Frækorn - 20.09.1907, Síða 4
288
FRÆKORN
jarðneska lífs, þar til þú lendir í
hinni 'nimnesku höín.
Sú von, =em veitti spámönnunum
og píslarvottunum þrek og djörfung,
iýsir jafn skært fyrir guðs börnum á
hinum síðasta tíma, og þau þurfa að
uppörfast af geislum vonarinnar engu
síður en guðs börn á fyrri tímum.
Ennþá liggur strangt stríð fyrir
guðs börnum, og vér lifum einmitt
á þeim tíma, að vér þurfum að búa
oss undir það. Bráðum gengur náðar-
sólin undir, og þá er það orðið eilíf-
lega ofseint að undirbúa sig. Nú er
um að gera að hagnýta sér hinn dýr-
mæta sannjeika, sem upplýsir oss,
einmitt til þess að vér finnumst verð-
ugir og getum staðist á þeim mikla
degi drottins.
Sá, sem skynugur er, gefi gaum að
þessu, svo hann fái unnið sigur yfir
dýrinu og líkneskju þess, og að lok-
um sungið söng Móses, guðs þjóns,
og söng lambsins fyrir hásæti hins
alvalda! Op. 15, 2.-3.
J. G. Matteson.
Tjaldbiíða-samkoma.
Myndin, sem »Frækorn« nú flytja,
var upphaflega ætlast til að fylgdi
»ferðamolum« ritstj., sem komið hafa
á þessu ári, en hún kom of seint til
þess. Skal hér með fáum orðum
skýrt frá henni.
Margir kirkjuflokkar í Ameríku og
einnig í ýmsum löndum í Evrópu
halda ársþing sín á sumrum. En þá
er oftast svo heitt í veðri, að það þyk-
ir þreytandi, að sitja á stórum mann-
fundum í þröngum kirkjum. Er þá
jafnan valinn einhver staður, sem er
af náttúrunni mjög fagur til að halda
samkomur þessar á, og eru gríðar-
; stór tjöld reist þar í stað kirkna. Auð-
vitað eru bekkir og allur útbúnaður *
svo smekklegur,sem unt er. Auk sam-
komutjaldanna eru þar og reist mörg
tjöld til íbúðar fyrir fulltrúana og aðra
aðkomandi. Geta oft fleiri þúsundir
manna haft aðsetur í tjaldbúðum þess-
um um eina eða tvær vikuj.
Að slíkir dagar úti í yndislegri nátt-
úru ásamt vinum og trúbræðrum séu
hátíðlegir mjög, þarf ekki að taka
fram.
Ritstjóri þessa blaðs var við slíkt
þing frá 9. — 22. maí þ. á. eins og
skýrt er frá í »ferðamolunum,« sem
að öðru leyti vísast til.
Katholsk hjátrú.
Eins og kunnugt er eru kathólskir
ákaflega hjátrúarfullir, sem dæmi
þess má benda á eftirfylgjandi frásög-
ur.
Hinn frægi rithöfundur Camille
Flammarion segir í bók sinni »Hið
ókannaða«, það sem hér fer á eftir.
Verndardýrðlingurinn fyrir Vieux —
Beausset nálægt Eaulon St. Eutrope
er álitinn að hafa vald til að veita
regn, þegar hann vill. Fyrir nokkr-
um árum var það einn dagímaímáð-
uði, að yfirmaður einsetubýlisins, þar
sem myndastytta dýrðlingsins stóð,
tók styttuna niður af pallinum, hallaði
henni upp að húsdyrunum og fór að
berja hana. Maður nokkur, sem gekk
þar framhjá, furðaði sig yfir þessari
meðferð á dýrðlingsmyndinni, og
spurði, hvað þettaætti að þýða.en hon-
um var svarað: »Sjáið þér, herra
minn, ef eg gef honum enga slíka
ráðningu, þá fæst hann ekki til að
gjöra nokkurt gagn.« Skömmu síðar
fór að rigna og uppskerunni var borg-