Frækorn


Frækorn - 28.05.1907, Qupperneq 6

Frækorn - 28.05.1907, Qupperneq 6
162 FRÆKORN til mín, »og eg held líka að henni muni geðjast að þér. Pað er þá af- ráðið og við förum af stað með járn- brautarlestinni kl. 9 í fyrramálið.« >Já«, svaraði eg hughraust en forð- aðist að líta þangað sem móðir mín og Eleonóra sátu. »t>ú ert sú skynsamasta af ykkur«, sagði föðurbróðir minn glaðlega. Eftir að hann var farinn að sofa, í bezta svefnherberginu, þá fékk eg að heyra sitt af hverju. »Pað mál er útkljáð«, svaraði eg, og stóð íast við áform mitt. »Við megum ekki lfða hungur og önnur hver okkar verður eitthvað að gera, og þið getið vel lifað á 80 kr. um mánuðinn«. «F*að er satt«, andvarpaði móðir mín og bar vasaklútinn upp að and- litinu, »en eg hef aldrei hugsað mér, að dætur mínar þyrftu að fara út að vinna«. »Barnabas föðurbróðir okkar ætlar þá ekkert að gera fyrir okkur«, sagði Eleónóra með þjósti. »þessi gamli nirfill. Mér sýnist hann gæti að minsta kosti ættleitt aðra hverja okkar! Hann er ríkur eins og fursti og á ekkert barn — ekki svo mikið sem hund«. »Hann má gjöra, sem hann vill« svaraði eg. »Eg kýs heldur aðvinna mér inn peninga sjálf«. Morguninn eftir fór eg af stað í vistina í stórborginni. »Föðurbróðir, hvernig á eg að finna heimili frú Prudence? spurði eg þeg- ar lestin kom til borgarinnar. »Eg fylgi þér þangað«, sagði hann. Ertu kunnugur henni?< leyfði eg mér að spyrja. »Eg þekki hana mjög vel«, svar- aði hann, og hneigði höfuðið til sam- þykkis. Við leigðum vagn við járnbrautar- stöðina, og ókum gegn um svo marg- ar götur, að eg var nærri orðin ringl- uð þegar við komum að fallegum brúnum sumarbústað — fyrir mínum augum leit hann út eins og höll — og föðurbróðir minn hjálpaði mér út úr vagninum. »Hér er það, sem frú Prudence á heima«, sagði hann og reyndi að kæfa niðri í sér hláturinn. Lítil stúlka opnaði dyrnar, og mér var vísað inn í skrautlegt herbergi, og gildvaxin gömul kona á svörtum silkikjól kom brosandi á móti mér, hún líktist 60 ára gömlum sólargeisia. »Pú ert þá kominn aftur Barnabas og hefur komið með aðra stúlkuna með þér. Komdu og kystu mig væna mín«. »Já Súsanna kystu frænku þína«, sagði föðurbróðir minn um leið og hann kastaði hatti og vetlingum sínu í hverja áttina og setti sig niður í sófann. »Frænku minni?« tók eg upp eftir honum. «Já, auðvitað«, sagði frúin. »Veistu þá ekki að eg er Prudence föðursyst- ir þín?« »En eg hélt«, svaraði eg hálf utan við mig, »að eg ætti strax að fara í vistina!« »Pað átt þú líka að gjöra«, svaraði föðurbróðir minn — í vistina sem ætt- leidd dóttir okkar, hafa 100 kr. á mán- uði í vasapeninga, hugsa um köttinn hennar Prudence og kanarífuglinn og hjálpa litið eitt til þar sem þess þarf«. »Ó, föðurbróðir minn«, sagði eg. »Eleónóra vildi víst gjarnan vera kom- in, ef hún hefði vitað þetta«. »Cietur vel verið«, svaraði hann, »en eg gef ekki mikið fyrir þær ungu stúlk- ur, sem þykjast of fínar til að vinna. Henni var boðin vistin en hún neit-

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.