liti
því listin er komin svo skamt;
þau velja sér fæst eftir viti,
en velja’ úr hið fegursta samt
O, saklausa sál! þú hin hreina,
ert sólin á listanna braut,
eitt blaktandi blóm milli steina
þér birtir alt Salómons skraut!
:j: í sólaryl vorsins býr sumarið fyrst :J:
og sakleysi barnanna verðurað list.
M.J.
Hún vildi fara í vistina.
(amerisk saga.)
Niðurl.
Móðir mín rétti sig upp í sætinú
og svaraði:
*Eg álít að Eleonóra dóttir mín hafi
rétt fyrir sér«, sagði hún. Konur af
Berkelin-ættinni hafa altaf verið »döm-
ur.«
Eg hafði setið þegjandi með hönd
undir kinn meðan á þessum samræð-
um stóð; en nú stóð eg upp og gekk
þl föðurbróður míns.
»Já, já, Súsanna litla«, sagði gamli
maðurinn og tók vingjarnlega í hönd
mína, »hvað vilt þú?«
>Eg bið afsökunar, föðurbróðir
minn, — en eg vil fara í vistina,«
sagði eg skjálfandi.
»Bravó!« kallaði hann.
»En barnið gott«, varð móður minni
ósjálfrátt að segja.
»Súsanna«, sagði Eleonóra, með
málrómi, sem var alt annað en upp-
örfandi.
»Já«, sagði eg, »100 kr. á mánuði,
er mikil upphæð, og mér hefir aldrei
þótt fyrir að vinna. Eg held eg vilji
fara í vistína hjá gömlu konunni, föð-
urbróðir. Eg er viss um að eg get
sent mömmu og Eleonóru að minsta
kosti 80 kr um mánuðinn, og svo
er inndælt að fá hálfsmánaðar fríbæði
vor og haust. Fæ eg ekki að vera
með þér þegar þú ferðast, föðurbróð-
ir. Hvað heitir þessi gamla frú?«
»Nafn hennar? sagði eg ykkur það
ekki? Hún heitir Prudence — frú
Prudence.
. »Það er fallegt nafn. Eg er viss
um að mér mun geðjast að henni«,
sagði eg.
»Pað held eg vissulega«, sagði föð-
urbróðir minn, og leit vingjarnlega