Frækorn


Frækorn - 28.05.1907, Qupperneq 7

Frækorn - 28.05.1907, Qupperneq 7
FRÆKORN 163 aði. Rú réðst það af að fara í vist- ina, og nú hefur þú fengið hana«. »Á þennan hátt fékk eg skrautlega heimilið mitt. — Eleonóra sem á heima upp í sveit öfundar mig mjög af því, því hún metur mikils það sem auðæfi og gott heimili í stórborghef- ur að bjóða. En Barnabas föðurbróð- ir okkar má ekki heyra nefnt, að eg skifti um við hana. Samt lofar hann mér að senda þeim stórgjafir á hverj- um mánuði. Svo er eg ánægð og hamingjusöm. Símskeyti til Blaðskeytasam- lagsins. (»R.vík«, »Austri«, »Frækorn«.) Eftirprentun bönnuð. Kaupmannahöfn, 24. maí. írar hafa haldið þjóðfund til að ræða stjórnarbótarfrumvarp það er stjórnin bauð þeim og hafnaði fundurinn því í einu hljóði. Stjórn Bannermanns er þessi ósigur mjög tilfinnanlegur. Japönsk beitiskip eru væntanleg bráðlega í heimsókn til Bretlands, Frakklands og Pýzkalands. Símskeyti frá Ritzaus Bureau. Kaupmannahafn 16. maí: Fyrstu kosningar til ríkisþings Austur- ríkismanna með almennum kosningajetti hafa aflað jafnaðarmönnum afarmikils liðs- auka. Frá Indlandi er símað, að mikil byltinga- umbrot og óspektir séu í Lahore og strangar ráðstafanir gerðar til að kefja þær. Kaupmannahöfn 21. maí: Beskytteren fer til íslands 27. þ. m. til mælinga. Franska herskipið Chanzy strandað við Austur-Asíu; mönnum bjargað. Skýrt frá því í rússneska þinginu í gær, að uppgötvaður væri víðtækur viðbúnaður til þess að ráða keisarann af dögum, en að tiltækið hefði verið heft. Baker, sá er bygði brúna yfir Forth- fjörðinn í Skotlandi, er dáinn. Stórmorð hafin að nýju í Lodz. Eftir eitt póstránið í Warschau ruddust Kó- sakkar inn í verksmiðju og skutu 15 verkamenn, en særðu 30. Farist hefir fiskibátur frá Bórshöfn í Færeyjum með öllum, er á voru. Ýmsar fréttir. Verzlunin Edinborg hefur keypt verslunarhús Eggerts kaup- manns Laxdals á Akureyri, með lóð, fyrir 22 þús. kr. Verzlunina á Unaósi í Fljótsdalshéraði hefir Þorsteinn kaupm. Jónsson selt versluninni »Framtíðin á Seyðisfirði. Úr Borgarfjarðarhéraði erskrifað: »27. april var'fundur haldinn á Uppsölum í Hálsasveit til að ræða búnaðarmál, verzl- unarmál o. fl. Þar kom fram uppástunga um að hafa reglubundinn vinnu tíma í allri sveitinni, og var stungið uppá 10 kl.tíma vinnu að vorinu en 12 kl.tíma vinnu að sumrinu, að frádregnum mat- máls —kaffi og svefn tímum, að undan skildum þeim dögum er taka þyrfti hey undan vætu, eða bindingardögum, en þá skyldi vinnuveitandi borga fyrir aukatím- ana. Petta var samþykt með öilum at- kvæðum og ákveðið að birta það í op- inberu blaði. Kvöldfagnað hélt Ungmennafél. Reykjavíkur íþrótta mönnunum Norðlensku 20. þ m. Þeir eru báðir félagar Ungmennaféh Akureyr- ar, og Jóhannes formaður þess félags og fyrsti stofnandi Ungmennafélagsskaparins hér á landi.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.